Óðinn - 01.10.1917, Page 4
52
ÓÐÍNN
trú einni megni að gera — fremur en trúarkenning
nokkurs annars kirkjuflokks. Jeg vil nú reyna í
sem stytstu máli að skýra þau aðalsannindi, sem
þessi trúfræði er grundvölluð á.
Guð. Vjer trúum ekki á þrenningarfræðina, eða
þríeina persónu guðs. Vjer látum oss nægja sömu
trúna og Jesús hafði — þá trú, sem ómar frá
hæstu hugsunum vorum og dýpstu tilfinningum.
Vjer trúum á guð sem föður vorn — guð, sem
ávalt er fús að heyra andvörp vor, hjálpa oss og
varðveita oss, það er guð vorrar drottinlegu bænar.
Vjer trúum, að staðfesting hans nærveru sjáist
nú jafnljóslega eins og hún sást fyrir tveimur
eða sex þúsundum ára. Vjer trúum að hann tal-
aði til hreinna og trúrra sálna í gamalli tíð, og
vjer trúum, að hann ennþá tali til allra, sem heyra
vilja hans röddu. Vjer trúum, að allir, sem með
hreinskilni leita hans í hans föðurkærleika og
speki, muni finna huggun í sorg sinni og styrkleik
í breyskleika sínum.
Vjer þykjumst ekki gerþekkja guð. Því til eru
leyndarmál, sem vjer getum ekki leyst. Vjer látum
oss nægja það, sem vjer sjáum í opinberun nátt-
úrunnar, í orðum og gerðum viturra manna og í
þögulli reynslu vorra eigin sálna. Vjer viljum bíða
með þolinmæði, starfa með trúlyndi þangað til
að honum þóknast að opinbera oss meira.
Jesús. Sögunum um Jesús yfirnáttúrlega getnað
og fæðing gefum vjer ekki mikla þýðing fremur
en kraftaverkasögunum eða hans líkamlegu upp-
risu. Vjer lesum ekki guðspjöllin án skynsamlegs
gagnrýnis; heldur álítum vjer Jesúm eins og síns
lands og tíma mikla siðbótamann — prestavalds-
ins vandlætingasama mótstöðumann, vin hinna
snauðu og þjáðu, syndara og sorghlaðinna mis-
kunnsaman frelsara, einarðan óvin alls þröngsýni sog
skinhelgis, sjálfselsku og harðstjórnar, boðbera
frelsisins fagnaðarboðskapar um frið og kærleika;
í einu orði kennara, sem kennir oss, hvað mann-
kynið geti og eigi að verða fyrir hreinskilinn
áhuga eftir að gera skyldu sína og ná fullu og
rólegu trúnaðartrausti á guði.
Vjer elskum Jesúm og göfgum hann fyrir sjálfs-
fórnarlíf hans, fyrir hina blessuðu hreinu kenn-
ingu, sem hann kendi, og fyrir það hugrekki og
trúartraust, sem fylgdi honum fram í dauðann.
Vjer sjáum í Jesúm þann sem guð sendi, fræðara
mannkynsins, af því að vjer sjáum 1 honum
manneðlið eins og það er, þegar það nær hámarki
sínu, og fyrir því, að trú hans á guð, föður vorn,
Aflstöðin við Rjúkanfossinn í Noregi.
Hjer er sýnd aflframleiðslustöðin við Rjúkanfossinn
í Noregi, sem er stærsta verknaðarfyrirtæki Noregs, og
ofan til er mynd af forstöðumanni fyrirtækisins, Sam.
Eyde, sem einnig vann mest að því, að koma fyrirtæk-
inu á stofn, en helstu samverkamenn hans voru þeir
Birkeland prófessor, sem einnig er mynd af hjer í blað-
inu, og Scott-Hansen verkfræðingur. Aílframleiðslustöðin
er nú bráðum 12 ára gömul. Þegar hún hjelt 10 ára af-
mæli sitt, 2. des. 1915, veitti hún atvinnu 4000 mönnum,
og fjelagið, sem er eigandi fyrirtækisins, rjeð þá yfir
vatnskrafti, sem nam 300-þús. h.a. En stórfje kostar það,
svo sem kunnugt er, að koma slíkum fyrirtækjum á stofn.
og á manneskjurnar, sem syni guðs og bræður,
eru þau æðstu hugtök, sem vjer þekkjum í trú-
arbrögðum.
Maðurinn. Vjer skoðum jnennina eins og verur
með ábyrgð; með ábyrgð sjálfra sin vegna og
gædda frjálsræði og sjálfsákvörðun. Vjer trúum
eins og Jesús, að allir menn sjeu guðs börn. Sjer-
hver vor eigi í sjer eitthvert korn af góðu, sem vor
skylda sje að láta gróa. Eins og allir aðrir kristnir
menn, karlar og konur, játum vjer með sorg og
sársauka, að vjer einatt lirösum hvað skyldurækni
vora snertir; vjer sjáum kringum oss margar vol-