Óðinn - 01.02.1909, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.02.1909, Blaðsíða 6
86 ÓÐINN þróttamaður er hann svo mikill, að enginn er hans jafnoki hvítra manna í japanskri glímu. Hans rjetta nafn er Mr. Bankier. Hann vinnur nú að því, að leiðbeina íþróttamönnum víðsvegar um heim, og hefur í Lundúnum sal til æfinga fyrir þá, er hann útvegar atvinnu. Apollo skildi mjög lljótt, hversu mikið íþróttagildi islenska glíman hefur í samanburði við aðrar glímur; honum fjell svo vel drengskapurinn, sem á hvervetna að koma fram í henni og kemur, svo lengi sem kappið keyrir ekki úr hófi. Eins það, að andstæðingar gangast að upprjettir, en brölta ekki á fjórum fótum, eða kútveltast um gólfið, eins og í ílestum öðrum glím- um, og er vörnin því komin undir því, að missa eigi fótanna. íslenska glíman mun hafa langmest íþróttagildi af öllum glímum. Við glímdum oft hjá Apollo, og hafði hann gaman af þvi, og lærði sum brögð hjá okkur, sem lionum þóttu ágæt. Hann kom okkur að Olympíuleikhúsinn í Lundúnum, og byrjuðum við að sýna þar glímuna mánud. 3. ágúst og glímdum tvisvar á kvöldi alla þá viku. Apollo var jafnan með okkur, og skýrði fyrir áhorfendum glímuna, og livaða reglum væri fylgt. Hann bauð gullmedalíu hverjum þeim, er fjelli eigi fyrir okkur á þrem mínútum. Sumum tilteknar Ijárhæðir. Þeir voru margir, sem þreyttu við okkur, frá 6—10 á hverju kvöldi, og allir æfðir glimumenn í rómverskri glímu, japanskri, eða þeirri þriðju, er nefnist »Catcli as catch can«, en við lögðúm þá alla að velli, enda er það að vonum, þvi þeir máttu eigi varast íslensku brögðin. Leikhúsveran mun hafa vakið töluverða eftir- tekt á islensku glímunni, og ekki var annað að sjá eða heyra, en áhorfendunum þætti mikils um hana vert. Enda er mjer óhætt að segja, að við fjelagar höfum allir haft það hugfast, að sýna glímuna svo vel sem kostur var á. Við fórum frá Lundúnum 12. ágúst. Fjórir okkar fóru til Edin- borgar, en Jóh. Jósefsson, Sigurjón Pjetursson og jeg til Kliafnar. Þar dvöldum við viku tíma, þar til ferð fjell heim með »Ceres«. Auðvelt hefði verið fyrir okkur að halda áfram að sýna glímuna á leikhúsum, en ýmsar ástæður voru til þess, að við urðum að halda heim aftur, sumir bundnir við ákveðin fararleyfi o. 11. Að lokum vil jeg þakka fjelögum mínum góða og skemtilega samveru, og vona að þessi för mætti verða til þess, að glæða áhuga manna al- ment fyrir íþróttum, en þó sjerstaklega til þess, að menn leitist við að koma íslensku glímunni á hærra stig, en hún er nú á. Hallgr. fíenidildsson. Glímumanna-myndirnar, sem fylgja grein- inni lijer á undan, eru allar teknar í Lundúnum síð- astl. sumar. Smámyndirnar, sem sýna glimubrögðin. komu út í enska myndablaðinu »Sketchs« og eru hjer leknar eftir því. Pó eru þær þar fleiri, alls 12. Á glímu- myndunum er þetta sýnt: Nr. 1. Afstaða glímumanna er þeir taka tökum. Nr. 2. Rjett klofbragð. Nr. 3. Áframhald af rjettu klofbragði. Nr. 4. Krókur uþp úr öfugu klofbragði, Nr. 5. Hlaupið upp af leggjarbragði. Nr. 6. Hnykkur. Nr. 7. Ötug sniðglíma á lofti. Nr. 8. Hælkrókur tek- inn með hægra fæti á hægra fót. Skug’gar. L j ó ð m æ 1 i eftir Sigurjón Friðjónsson. Skuggar. Skuggar líða um skafl og rinda; skýjað drúpir fjall við sjá. í nöprum gjósti norðanvinda nauðug dansa sinustrá. Pungri sökun fossinn fleygir foldar kaldan eyðiveg. Pögul rjúpa höfuð hneigir. — Hefur þú sama beyg og jeg? Mig dreymdi um nótt —. Mig dreymdi um nótt að lík þú lást, i líni vafin, stirð og köld. Og hjá þjer einn jeg hljóður sat um húmað þokukvöld. Um kinnar runnu tregatár; og tómið að mjer lagðist hljótt. Mjer fanst jeg hrynja sorgarsár í svarta, kalda nótt. Með sterkum fingrum dauða’ og dóms mig drógu fast þau skuggalönd. Við tregðans þunga, grimma geig jeg gekk á drottins hönd;

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.