Óðinn - 01.04.1910, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.04.1910, Blaðsíða 6
6 Ó Ð tilfinning hans ekki vald á listfengi hans, svo að hann yrkir stundum kvæði, sem eru ekki annað en rímaðar hugvekjur. Jeg skal nefna til dæmis kvæðið á 77.—79. bls.: »Fuglinn og hann Fúsi«. Hefði höf. getað »soðið niður« efnið í 6—8 línur, þá gat hann farið skáldlega með efnið. Líkt má segja um kvæðið á 67.—71. bls.: »Harðstjórinn og þjónninn«. Þar skemmir málalengingin alla list í meðferð efnisins. En að þessu sleptu, þá eru í »Kvistum« svo mörg fögur kvæði og vel kveðin, sem eru list og skáldskapur, og tilfinningarnar svo næmar, að manni verður ósjálfrátt vel við liöfundinn, af því að maður, auk listarinnar, finnur í honum svo golt hjarta og svo mikið umburðarlyndi. Þella síðasla (umburðarlyndið og víðsýnið) hefur hon- um svo stórum aukist með aldri og lífsreynslu. Skyldi jeg nefna nokkur af fallegustu kvæð- unum, mundi jeg telja þessi: »Guðsríki« (4. bls.), »Kristín« (7.—8. hls.), »Halta Finna«, (26.—30. bls.), »Mús í gildru« (48. bls.), »Stökur« (177.), »Sum- arósk« (195.), »Uppsagnarbrjefið« (223.—224.). Þá er átakanlega hjartnæmt kvæði: »Ur dag- lega Iífinu«; að eins mælti fyrsli hlutinn missa sig aftur að 13. bls. »Jeg sný mjer að húsinu . . . .«. Þaðan og út til enda er kvæðið Iislfeng inynd. »Mansöngur« á 112. bls. er trú og hugðnæm mynd úr lífinu. »Til Hannesar Hafstein« er vel kveðið (1. bls.). Saina er um Kvenrjettinda-kvæðin tvö (á 189. og 190. bls.), og tvö síðustu erindin í »Ávarpi 20. aldar«. Lausar vísur eru ýmsar ýmist fyrirtaks-falleg- ar eða hjartnæmar, t. d.: »11já þjer fjekk jeg þrávalt að læra, hve þögnin á fullkomið mál; hvert hros, sem þú gafst mjer, jeg geymi sem guðsmynd frá óspiltri sál«. Þetla kveður skáldið: » Til Islands. Ef drottinn gerði að gulli lár, sem geymir hugur minn, þá vildi’ jeg gráta öll mín ár til auðs í vasa þinn«. Þetta erindi hendi jeg neðst á 169. bls.: »Ef fjarlægð skilur önd frá önd hið innra, dimm og köld, þá duga engin glri bönd og cngin boð nje völd«. N N Eða er þetta ekki ágætt (á 205. bls.)? y>Meðal-hjóna-band. Þau vissu’ ei neitt, að gjöf þá heimur hlaut, sem lirygðar-nóttum snýr í gleði-daga; þau vöndust saman eins og önnur naut, sem altaf hlutu sama plóg að draga«. Höf. á óefað eftir að yrkja margt enn. Þegar hann gefur út næsta safn sitt, vildi jeg óska hon- um þess, að honum yrði vaxin svo dómskygni, að hann tæki ekki með það rýrasta. Bestu kvæðin lians eru þegar svo, að þau festa sjer sæti í is- lenskum bókmentum. Vitrununum í sundurlausu máli aftast í bók- inni liefði höf. átt að sleppa. Nokra prentvillur óprýða bókina lijer og þar, þó ekki margar. Ytri frágangurinn er hinn prýðilegasti, eins og vita má, þar sein bókin er prentuð í Gulenberg, og kostnaðarmaðurinn hel'ur ekkert til sparað. Jón Ola/sson. H. Heine; i. Smalinn. Ivonungur er kvikfjársmalinn, konungssess á grænum hól, yfir liöfði öðlings leiptrar itur, gullin krúna: sól. Að fótum honum llykkjast sauðir, ‘llaðurgefin snápasveit, kálfar eru knapar hirðar, keikir stika frain um reit. Hirðleikarar liafrar eru, hirðsöngvarar fugl og kýr, hvellri bjöllu kusa hringir, kvakar undir fuglinn hýr. Unaðslega óma hljómar, enda blandast við þann klið þytur lössa, þytur skóga, þengill sofnar kliðinn við. Ráðgjafi hans rjett á meðan ríki stjórnar, seppaþing, sem að urrar svo og ýlfrar, að undir tekur hring í kring.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.