Óðinn - 01.10.1917, Blaðsíða 8
56
ÓÐINN
»káeta«. Þar neðri er búið um 2 menn, en 4 geta
þó legið þar, ef ekki eru gerðar miklar kröfur til
þess hvernig um þá fari. Boðið var mjer að vera
þar niðri og lagað til á öðrum bekknum svo að
jeg gæti lagt mig þar, ef jeg vildi. Jeg þakkaði
boðið, og ljet það eftir þar niðri, sem jeg vildi við
mig losa. En uppi vildi jeg heldur vera meðan
jeg gæti. Mig langaði til að sjá sjóinn í hvössu
veðri. Það hefur lengi verið mín kærasta sjón, og
nú hafði jeg ekki sjeð hana árum saman nema
ofan af landi.
í hafnarmynninu rjeðist rokið á okkur eins og
illfygli. Þar byrjaði fyrsta atlagan í sókninni og
viðtökurnar voru ekki mjúkar. Á þiljum var ill-
stætt fyrir hvassviðri og talsverð undirylgja inn
úr sundunum. Lítill vjelbátur var þá um leið að
tara út úr höfninni með leðjupramma hafnargerð-
arinnar, sökkhlaðinn, aftan í sjer. Hann stritaði og
másaði, og »tommaði« varla. Yíir leðjuprammann
braut eins og sker. Slíkir jálkar eru þungir í taumi.
í sömu svipan öslaði fram hjá okkur annar vjel-
bátur með uppskipunarbát aftan í tejer, fullan af
vörum úr »Pensylvania«, sem þá la á ytri höfn-
inni. Slík umferð minti í svip^a umferðina um
höfnina í Leith, þegar bún/er opin (á flóðinu),
enda kemur það nú oft fyrir( að annríkið á Reykja-
víkurhöfn gefur lítið eftir/Stórborga-annríkinu ann-
arstaðar. Við skiluðum/okkur fljótlega fram hjá
þessu öllu saman, stefndum beint í storminn og
kvikuna og sáum Reykjavík og alt, sem henni
lieyrði til, smá-þokast aftur undan.
Pað er skemtilegt að vera úti á sjó í hvössu
veðri, þegar skipið er gott og alt í lagi, svo að
ekkert þarf að óttast. Salt sædrifið er hressandi,
og það er þá lítill lífsþróttur í manni, ef hann
vaknar ekki við og tekur sinn þátt í baráttu skips-
ins gegn blindum náttúruöflunum. Pó ekki sje mað-
urinn annað en farþegi og landkrabbi, finst hon-
um til um sig, eins og hann eigi einhvern þátt í
sigursæld þeirrar sóknar, sem hjer er háð. Hug-
vitið, sem kent hefur mönnum að mæta höfuð-
skepnunum og komið þeim svo langt á leið sem
nú er komið til þess að verða þeim hvervetna yfir-
sterkari, er sameign alls mannkynsins. Heiður-
inn allra eign. Þetta er eitt af því marga, sem
fyrri kynslóðir hafa smám saman látið okkur í
arf, en við erum að ávaxta og eigum síðan að af-
henda næstu kynslóð. »Svanur« spyrnti sjónum
sterklega frá sjer. Reiðinn tók mikið á sig og bát-
urinn var tómur og hár á vatni. Hvað eina,
sem stormurinn náði til, jók vjelinni erfiðismuni,
við líka, mennirnir á þiljunum, en áfram, áfram
kepti hann eins og viljugur hestur, og áfram sótt-
ist honum, seigt og fast, þrátt fyrir marga þunga
löðrunga, sem öldurnar gáfu honum. Sólin blikaði
á hann, mjallhvítan og rennvotan, og í sædrifinu
stjórnhorðsmegin stóð regnboginn eins og sjálf-
sagður förunautur.
Framan af hjelt jeg mig í hlje við stýrishúsið;
mjer fanst jeg vera til helst til mikilla þrengsla
þar inni, og ekki heldur sjá eins vel. En ekki þótti
mjer vistin þar góð, því að þangað lagði olíusvækj-
una frá vjelinni. Svo fann jeg upp á því, að flytja
mig fram á hnífil. Par þykir mjer jafnan skemti-
legast að standa þegar skipið brunar áfram, og þar
var nú minst ágjöfin. Mjer er sem jeg sjái á eftir
sjálfum mjer fram eftir þilfarinu, innan um alt
það drasl, sem þar varð á vegi minum: steinoliu-
tunnur, lausar fjalir, bunka af snyrpinót um þvert
skipið, akkerisfestar o. s. frv. Fótaburðurinn er
ekki lipur hjá þeim, sem ekki koma á sjó nema
einu sinni á ári, og varla það. Svo var jeg að reyna
að varast að óhreinka fötin mín alt of mikið,
því að ekki hafði jeg til skiftanna. Nú — fram á
hnífil komst jeg slysalaust og fjekk þar ágæta að-
stöðu í hlje við samanbundna fokkuna. Par var
skemtilegt að vera í slíku veðri. Par horfðist jeg
í augu við hvítfreyðandi öldurnar, sem allar komu
á móti okkur. Jeg varð voteygður af því að stara
þannig beint gegn storminum, og átti fult í fangi
að missa ekki af mjer húfuna. — En hjer fyltust
þó ekki augun af sandi eins og heima á höfuð-
staðargötunum í slíku veðri. — Pað var svipaðast
því að vera í stórri rólu uppi yfir auðum, freyð-
andi sjónum. Vírstrengurinn, sem jeg hjelt mjer í,
titraði eins og hörpustrengur. Báturinn hóf sig og
hóf á öldunni þar til hann skall ofan af henni og
hjó sig inn í næstu öldu. Pá gaus sjórinn yfir mig
og aftur eftir endilöngum bátnum, þar til megin-
hluti rokunnar skall á rúðunum á stýrishúsinu.
Pessi leikur tók sig upp aftur hvað eftir annað.
Tilfinningin er undarleg sem grípur mann þegár
skipið þannig sígur niður undir fótum hans, eins
og það, sem hann stendur á, sje að svíkja. Pað
er sem maður sje ekki fyllilega við því búinn að
fylgjast með í fallinu. Einkum finst innýflunum
þetta óviðfeldið. Áhrifin eru þó minni, þegar mað-
ur horfir á orsökina. Flestir venjast þessu svo, að
þeir verða þess varla varir. Öðrum er það sífeld
orsök til sjóveiki.
Eftir harðan barning í rúmar tvær klukkustundir
vörpuðum við akkerum á Lambhúsasundi á Akra-
nesi. Petta hafði þokast áfram, þótt stint bljesi á
móti, og enn var svo hvast, að sjóinn skóf fast
uppi við landsteinana, þar sem þó stóð beint fram
af. í slíku veðri hefði enginn mátt til barnings
hugsa á róðrarbát. Þetta megna vjelbátarnir meira
en mannsaflið.
Á leiðinni í land sá jeg það, sem mjer annars
kom ekki svo mjög á óvart. Hásetarnir, — þessir
glöðu, rösklegu drengir, sem mjer leist svo vel á,
— voru sýnilega öðru vanir en taka barninginn
með árum. Mjer fanst þeir »taka Iagið« meira af
kappi en lægni. Róðraræfingar fyrir sjómenn á
vjelskipum og gufuskipum væru vafalaust mjög
þarfar.
(Frh.)
Prentsmiöjan Gutenberg.