Óðinn - 01.04.1910, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.04.1910, Blaðsíða 1
OÐINN 1. BLAÐ APRÍL 101O. i VI. ÁH Jón Magnússon bæjarfógeti. Bæjarfógetinn í Reykjavík, Jón Magnússon, er fæddur að Skorrastað í Norðfirði 16. janúar 1859. Faðir hans, síra Magnús, var þar þá prestur. Hanu iluttist siðan að Laufási í Suður- Þingeyjasýslu, eftir fráfall síra Bjarnar Halldórssonarl883, og þar andaðist síra Magnús fullra 70 ára að aldri 19. dag marsmánaðar 1901, og var hann þjóðkunnur prestur og mest fyrir út- breiðslu bindindis og rit um það mál. Síra Magnús var Jónsson bónda á . Víðitnýri. Kona . síra Magnúsar og móðir Jóns bæjar- fógeta, frú Vilborg, lifir enn, og er Sig- urðardóttir, bónda á Hóli í Kelduhverfi. Jón varð stúdent frá Latínuskólan- um 1882 með 1. einkunn og sigldi til báskólans og las lög. Þá brast liann efni til að halda áfram námi, . er garðsvistinni . lauk; hvarf liann þá heim og var 4 ár skrifari hjá Júlíusi amtmanni Havsteen á Akureyri. Telur Jón sjer það hafa verið hin bestu námsár. Var Júlíus liinn mesti reglumaður í allri embættisfærslu og maður raun- fróður í lögnm. Eftir það sigldi Jón aftur til liáskólans og tók embættispróf í lögum 1891 með 1. einkunn. Sama árið verður Jón sýslumaður í Vest- mannaeyjum og gegnir því embætti í 5 ár. Það er hæg sýsla og um leið eitt sveitarfjelag, og góður og gegn sýslumað- ur verður þar að sjálfsögðu forgöngu- maður í fjelagsmál- um og framkvæmd- um, vilji hann það á sig leggja. Og svo varð um Jón sýslumann, þennan fremur stutta tima sem hann var í Eyjunum. Hann er starfsmaður mikill, áliugasamur og um leið hinn samvinnu- þýðasti. Vestmann- eyingar unnu hon- um hugástum og vann hann þeim . margt til bóta. . Hann var helsti forgöngumaður að því að stofnað var . Framfarafjelagið,. sem er jarðabóta- fjelagið í Eyjunum og hefur uunið tölu- vert frá því, er stofn- að var. Hann gekst og fyrir stofnun Nautgriparæktar- fjelagsins þar. Eins var hann aðalmað- urinn í því að koma upp Sparisjóði Eyjar- skeggja. Þrisvar hafa Vestmanneyingar kosið Jón á

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.