Óðinn - 01.02.1918, Síða 6
86
ÓÐNIN
Nokkur kvæði.
Skin eftir skúr.
Leiftrandi regnvatn um ljósrauðu múlana sitrar,
loftauðnin blánar hátt yfir melum og dýjum.
Glóhvítur sólfoss brýst undan bládökkum skýjum
beint oná hafið, er barnslega órólegt glitrar
Eyjarnar teygja sig blautar úr skúranna baði.
Blikar á dranga, lengst út við fjarðarins mynni. —
Jörðin er aftur telpa, er sólglöðu sinni
syngjandi fuglana eltir á grænkandi hlaði.
Skínandi hreinar, sem brosið á nýþvegnu barni,
blómkrónur hálffeimnar gægjast úr stráanna felum,
með augunum biðja, að enginn þeim ljóskossins varni.
Angandi blómkollur, gættu þín, búðu svo vel um,
að suðandi randaflugan þig fái’ ekki bitið,
sú ferlega Grýla er sólgin í ilminn og glitið.
Vísa.
Regnið grjet og grætur
gluggann blauta við.
Oma í eyrum lætur
angist, sorg — og frið.
Horfnar, hljóðar nætur:
hranna dulan klið.
Sár og sárabætur.
Sól og skuggalið. —
Harma rakna rætur,
rýmkast Ijóssins svið.
Svefninn vær og sætur
syngur hjarta grið.
Regnið grjet og grætur
gluggann blauta við.
Grískir víkingar.
(1200. f. Kr.)
Blikar á árar. Geiglaus skeiðin skríður.
Skínandi seglin dúfa í bláum öldum
Grikksalts. Af eiri slegnum skinnaskjöldum
skýtur upp gneistum. Froða á stafni sýður.
Vopn eru fægð og slál að stáli ríður,
Sterklega er skylmst af hetjusonum völdum,
lokkbjörtum, háum. Inni í augum köldum
ágirni fjár og nýrra Ianda bíðnr.
Egyftaland í bláum fjarska blundar;
breiðstrætótt dregur æsku norðurgrundar
stólkonungs setrið, borgin hundrað hofa.
Pálmanna lauf við blæ sem brúðir gráta.
Bein hinna föllnu á gulum auðnum sofa.
Oráðin starir eilíf Sfinxar gáta.
Sumarkoma.
(Úr »Árstiðunum« eftir Kalidasa.)
Kom hingað, ást mín, undir laufa skugga.
Hin angansvala nótt er liljóð og löng.
í gleði vorsins vaka skulum saman,
er vínið skín við strengjaslátt og söng.
Silkibelti um bogadregnar mjaðmir,
á brjóslsins öldum perlutunglskin hlær;
ilmstraum myrru anda mjúkir lokkar,
lil ástanautna er þú mjer færist nær.
Við sjerhvert spor þitt glamra gullnir liringar,
um grannan fót er rósrault hörund breitt.
Stolt eins og svanur svífur þú um skóginn,
og sjónir brenna, vanginn glóir heitt.
Er nokkur sú, að sviði ei þrá í taugum
við sandelsilm frá þínum hvíta barm.
Jeg blómasveiginn sje um ávalt enni
og undir Ijettri slæðu hlýjan arm.
Lát hjúpinn falla onaf öxlum þínum,
svo ungu brjóstin megi hvelfast frjáls.
Grannvöxnum limum hæfa’ ei fata fjötrar,
og fegurð þinni’ eg beygi knje og háls.
Nú hvílir fugl á grænum, þjettum greinum
og golan sefur rótt hjá vatnsins strönd.
Við slrengjaslátt og vín í nautn skal vakað
um vornótt undir mánans silfurrönd.
Vísa.
(Wang Wei, ý 759 e. Kr.)
Sit jeg einn við bambuskjarr og blómin.
Blítt jeg lútinn gríp — og strengi slæ.
Að eins sjálfs mín eyra nemur hljóminn.
Ekkert auga sjer mig nema máninn,
sem blikar í kvöldværum blæ.
Jakab Jóh. Smári.