Óðinn - 01.04.1910, Side 3

Óðinn - 01.04.1910, Side 3
ÓÐI N N 3 hjá Gísla syni sínum, kominn hátt á átlræðisaldur og þótti vænt um nafna sinn. í Lækjarbug byrj- aði alveg nýtt líf fyrir Sigurði hjá öllum ókunnugum, í einsetu yfir málnylupeningi, kúm og ám, að sumr- inu. 1846 varð Sigurður fermdur af sjera Guðlaugi Sveinbjarnarsyni á Staðarhrauni. Hafði hann lært barnalærdóminn áður liann fór að vestan, og kenl hafði faðir hans honum að draga til stafs, en um skriftina varð lítið eftir að lians misti við. Einn af æskuvinum Sigurðar í Lækjarbug var Kristján Gíslason á Skiphyl — í nágrenni við Lækjarbug — faðir Sigurðar Kristjánssonar bók- sala í Reykjavík. Voru þeir Sigurður og Kristján á líku reki. 1849 rjeðst Sigurður — og rjeð sig nú sjálfur — frá Lækjarbug og að Jörfa í Kolbeinsstaðahrepp lil þeirra feðga Sigurðar dannebrogsmanns Helga- sonar og Helga kandidats sonar hans, sem þá byrjaði búskap og giftist sama vor. Var Sigurður þar smalapíltur í 2 ár, og þar þótli honum goll að vera. Vorið 1851 fór Sigurður að Kaldár- bakka til Björns hreppstjóra Gíslasonar prests í Hítarnesþingum liins sterka Guðmundssonar. Kona Björns var Ingibjörg Jónsdóttir, en bróðir Björns var Magnús Gíslason sýslumaður, er Ijesl 1867. A Kaldárbakka átti Sigurður góða vist og lelur, að þau hjón hafi reynst sjer góðir húsbændur og jafnan sýnt sjer siðan trygð og hollnstu meðan þau lifðu* Hjá þeim var hann í 5 ár. Síðasta árið, sem Sigurður var á Kaldárbakka, var þar og í húsmensku Valgerður Pálsdóttir pró- fasts í Hörgsdal á Síðu Pálssonar, þá skilin við mann sinn kand. Helga á Jörfa. Fylgdi Valgerði eitt barn þeirra Helga, Sigríður að nafni. r Þá var ráðsmaður í Hítardal á búi Þorsteins prófasts Hjálmarssonar Kristján Kristjánsson, ötull maður og ráðsnjall. Ólafur prófastur Pálsson í Stafholti hafði þá forsvar Valgerðar frændkonu sinnar, og fjekk hann Kristján til að vera ráðamann Valgerð- ar við fjárskifti þeirra Helga og hennar. Langaði Valgerði að fara að búa aftur, og fyrir tilstilli Kristjáns rjeðst Sigurður lil bús með henni. Hugn- aðist henni það vel, því hún þekti hann að dygð og trúmenskn frá því að hafa verið smalapiltur hjá henni á Jörfa. Fóru þau þá að búa í Skjálg í Hnappadal vorið 1856 og bjuggu þar i fjögur ár. Árið 1860 fluttu þau að Kolbeinsslöðum. Þar bjuggu þau í níu ár, og fluttust þaðan vorið 1869 að Tröð, sem er næsti bær. Þar bjuggu þau jafn- an síðan, þar til Valgerður ljest 6. júlí 1899. Voru þau þá búin að búa saman í 43 ár, og sambúð þeirra verið hin farsælasta á allan hátt, með dygð og dánumensku af beggja hendi. Þau áttu vel saman. Valgerði hefir lýst svo sá maður, sem best þekti hana: »Hún var mikilhæf kona í mörgu, trygglynd og glaðvær, og dugnaðarkona í öllum verkum, bæði úti og inni, en ekki var hún fjár- gæslukona að þvi skapi«. Búskapurinn farnaðist Sigurður^Brandsson í Tröð. þeim að öllu vel, höfðu bú gagnsamt, en ekki of umfangsmikið. Þegar þau Sigurður komu að Tröð var túnið þar all eitt kargaþýfi og í einni valns- bleylu, svo að vandræði voru að gela þurkað á því töðuna, og því síður að tiltök væri að geta flutt þangað úthey af votum mýrum til þurks. Nú er túnið frekar níu dagsláttur, lullur helmingur þess sljettaður og það útgrætt að mun, og gefur nú af sjer í meðalári alt að helmingi meiri töðu en þegar Sigurður kom að Tröð. Engjar hefur Sigurður og mjög bætt í Tröð með þurkskurðum. Áður voru þær illvinnandi fyrir hleytu sakir. Bæjarhúsin í Tröð voru og mjög lítil og ljeleg, þegar Sigurður kom þar. Tók hann allan bæinn og bygði af nýju og stækkaði um fullan þriðjung. Bæði voru þau vel metin i hjeraði sínu Sig- urður og Valgerður, hjálpfús bæði og liðsinnandi. Valgerður ör og Sigurður góðgjarn, en hæfilátur. Við hrepps og lijeraðsstjórn hefir Sigurður verið

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.