Óðinn - 01.01.1912, Blaðsíða 7
ÓÐINN
79
ýmsu inótdrægu, svo sem ástvinamissi og fleiru,
er hann hefur tekið öllu með hinni alkunnu slill-
ingu og jafnaðargeði. Verið líka lengstum heilsu-
góður og hraustmenni.
Eins og áður er á vikið, voru þeir bræður
Einar og merkisbóndinn Jón Sknlason á Söndum,
enda svipaði þeim saman um margt, báðir voru
mestu dugnaðar og reglumenn, merkir og áreiðan-
legir í öllu og fyrirmyndarbændur o. s. frv., nutu
því hylli og virðingar hjeraðsbúa og báru alla æfi
bróðurlega ást hvor til annars.
F. J.
%
Guðmundur Ingimundarson
á Bóndhóli í Borgarfirði er fæddur 21. apríl 1827
í Þingnesi í Bæjarsveit í Borgarfjarðarsýslu. Á
öðru ári fluttist liann með foreldrum sínum út á
Akranes og misti þar föður sinn í sjóinn, þegar
hann var á 8. árinu. Síðan var hann með móður
sinni til 14 ára aldurs, að hann fluttist sem vika-
drengur að Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi. Á bæ
þessum dvaldi bann í 61 ár, 17 ár sem vinnu-
maður og 44 ár í lijónabandi, með konu sinni
(iuðbjörgu Guðmundsdóttur; eignuðust þau 9 börn
og eru 4 þeirra á lífi, þar á meðal Eiríkur bóndi
i Bóndliól. Son sinn, Ingimund, misti Guðmundur
í sjóinn, 26 ára gamlan, fyrir 22 árum, mjög eíni-
legan mann.
Guðm. Ingimundarson stundaði sjó í 34 vetrar-
vertíðir sem formaður í Keflavík; á þeim árum
bjargaði hann þrem mönnum úr sjávarháska; var
formaðurinn Magnús, móðurbróðir Ólafsens í
Keflavík. Forsöngvari var G. I. í full 30 ár í
Borgarkirkju.
Heyrt hef jeg, að hann hafi verið faslheldinn
við gömlu lögin og ekki verið um hinn nýja söng,
sem var að ryðja sjer til rúms á forsöngvaraárum
Guðmundar. Hafi þá verið fenginn afbragðssöng-
maður einn, »mesti hljóðavargur«, til þess að byrja
nýja sönginn, þó G. I. vildi lialda hinum gamla;
hafi þeir báðir byrjað jafnsnemma við messu-upp-
haf, sinn á hvoru lagi (G. I. á hinu gamla en
hinn á hinu nýja) og G. I. sjeð sitt óvænna með
að halda sínu fyrir hinum; hafi hann þá hlaupið
upp á bekkinn, sem þeir sátu á, og þannig haft
yfirhöndina og haldið sínum söng all-lengi eftir það.
Guðm. er lágur maður vexti og ekki þrekinn,
en kviklegur á fæti og eldsnar í snúningum, aug-
Guömundur Ingimundarson.
un góðleg, dökkbrún á lit og eldfjörug. Pegar
mynd sú, er hjer er sýnd af G. I., var tekin, var
hann að leggja af stað úr Reykjavík fótgangandi í
svo mikilli snjó-ófærð að hann varð að ganga
með sjó fram alla leið upp i Borgarfjörð, og var
hann þá að byrja 81. árið. Ferðinni lauk hann á
hálfum þriðja degi. Síðastl. vor gekk hann suður
í Keflavík.
G. I. mun vera einn ineð elstu mönnum, sem
nú lifa, er tíðkuðu »gömlu lögin« og kann hann
ógrynni af þeim. Fyrir nokkrum árum gaf hann
mönnum kost á að heyra þau opinberlega lijer í
»Bárubúð« og dáðust menn mjög að hinum skæru
og fögru hljóðum, sem gamli maðurinn liafði, þó
áttræður væri. Varð þetta til þess, að vinur hans
einn hier í bæ fjekk hann til að syngja þau inn
í grafófón, þar sem þau geta geymst um aldur og
æfi til minja uin hann og lögin sjálf.
J. P.
Sí
Steinn Skaftason.
Af Englandi hjelt hann með hlaðinn knör,
því hildingi þótli’ liann við tign sína keppa.
Hann elskaði heitast sitt frelsi og fjör
og fjekk ekki unað við gislings-kjör
þá Ólafur vildi’ hann á vald sitt kreppa.
Frá kóngum og erlendri upphefð og frægð
nú alfrjáls hann stefndi á syngjandi hafið;
á drekanum flutti hann dýrgripa nægð,