Óðinn - 01.10.1917, Síða 7

Óðinn - 01.10.1917, Síða 7
ÓÐINN 55 röska. Þó komst jeg þangað sem jeg ætlaði mjer, og hafði ekkert annað en gott af áreynslunni. Komist hef jeg að því, að til eru þeir menn, þótt vafalaust sjeu þeir færri en jeg vildi, sem gaman hafa af því, að fylgja mjer eftir í hugan- um á ferðum mínum, þótt engar sjeu það svaðil- farir. Ef til vill vildu þeir þá líka fylgja mjer í anda upp á Akrafjall — og fara þangað sjálfir á eftir. Það er þó ekki þeirra vegna eingöngu, sem jeg skrifa þessar línur. Jeg skrifa þær mest handa sjálfum mjer til ellidaganna eða heilsuleysisdag- anna, sem óðum nálgast. Þá, þegar — »fastur má jeg við fletið lafa«, vona jeg að geta ljett huga minn við gamlar ferða-endurminningar. En ininn- inu má jeg aldrei treysta. Það geymir ekki á ör- uggum stað neitt, nema helst það, sem valdið hefur huga minum sársauka. Gleðistundirnar vilja mást úl. — En verði línurnar prentaðar, er það öðrum að kenna. II. I norðan roki. Einn af vjelbátunum við Faxaflóa heitir »Svan- ur II.« Nafnið ber hann með prýði, því að hann er mjallhvítur fyrir ofan sjó og með mjallhvítum seglum, hnarreistur á sjónum, fagurbrjóstaður og ber sig vel, þótt ekki sje hann stór. Hann kvað vera um 28 smálestir og hefur »Alpha»-vjel með 48 hesta afli. Hann kom nýsmíðaður frá Danmörku í vor (1917), gerði meydómsferð sína yfir úthafið, fylgdarlaus, hitti hvergi þýskan kafbát og hvergi enskan vígdreka, og komst alla leið án þess að lenda í nokkru áfengis-æfintýri. En í miðju hafi hjó hann niðri á einhverju, líldega llaki af soknu skipi, sem vel hefði getað riðið honum að fullu, hefði illa tekist til. Bátinn á Loftur kaupm. Loftsson, en skipstjór- inn er Hákon Halldórsson, einn af þessum þaul- reyndu og gætnu, gömlu skipstjórum við Faxaflóa, sem ókunnugir menn fá brátt virðingu fyrir og traust til. Hásetarnir voru allir islenskir, rösklegir og mannvænlegir menn, og vjelstjórinn var austan undan Eyjafjöllum. Oftar hef jeg farið með út- lendum skipum en innlendum, og jeg ætla ekki að skjalla islensku sjómennina þólt jeg segi, að mjer finnisl þeir, sem jeg hef sjeð til, bera af stjettar- bræðrum sínum á útlendu skipunum eins og gull af eiri. Jeg segi ekki með þessu, að þeir sjeu betri sjómenn, því að um það er jeg ekki bær að dæma, en menningarbragurinn á þeim er miklu meiri og viðmótið miklu frjálsmannlegra. Ef til vill á þetta rót sína i því, að þeir eru ekki eiginlega uppaldir á sjónum, og eru þar ekki nema nokkurn hluta ársins — sumir fremur sem gestir en heimamenn. Þeir mannast á landi, í kaupstöðum eða á góð- um sveitaheimilum, fá talsverða skólamentun og læra háttprýði góðra manna. Og mörg dæmi veit jeg þess að þeir eru samt færir um samkepnina við útlendu sjómennina, hvar sem þeir koma fram. Yfirleitt munu þeir vera íslandi til sóma. Með þessum bát tók jeg mjer far »upp á Akra- nes« — eins og það er kallað í Reykjavik. Það var 21. ágúst. Þá hafði guð um marga daga bless- að Suðurland með látlausum norðanstormi og þurki — þurki, þessari blessun, sem er svo fágæt um heyskapartímann á Suðurlandi. Mikil var gleð- in bæði til sjávar og sveita hjer syðra yfir þessum langþráða — og nú langvinna — þurki, og nú voru margar hendur látnar standa fram úr ermum við heyið, fiskinn, móinn, og hvað eina, sem þurka þurfti. En dýr var þurkurinn landinu samt, því að þessi norðangarður gjör-eyðilagði sildaraflann við Norðurland um nærri mánaðartíma. Það er ekki í eina skiftið sem Suðurland og Norðurland gela ekki komið sjer saman um veðrið. Það, sem öðr- um er til hags, er hinum til baga. Sameiginlegir hagsmunir allra hjeraða landsins eru fáir, og veðr- áttan virðist síst þess megnug að bæta úr þeim. Þennan dag var einna hvassast. Þegar jeg kom út í skipið, var svo hvast, að það skóf upp úr höfninni kringum bátinn, í hlje við Örfiriseyjar- garðinn. Skipstjórinn var áhyggjufullur. Honum þótti hvast. Ekki svo að skilja, að hann væri hræddur um, að báturinn drægi ekki »upp eftir«, lieldur hitt, að liann mundi brenna helst til mik- illi steinolíu, en hún er dýr núna, eins og allir vita. Þó kvaðst hann fara mundu. Og skömmu eftir að jeg var á skip kominn, var farið að taka til á þiljunum og loka hlerunum yfir lestaropinu — því búast mátti við óþyrmilegri ágjöf. Á 28 lesta vjelbát er ekki við miklum farþega- þægindum að búast, eins og hver maður getur skilið. Stýrishúsið er á afturþiljum, rjett framan við aftursigluna. Þar stendur sá, er stýrir, og horfir gegnum glerrúður fram eftir skipinu og frain und- an því. 3—4 menn geta staðið þar hjá honum, án þess að hindra hann að verki sinu. í gólfinu öðru megin er hleragat og úr því stigi ofan í of- urlítið herbergi, sem á hrogna-íslensku er nefnt

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.