Óðinn - 01.10.1917, Side 1

Óðinn - 01.10.1917, Side 1
OÐINN Bórhallur Bjarnarson biskup og Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú. í maíbl. »Óðins« 1906 var mynd af Þórhalli Bjarnarsyni biskupi, þá lector, og grein um hann eftir G. Björnson landlækni, en þessi mynd, sem hjer fylgir, er yngri, mun vera tekin um það leyti sem hann varð biskup, en hann var skipaður í bisk- upsembættið 19. sept. 1908 og vígður hjer í dómkirkjunni af fyrirrennara sínum 4. okt. s. á. Gegndi hann biskupsembættinu i rúm 8 ár, eða til dauðadags, því hann andaðist kvöldið 15. des. 1916, eftir rúm- lega hálfs mánaðar sjúkdómslegu. Eftir lát Þórhalls biskups hafa komið fram um hann í blöð- unum inargar grcin- ar, en rækilegast er hans minst í þ. á. »Andvara«, í ritgerð eftir Magnús Helga- son skólasljóra, sem Pórhaiiur Bjar hafði verið honum nákunnugur alt frá æskuárum, því þeir voru bekkjar- bræður í Latínuskólanum. Þangað her því fyrst og fremst að vísa þeim, sem leita upplýsinga og dóma um æfistörf Þorhalls biskups. En hjer skulu að eins teknir upp smákaflar úr þeirri ritgerð: »Mesta »nauð í biskupsdómi sínum« hafði Þór* hallur biskup af sundrung þeirri, er magnast hefur í íslensku kirkjunni á síðustu árum af ágreiningi um trúarskoðanir milli gamallar guðfræði og nýrr- ar sem kallað er. Deilur um þau efni meðal kenni- manna kirkjunnar voru honum hugraun, og því meira sem lengra leið á æfi hans. Gerði hann alt, sem í hans valdi stóð, til að stilla til friðar í þeim efnum og skirra vandræðum, ekki einungis hjer á landi heldur einnig vestan liafs. Hlaut hann oft ámæli fyrir og var brugðið um stefnuleysi. En það var ófyrirsynju. Eng- inn gat verið í vafa um, hvoru megin hann var í þvf máli, þó að hann vildi eigi bera vopn á þá, sem voru annarar skoð- unar. Honum sýnd- ist himinn guðs nógu víður til þess að hvorirtveggju mæltu ágætlega komast fyr- ir undir honum, og meira en nóg þarfara verkefni og sam- boðnara lærisveinum Jesu en að þrálta narson biskup. sm a milli. Að ísl. kirkjanliðaðistsund- ur i deilandi llokka og boðskapur kristindómsins til þjóðarinnar yrði jag um trúarlærdóma, til þess var honum þungt að hugsa .... Mörgum, sem þektu Þórhall biskup á skólaárunum, mun hafa litist svo í fljótu bragði sem mjög væri skift um skap hans á efri árunum, víkingurinn rauði orðinn hógvær

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.