Óðinn - 01.01.1912, Page 3

Óðinn - 01.01.1912, Page 3
ÓÐINN 75 urðssonar. Þuríður kona Björns á Svarfhóli er dóttir Jóns á Svarfhóli Halldórssonar annálaritara á Ásbjarnarstöðum, Pálssonar, en kona Halldórs var Þórdís Einarsdóttir Sveinbjörnssonar. Guðmundur Björnsson útskrifaðist úr latínu- skólanum 1896 og sigldi sama sumar til liáskól- ans og nam þar lög. Hann tók þar embættispróf 20. febr. 1902, með 2. einkunn, og kom þegar liingað til lands. Skömmu síðar gekk liann að eiga heitmey sína, Þóru Júlíusdóttur læknis Halldórssonar. Beistu þau bú í Klömbrum i Ilúnavatnssvslu nokkru eftir að Júlíus læknir hafði orðið að flytja þaðan til Blönduóss. Þau liafa eignast 5 börn, og eru þau öll á lífi, mjög efnileg á sínu reki. Þau heita: Ingibjörg; Pjetur Emil Júlíus; Björn; Þnríð- ur Jenny; Karl. Tvívegis þjónaði Guðmundur sýslumannsembætti í Eyjafjarðarsýslu, sumurin 1902 og 1903, því að Klemens Jónsson, er þar var þá sýslumaður, átti sæli á alþingi. Síðan var Guðmundur settur fyrir Skagafjarðarsýslu frá 1. maí 1904 til jafnlengdar næsta ár. En þá (25. maí 1905) var hann skipaður sýslumaður í Barða- strandasýslu, eftirlát Halldórs sýslumanns Bjarna- sonar, og settist þá að á Patreksfirði. Guðmundur sýslumaður hefur mikinn áhuga á öllum framfaramálum, bæði almennum málum, og þá ekki síður þeim, er sjerstaklega varða hjerað hans. Það mun mikið hafa verið fyrir forgöngu hans, er símaálman var lögð til Patreksfjarðar frá ísafirði. Hann hefur og látið sjer mjög ant um vegabætur í hjeraði sínu. Áhugamaður er hann um búnaðarmál og hefur hann meðal annars sýnt það í verldnu með jarðabólum þeim, er hann liefur látið framkvæma á Patreksfirði, með túnræktun, þar sem áður var aðeins stórgrýti og hrjóstur. Hafa þær jarðabætur borið talsverðan árangur, og er þar þó mjög erfitt viðureignar, landið svo illa fallið til ræktunar vegna landslagsins. Áræði hans og karlmenskuhug vottar það, er hann rjeð til uppgöngu við annan mann á botn- vörpunginn enska í fyrra haust, og gjörði með því það, er frekast stóð í hans valdi til þess að fá skipsljóra til að hlýðnast lögum vorum. Og vísl vildi hann í því efni hafa getað mælt við ættjörð vora það, er Úlfur rauði sagði við Ólaf konung Tryggvason: »Þjer vinn jeg það, er jeg vinnlft. Snæbjörn Kristjánsson er fæddur í Hergilsey 14. september 1854. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson (d. 21. mai 1908) og Ingi- björg Andrjesdóttir (d. 27. ágúst 1898) og var hann einkabarn þeirra lijóna. Kristján var sonur Jóns á Kleifum Ormssonar, Sigurðssonar í Langey Ormssonar. En móðir Kristjáns var Kristín dóttir Eggerts bónda Ólafssonai’, er bygði Hergilsey úr auðn. Faðir Ingibjargar var Andrjes í Gautsdal, Guðmundssonar á Kaldrananesi Guðmundssonar, en móðir hennar var Sigþrúður Ólafsdóttir, Sveins- sonar á Kleifum Sturlaugssonar. Snæbjörn naut í æsku nokkuð meiri ment- unar en þá tíðkaðist. Foreldrar hans voru vel við efni, og mun faðir lians hafa helst haft í hyggju að Suæbjörn næmi skólalærdóm. En úr því varð ekki, því að hugur sjálfs hans hneigðist meir að sjóförum og öðrum þeim framkvæmdum, er dug þurfti til og snarræði, heldur en að bók- iðnum, og er lianu þó fróðleiksmaður; sjerstaklega eru honum kunnar og kærar fornsögur voiar. Það hitlistþví einkennilega á, að hann var við rið- inn þann atburð, sem orðið hefur hjer um alt einna líkaslur því, sem segir frá í söguni vorum. Var og framganga hans i viðureigninni við botn- vörpunginn mjög að ágætu liöfð með útlendum lignarmönnum. Snæbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum fram yfir tvítugsaldur og vandist þá mjög sjóferðum, svo sem títt er um eyjamenn, enda mun alment álitið, að hann sje bestur formaður um Breiðafjörð síðan Halliða dbrm. Eyjólfsson í Svefneyjum leið. Fyrir rúmum 30 árum tók Snæbjörn við hreppstjórn í Flateyjarhreppi og hefur haft hana siðan. Hann liefur og lengi átt sæti í hreppsnefnd og sýslunefnd, og um eitt skeið álti hann sæti í amtsráði Vesturamtsins, ýmist sem aðalmaður eða varamaður. Vorið 1878 gekk hann að eiga Guðrúnu Haf- liðadóttur í Svefneyjum og byrjaði þar þá búskap í sambýli við Hafliða tengdaföður sinn. Bjó hann þar þangað til árið 1895, að hann fluttist í Hergils- ey, er foreldrar hans ljetu af búskap. Býr liann síðan á mestum hluta Hergilseyjar og á meirihluta af ábýli sínu; fjekk hann sumt af því að erfðum, en nokkuð hefur hann keypt. Meðan Snæbjörn bjó í Svefneyjum, var hann oft formaður á þilskipi og aflaði þá vel. Síðan Snæbjörn Iluttist aftur í Hergilsey, hefur hann minna gefið sig við fiskiveiðum en áður, þar sem hann hefur nú að sjá um svo stórt bú, en seli hefur hann oft veitt miklu meira en dæmi hafa verið þar

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.