Óðinn - 01.10.1917, Qupperneq 6

Óðinn - 01.10.1917, Qupperneq 6
54 ÓÐINN hugsunum og tilfinningum vorra tíma. Hún er samhljóða kristindóminum eins og Kristur kendi hann. Hún er einfalt en aðlaðandi og vonarfult fagnaðarerindi. Vjer trúum að þessi skoðun muni efla og betra æðsta og besta hluta mannkynsins, — að hún verði fær um að fullnægja mönnum hundruðum og þúsundum saman, sem tilheyra engum kirkjum nú sem stendur. það er vor skylda við guð, samvisku vora og meðbræður, að nota hvert meðal, sem stendur í voru valdi, til að útbreiða og styrkja áhrif þessar- ar trúar. Og þegar þeir, sem með oss eru, sýna trúfesti og þolgæði, munu þeir brátt fá íleiri og fleiri áhangendur meðal þeirra, sem nú eru á móti oss, hvort heldur sakir vanþekkingar eða hleypi- dóma. Veröldin hefur þörf á trú, sem boðar gæsku, kærleika, rjettlæti, gleði og frið, — trú, sem viður- kennir lífsins kröfur og góðu viðleitni, fagnaðarer- indi, sem gefur rúm öllu, sem skynsemi mannsins segir sje satt, öllu, sem samviskan segir sje rjett, og öllu, sem sálin finnur að er heilagt. Þetta fagn- aðarerindi viljum vjer birta og boða í riti og ræðu, og ef auðið er í breytni og framferði dag- legs lífs. M. J. 0 Ferð upp á Akrafjall. Eftir Guðmund Magnússon. I. Akrafjallið. Það er lítil mannraun að ganga upp á Akrafjall og heldur er það rýrt til frásagnar. Nærri liggur að segja, að hver meðal-hreppakerling, sem ann- ars hefur fótavist, sje fær um það. Þó ganga þang- að fremur fáir, að minsta kosti hjeðan úr Reykja- vík. íslendingar eru yfirleitt fremur lítið hneigðir fyrir fjallgöngur, fram yfir það, sem nauðsyn kref- ur. Það sýnir sig best á því, að til eru enn þá fjöll á landinu, sem enginn maður hefur komið upp á, og enn fleiri, sem að eins útlendingar hafa komið upp á (þar á meðal Herðibreið á Mývatns- öræfum). Mönnum virðist ekki skiljast það yndi, sem íjallgöngur hafa í för með sjer, svo að þó að fjöllin sjeu rjett við, finst mönnum ekki ómaksins vert að ganga upp á þau. Esjan er nær Reykjavík en Akrafjallið, og þekki jeg þó fremur fáa, eftir 19 ára heimilisfestu í Reykjavík, sem gengið hafa upp á hana. Súlurnar hafa nokkrir heimsótt, enda eru þær frægustu útsýnistindarnir hjer nærlendis. Heng- illinn mun þó hafa dregið fiesta að sjer. Jeg man ekki eftir neinum í svip, sem gengið hefur upp á á Skarðsheiði, — af þeim mönnum hjer í Reykja- vík, sem jeg þekki. Þó er áhugi fyrir fjallgöngum fremur að færast í vöxt, sem betur fer. Það leiðir eðlilega af vax- andi fylgi þeirrar kenningar, að allar líkamshreyf- ingar í hreinu lofti sjeu hollar, einkum þeim, sem annars eiga við miklar kyrsetur að búa. ()g jeg þekki ekki allfáa unga menn og röska, sem mjög iðka bæði fjallgöngur og aðrar langar og erfiðar göngufarir á hverju sumri. Einum þeirra finst svo mikið til um Esjuna, að hann hefur gengið um hana fram og aftur hvert sumarið eftir annað. Þannig breytast tímarnir. Þegar jeg kom liingað fyrir 19 árum, þá dálítið vanur fjöllum af Aust- fjörðum, þótti það ganga Jlónsku næst af mjer, að vera að slíta skóm og sokkum á því, að ganga upp á fjöllin hjerna í kring, og erfiðlega gekk mjer að fá kunningja mína með mjer. Þeir nenlu því ekki. Vildu fyrst fá að vita hvort nokkuð verulegt sæist þaðan; — hvort þetta væri til vinnandi. Og dár var reynt að gera að mjer í einu höfuðstað- arblaðinu fyrir það, að hafa gengið austur á Hengil og hvatt aðra til að leita þangað einnar ánægju- stundar — og það af manni, sem aldrei hafði nent þangað sjálfur. Þá lá sú þjóðtrú á, að 18 kirkjur sæjust af Henglinum, og þráttuðu menn um það sín á milli, hvort satt væri. Ekki taldi jeg kirkj- urnar, en þaðan sá jeg í fyrsta skifti yfir Suður- landsláglendið og heiðarnar norður af því, alla leið austur i Valnajökul. Og þaðan sá jeg þá heims- frægu Heklu í fyrsta skifti. Fjallgöngurnar freistuðu mín langt fram eftir æf- inni, og að fám árum liðnum eftir að jeg settist að lijer í Reykjavík var jeg búinn að ganga upp á ílesl fjöllin lijer í nágrenninu (nema Súlurnar) og mörg í öðrum hjeruðum. Akrafjallið stóð enn þá og storkaði mjer, en nú var jeg farinn að eld- ast og þyngjast á fæti. Jeg fór því á stað í sum- ar, mest í því skyni að halda ofurlítið próf á skrokknum á mjer, hvers jeg væri enn þá megn- ugur. Jeg hafði ekki reynt á mig í þessari grein síðan sumarið 1914 að jeg gekk upp á Bjarnarfell við Geysi. Ekki er vert að láta mikið af einkunn- inni, sem jeg varð að gefa sjálfum mjer, og ekki vildi jeg leggja til samferðar við unga menn og

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.