Óðinn - 01.01.1912, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.01.1912, Blaðsíða 4
76 ÓÐINN til áður. Hann er hagleiksmaður og sjerstaklega þykja bátar vandaðir að lagi eftir hann. Hugrekki og dug Snæbjarnar hefur Iengi verið við brugðið, og oftast fer svo, að hann verður íljótt foringi fyrir hverju máli, er hann veitir fulltingi, eða hinn fremsti í flokki andstæðinganna, þar sem hann legst á þá sveifina, enda fylgir liann fast fram, bæði leynt og ljóst, hverju málefni, sem hann tekur að sjer. Snæhjörn er maður gesti-isinn og höfðingi heim að sækja. En hitt er þó enn meira vert, hve hjálpfús hann er við snauða menn; hefur hann oft miðlað mörgum af afla sínum, og er það ættgengt, þvi að bágstaddir menn átlu þar löngum athvarf, er móður hans var. Guðrún kona Snæbjarnar hefur jafnan verið manni sínum samhent að hjálpsemi. Þau eiga góð og efnileg börn; þau hafa alls átt 8 börn og eru 4 á lífi: Ólína Kristín, kona síra Jóns Þor- valdssonar á Stað; Hafliði Þórður á Stað, kvæntur Matthildi Jónsdóttur frá Skeljavik, Einarssonar; Jónas Jón, trjesmiður í Reykjavík; Ingibjörg Guð- rún, heima hjá foreldrum sínum. Einn son mistu þau uppkominn, Kristján Pjetur í Haga (d. 13. febr. 1908, 29 ára) kvæntan Hákoníu Johnsen Hákonardóttur á Hreggsstöðum Snæbjörnssonar. Kristján sál. var einn af þessum ágætismönnum, sem úr öllu vilja bæta. Þeir menn, sem standa jafnframarlega í fylk- ingunni í fjelagslífinu eins og Snæbjörn, fá bæði þakkir og álas, og er hann víst engin undantekning í því efni. En samróma álit mun það vera og verða, að þar, sem hann er, sje sannnefndur höfð- ingi i bændastjett vorri. ^ SL Ketill Ketilsson dbrm. 13. maí 1902 andaðist í Kotvogi í Höfnum í Gullbringusýslu Ketill Ketilsson dbrm., og hafði hann þá búið í Kotvogi mesta rausnarbúi í 42 ár. Hann var fæddur 23. júlí 1823 á Svalbarða á Álftanesi í sömu sýslu. Faðir hans var Ketill Jónsson, nafnkendur dugnaðar- og atorku-maður, bróðir Steingríms bónda á Hliði og þeirra mörgu og merkilegu systkina. Var móðurætt þeirra úr Skagafirði. En móðir Ketils í Kotvogi var Vigdís Jónsdóttir Daníelssonar hins ríka frá Stóru-Vogum. Var hún liið mesta góðkvendi og búforkur. Þau Ketill og Vigdís áttu 3 syni, er allir náðu’ fullorðins- aldri, en báðir voru bræður Ketils Ket- ilssonar andaðir á undan honum. Vig- dís andaðist árið 1828, og bjó Ketill siðan sem ekkju- maður til þess um vorið 1831. Þá fluttist hann með börn sín og bú að Kirkjuvogi í Höfn- um til liúsfreyju Önnu Jónsdóttur dbrm. Sighvatsson- ar í Höskuldarkoti í Njarðvíkum, sem þá bjó ekkja í Kirkjuvogi, fyrst eftir Hákon lög- rjettumann Vilhjálmsson og svo eftir Halldór Gunn- arsson hreppstjóra þar. Varð Ketill Jónsson þriðji maður liennar. Þar ólst Ketill Ketilsson upp með föður sínum og stjúpu sinni, sem gekk þeim bræðr- um í móður stað, ásamt sonum hennar, Vilhjálmi og Gunnari, og urðu þeir allir orðlagðir dugnaðar- menn og merkisbændur. 25 ára gamall gerðist Ketill lausamaður og bygði þá mjög stóran sexæring, sem hann gerði út og var formaður fyrir; liafði hann áður verið formaður fyrir föður sinn. Þá var sjósókn mikil í Höfnum og fór þangað hið duglegasta fólk úr sveitunum, sjerstaklega til þessara þriggja formanna, Vilhjálms, Gunnlaugs og Ketils, sem allir keptu hver við annan, og mun sú sjósókn og þau afla- brögð verða lengi í minnum höfð. Árið 1858 kvæntist Ketill Ketilsson ungfrú Vilborgu Eiríks- dóttur frá Lillalandi í Ölfusi, mesta valkvendi og búsýslukonu. Áltu þau 7 börn. Dó 1 í æsku. 2. er Ketill óðalsbóndi og hreppsnefndaroddviti í Kot- vogi, kvæntur Hildi Jónsdóttur prests Thoraren- sens frá Stórholti í Dalasýslu. 3. er Ólafur lnepp- stjóri, bóndi á Kalmanstjörn, kvæntur Steinunni Ólafsdóttur prests, síðast á Stað í Grindavík. 4. er Viihjálmur Kristinn sýslunefndamaður, bóndi í Kirkjuvogi, kvæntur Valgerði Jóakimsdóttur frá Prestsbakka. 5. er Helga ekkja eftir síra Brynj- úlf Gunnarsson á Stað. 6. er Vigdís, kona Ólafs Ásbjörnssonar verslunarmanns í Reykjavik. 7.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.