Óðinn - 01.10.1917, Qupperneq 5

Óðinn - 01.10.1917, Qupperneq 5
ÓÐNIN 53 Birkeland prófessor. í sumar andaöist austur í Tokio einn af frægustu visindamönnum Noregs, Kristian Birkeland, prófessor í eðlisfræði við háskólann í Kristjaniu. Hann hafði verið eitthvað að undanförnu við rannsóknir i Egyftalandi, og þaðan fór hann austur, en ætlaði heimleiðis á Síb- eriujárnbrautinni. Birkeland var fæddur 1867 og fjekk pról'essorsembætti við norska háskólann 1898. Hefur hann gert ýmsar merkilegar uppgötvanir á sviði raf- magnsfræðinnar, og ásamt Sam. Eyde fann hann aðferð þá, sem síðan er notuð til þess að vinna áburðarefni úr loftinu, og fyrir þá uppfundningu varð hann heimsfrægur maður. — Hjer á myndinni er Birkeland prófessor sýndur í efnarannsóknarstofu sinni. aðar og spiltar sálir, sem vilst hafa af rjettum vegi, en vjer liöldum oss fast við trú Jesú, að ekkert hjarta sje svo hart, engin sál svo spilt, að eigi finnist kjarni kærleikans eða einhver vitund af góðleik eftir. Það er trúarinnar köllun að finna þessa vitund og lífga hana og glæða, að finna þennan neista og láta hann verða að loga; það er það sem vjer meinum, er vjer tölum um sáluhjálp. Vjer erum einráðnir í því að standa eða falla með því, sem skynsemi mannsins segir að sje satt, sem samviska mannsins segir að sje rjett, og sál- arinnar undrun og undirgefni álítur hið æðsta og besta. Vjer trúum því, að hinir andlegu hæfileikar vorir sjeu oss af guði gefnir, og hinar bestu þakkir, sem vjer getum guði goldið fyrir þá, er að neyta sem best allra hans gjafa. Biblían. Vjer skoðum hin hebreisku og kristnu rit í hinu gamla og nýja testamenti eins og hið stærsta og besta safn heimsins af trúarbragðabók- mentum. En vjer meinum ekki, að alt, sem guð hafi sagt, standi í þeim, eða guð hafi sagt alt, sem þar stendur. Vjer látum oss ekki miklu skifta, þó að vísindin hreki, sagan neiti og siðfræðin fyrir- dæmi ýmislegt, sem stendur í biblíunni, því þegar vjer gerum oss grein fyrir vísindalegu þroskaleysi þess tíma, anda hans og siðgæðis, mega þess konar villur ekki undra oss. Oss þykir mikið koma til sögunnar um forfeðurna, því þær segja oss frá liinum einföldu lifnaðarháttum þeirra tíma; oss gleður að lesa spádómsbækurnar, af því þar sjáum vjer endurskin hinnar andlegu umvendunar hreinna og guðrækinna sálna. Vjer sökkvum oss niður í Iestur guðspjallanna, því við þau hafa orðið áhangandi svo margar og margvíslegar trúarstefn- ur. Vjer elskum þau, af því þau segja oss frá Jesú, af því þau fá oss til að trúa á góðleik mannanna og hjálpa oss til að finna guðs föður vors nálægð og kærleika. Eilift lif. Fyrir trú vora á guðs föðurkærleika og umhyggju er oss eðlilegt að horfa til liins eilífa lífs með von og trausti. Vjer getum ekki — þorum ekki að trúa því, að vor himneski faðir geri nokkurt af sínum börnum eilíflega ófarsælt. Vjer trúum því, að hið komandi líf sje undir því komið, hvernig vjer neytum þeirra gáfna og skil- yrða, sem guð hefur gefið oss í þessu lífi. Rjett- látur guð getur ekki leyft að sumir verði útvaldir en aðrir fyrirdæmdir. Vjer fögnum í þeirri trú að þau guðs börn, sem lengst hafa vilst í syndinni, muni um síðir kom- ast heim til föðursins. Vjer vitum ekki hve langur lími það verði, heldur höldum vjer oss fast við vonina um það, að það sje guðs vilji að allar hans skepnur verði frelsaðar. Vjer höfum skilyrð- islaust það traust á guði, að sannleikurinn vinni fullan sigur yfir lýginni og gæskan yfir hinu illa. Trú vor á gæsku guðs og rjettlæti gerir ómögulega trúna á persónulegan djöful og eilíft helvíti. Trú vor. Vjer trúum fastlega, að þessi skoðun á trúarbrögðunum sje nákvæmlega samhljóða bestu

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.