Óðinn - 01.02.1918, Qupperneq 7
ÓÐINN
87
ísland og England.
Ræða dr. Jóns Ste/ánssonar i samsæti því er Vík-
ingafjelagið hretska hjelt honum í Lundúnum
5. júlí 1917.
Snivbjöni Jónsson þýddi með leyfi höfundarins.
Návist hins frægasta af sagnariturum enskumæl-
andi þjóða hjer í kvöld á fyrst og fremst rót sína
að rekja til atburðar, sem gerðist fyrir 45 árum.
Bryce lávarður er hjer í vorum hóp vegna þess
að hann varð ástfanginn af íslandi á ferð sinni
þangað 1872. Það hefur ótal sinnum verið vilnað
í hina fjörlegu og snjöllu grein hans um land og
þjóð, er birtist í Cornhill Magasine 1874. Hann varð
fyrri til en William Morris að benda á það, að
hið þráða þjóðfjelagsskipulag, sem Norðurálfan er
að leita að, ætti sjer þegar stað á Islandi, þar sem
hver maður, karl og konu, hefði alla þá mentun
sem að gagni getur komið. Bryce lávarður var
hinn fyrsti til þess að segja það, að ísland væri
einstætt dæmi þess hvílíkan mátt ágætar bókmentir
hefðu til þess að lialda sál heillar þjóðar óbug-
aðri gegnum hvaða ofraun hörmunga sem hún gengi.
Meðan ísland barðisl fyrir sjálfstæði1) sínu stóð
hann á verði fyrir það í bretskuin blöðum, og fyrir
skemstu hefur hann Iýst fyrir oss stjórnarskipun
hins íslenska lýðveldis. í hálfa öld liefur Bryce lá-
varður verið trúr æskuást sinni til eldfjallaeyjarinn-
ar norður við heimskautsbauginn. Fyrir það, að
hann svo ofl og mörgum sinnum hefur gersl máls-
vari vor, stöndum vjer öll í ógreiðanlegri þakk-
lælisskuld við hann.
Hverju skiftir annars um ísland, og livaða bók-
mentalegt og andlegt gildi liefur það nú á tímum
fyrir t. d. England og Norðurlönd? Tökum Norð-
urlönd fyrst. ísland er hinn sterkasti af þeim þátt-
um, er tengja Norðurlönd innbyrðis, þvi það hefur
varðveitt í ódauðlegu formi sagnir þær, trú þá og
hreystiverk þau, sem eru sameiginleg artleifð hinna
þriggja þjóða. Allir Danir, Norðincnn og Svíar eru
jafnstoltir af sögu feðra sinna, sem stofnuðu vold-
ug ríki við Signu, Temsá og Dniepr. Og þá sögu
hefur ísland varðveilt. Jeg hygg að Norðmenn muni
hóti sloltari en hinir dönsku og sænsku bræður
þeirra, því eins og þjóðskáld þeirra Björnson sagði,
er ísland hluti af Norgi, sem ílotið hefur út á mitt
1) Bryce lávaröur, sem stjórnaði samsætinu, kvað svo á í ræðu
þeirri, er hann ilutti fyrir minni heiðursgcstsins, að meðan valdi Brcta
yæri eigi hnekt skyldi sjálfstæði íslands engin liætta búin. Þýð.
Atlantshaf. En allar þessar þjóðir sjá, að það er ísland
sem heldur vörð yfir frægðarverkum þeirra á vík-
ingaöldinni, er þær börðust til fjár og landa, námu
sjer bólfestu víða um heim og tóku þátt í stofnun
stórveldanna Englands, Frakklands og Rússlands.
Þess vegna leita þær til vor, er þær vilja sjá sjálf-
ar sig á hátindum frægðar sinnar. Vjer eruin líka
stoltir af því að vera spegill fortíðarinnar, en vjer
viljum eigi nægjast með það, að vera ekkert ann-
að en menjasafn frænda vorra. Vjer viljum skipa
þjóðmálum vorum eftir eigin geðþótta, jafnvel þótt
vjer eigum það á hættu að glata einhAerjum glæsi-
legum fornaldarleifum, sem enn þá eldir eftir af.
Hinir meslu snillingar Noregs, Danmerkur og Sví-
þjóðar, Björnson og íbsen í Noregi, Oehlenschlager
og Grundtvig í Danmörku, Tegner og Geijer í Sví-
þjóð, hafa allir lýst yfir því, að þeir hafi komið til
vor til þess að fá andans eld sinn tendraðan. Það
er þess vegna ekki eintómt staðlaust glamur að
segja, að það sjeum vjer, sem höldum vörð um
hinn helga eld fyrir frændur vora. Þannig er það,
að ísland tengir Norðurlönd og gerir þau að einni
heild.
Það tengir líka Brelland við Norðurlönd. Nált-
úran og mennirnir hafa lagst á eitt til þess að
gera ísland að brú milli Englands og Norðurlanda.
í fyrsta lagi er ísland, að þvi er til linattstöðu og
jarðeðlis kemur, framliald af Bretlandseyjum í norð-
urátt. Bæði þær og ísland rísa upp af sama neð-
ansævarhrygnum, er liggur frá suðaustri til norð-
vesturs þvert yfir Atlandshafið. Ef vjer byrjum á
suðauslurendanum rísa Bretlandseyjar fyrst upp,
þá Orkneyjar, Færeyjar og ísland. l’essar tvær
eyjar, Bretland og ísland, eru skamt hvor frá ann-
ari. Frá hvarfi (Cape Wrath) á Skotlandi eru að
eins 500 sæmílur til íslands. í öðru lagi er ísland
í vissum skilningi bretsk nýlenda. Margir landnáms-
menn komu frá hinum norðlægari hlutum Bret-
landseyja, og England slóð við vöggu íslenskra
bókmenta. Kristni, latnesk menning og latneskar
bókmentir komu lil vor frá Englandi, sumpart
beint og sumpart yfir Noreg. Samgöngur milli þess-
ara tveggja landa voru þá miklu nánari en nú eru
þær. Um eilt skeið á 15. öld var ekki einungis öll
íslensk verslun heldur einnig landið sjálft í raun
og veru í höndum Englendinga.
Á 1(5. öld fóru tvisvar fram málaleilanir milli
Danmerkur og Englands um sölu Islands. Jeg vil
segja yður sögu, sem sýnir vel hvernig Englend-
ingar hafa verið í vorn garð: Meðan á sjöára ó-