Óðinn - 01.02.1909, Blaðsíða 2
82
Ó Ð I N N
síðar losnaði dómkirkju-prestsembættið í Reykja-
vik, við burtför Ólafs próf. Pálssonar, og var
það embætti veitt hr. Hallgiími 4. seft. 1871, en
prestsvigslu tók hann 8. okt. s. á. Þessu em-
bætti gegndi hr. Hallgrímur á 18. ár, eða til vors
1889, er hann var skipaður eftirmaður dr. Pjet-
urs í biskupsembættið. Fór hann þá utan um
vorið og var vígður biskupsvígslu (ásamt Har-
aldi Stein, er þá varð biskup á Fjóni) í Frúar-
kirkju i Kaupmannahöfn 30. maímánaðar af dr.
B. J. Fog Sjálandsbiskupi.
í embættistíð sinni hefur herra Hallgrimur
visiterað meiri hluta landsins, alls 190 kirkjur
af c. 280. Aðeins 5 prófastsdæmi (Húnavatns,
Stranda, Barðastranda, Borgarfjarðar og Kjalar-
ness) og nokkuð af hinu 6. (Arnesprófastsdæmi)
lætur hann eftir óvísiteruð. Öll hin prófasts-
dæmin vísiteraði hann á árunum 1890—1900.
Hefði heilsa hans leyft, er lítill vafi á því, að
herra Hallgrimur hefði á 15 árum getað lokið
skoðun allra kirkna á landinu, en siðan 1900
hefur hann ekki getað lagt á sig erfið ferðalög
sökum vanheilsu. 1 biskupstíð sinni hefur herra
Hallgrímur vigt 69 presta sjálfur, en 2 vigði lekt-
or prestaskólans í forföllum biskups.
Herra Hallgrimur var hvatamaður þess, að
byrjað var að starfa að hinni nýju þýðingu ritn-
ingarinnar haustið 1897, þessu mikla og þarfa
verki, sem var lokið á siðastliðnu hausti með
prentun bibliunnar allrar. Þótt ekki tæki bisk-
upinn beinan þátt í sjálfu þýðingarstarfinu, hef-
ur hann þó verið lifið og sálin í því starfi frá
fyrstu og lagt til þess mikla vinnu, enda haft
rnjög mikinn áliuga á að starfið mætti verða
sem allra best af hendi leyst. Nefndirnar voru
tvær, sem að þýðingarstarfinu unnu, önnur að
gamla, hin að nýja testamentinu. Hjeldu þær
fundi jafnaðarlega einu sinni á viku hverri með-
an bæði testamentin voru undir þýðingu í senn,
og gamlatestamentisnefndin, árin sem hún starf-
aði ein, oftar tvo fundi en einn í viku hverri.
En biskupinn tók þátt í allflestum fundum beggja
nefndanna öll árin, sem þær störfuðu, enda voru
fundir beggja nefnda lengst af haldnir heima á
skrifstofu biskups (venjulega 3 tíma í senn). í
heiðurs- og þakklætisskyni fyrir afskifti biskups
af öllu þessu starfi hefur Breska og erlenda
biblíufjelagið kjörið hann heiðursfjelaga sinn.
Árið 1885 fjekk herra Hallgrímur (þá dóm-
kirkjuprestur) sæti á alþingi sem konungkjörinn
þingmaður; sat hann þar þá það þing og auka-
þingið næsta sumar, en Ijet svo af þingmensku
í bili, þangað til hann varð aftur konungkjörinn
þingmaður árið 1893 og' hjelt hann nú þingsæti
fil ársins 1903. Árin 1897 og 1899 var hann for-
seti sameinaðs þings.
Á þjóðhátíðinni sæmdi konungur herra Hall-
grím riddarakrossi Dannebrogsorðunnar, 1891
Iieiðursmerki Dannebrogsmanna, 1902 komman-
dörkrossi óæðra stigs og nú á næstliðnu hausti
kommandörkrossi æðra stigs.
Árið 1871 kvæntist herra Hallgrímur Elínu
Marie Bolette Fevejle, dóttur yfirlæknis Fr. Chr.
F. Fevejle í Kaupmannahöfn. Hafa þau eign-
ast fjögur börn, sem öll eru á lífi: Friðrik, sem
nú er prestur í Argjdebygð í Manitoba, Guðrúnu,
konu Axels sýslumanns Tuliniusar á Eskifirði,
Svein, kand. phil., bókara í íslandsbanka, og
Ágústu konu Ditlevs Thomsens konsúls og kaup-
manns í Reykjavik.
Á síðustu árum hefur heilsu biskups farið
síhnignandi. í fyrra vetur fór hann til Khafnar
að leita sjer lækningar, en kom aftur með vor-
inu án þess að hafa fengið bót meina sinna.
Sótti hann því um lausn frá embætti um haustið
og fjekk hana 19. seft.
Síðasta embættisverk herra Hallgríms var
að vigja til biskups eftirmann sinn herra Þórhall.
Fór sú athöfn fram í Reykjavíkur dómkirkju 4.
október og' var það í þriðja skifti síðan siðbót,
að slík athöfn hefur farið fram á landi hjer.
a.
Tröllasögur.
(Úr ferðasögu).
Fólksstraumurinn er á sifeldu iði i þessum
götugljúfrum. Á stjettunum er krökt af hægfara
göngufólki, hægfara hjá vagnamergðinni, sem brun-
ar hraðhjóla framhjá; hestvagnar með hófaskellum
og svipusmellum, hringjandi rafbrautarvagnar og
lióstandi, lúðurþeytandi bifreiðar. Þar ægir öllu
saman, og vagnaumferðin er svo áköf, að einatt
verður að sæta lagi til að komast af einni götu-
stjett á aðra, en sumstaðar verður ekki yfirum
komist nema þegar lögreglumenn bjóða vagn-
straumnum að staðnæmast, líkt og þegar drottinn
forðum gerði þura geil í hafið rauða svo að ísra-