Óðinn - 01.04.1909, Side 7
ÓÐ I N N.
7
Jarðneska paradís, bjarkanna ból,
blórnanna óháða veldi,
heiðrað af minningum, signað af sól,
samið af frosti og cldi.
Ó, við skulum leiðast um lautgötur pær,
sem liggja að hamranna fótum,
og hlusta’ á hvað ómurinn hvarilandi nær
hreinum og viðkvæmum nótum.
Og þegar jeg lít þetta lauíríka svið
í loganum kvöldgeisla-brota,
þá flnn jeg ekki orðin, sem eiga þar við
og eru mjer kærust til nota.
Og mætturn við, elskan mín, eiga hjer dvöl
og unnast og leiðast og njóta,
þá yrði ekki langtímis lifað í kvöl
og liðið og stritað án bóta.
Og þegar að sortnuðu’ hin sólfögru lönd
og sæjum við náttdaggar-boðann,
við stigjum sem hergmál frá Ijjarganna rönd
og bærumst svo norður í roðann.
Reykjaheiði.
Einhvern geig jeg her i barmi;
brosin fara sína leið,
hniga fyrir huldum armi,
heiðarinnar norna-seið.
Gráleit ertu og ærið mögur.
— Afram betur, klárinn minn.
Bak við liggur bygðin fögur,
Byrgið, Fossinn, hvammurinn.
Uxahver.
Vefur grænar gróður-reinar
gufan, — þegar heitir steinar
kólna fyrir kvöldsins anda,
— kveður, sligur himins til.
Fyrir afli huldra handa
hverinn sýður upp til landa,
— yfir takmörk ystu randa
að eins fárra lína bil.
Fellur aftur ofa’n í þróna,
andartak, í sömu róna,
likt og ekka bifður barmur
berst við sorg, er dylja skal.
Aftur stigur sterkur, varmur
straumur upp i gufu-hjúpi,
eins og þar í undirdjúpi
einurð sje og kraftavat.
Kveðja.
Nú af baki! Búin ferðin,
búin! — segi’ jeg skýrl og hátt.
Nú cr liðin ljóðagerðin,
lcngur ekki lilegið dátt.
Við höfum fengið fvlstu verðin,
fyrir sjerhvern gjaldaþátt.
Bestu þakkir einu og öllum,
eins og þær jeg framast tet,
fyrir galsa á grænum völlum,
gaman yiir skriðu’ og mel.
Hneigjum okkur austur-fjöllum.
Astar-þakkir! — Farið vel!
Þrjú kvæði.
Vorvísur.
Vetur burl af foldu ilýr,
fannir hjaðna’ á bala.
Enn at nýju að mjcr snýr
eftirlæti dala.
Strýkur vangann hláka hlý;
hörpur vatna gjalla.
Sólarroðin suðræn ský
síga’ á tindum l'jalla.
i norðri blikar blágrænt haf.
Bleika stirnir liaga.
Viðjur allar veíur af
von um sumardaga.
Ljúfa vor! Um land og sjá
lýstu nýjum degi,
sem að hverri sárri þrá
svala’ að fullu megi.
Leystu mjúkan lindar óð;
láttu elfur bruna;
látlu fossins ljallaljóð
tram að sævi duna.
Liknarhendur lcgðu’ um lold.
Lýstu sund og ögur.
Láttu gróa grös í mold
— glóey kær og fögur!
Signdu dægrin ljós og löng;
lát mig óminn heyra.
Fjaðraþyt og fuglasöng
llyttu mjer að eyra.
Láttu blæ um tún og torg
táp og gleði bera.
Leystu þjóð af synd og sorg.
— Svona’ á það að vera.
!*•