Óðinn - 01.05.1918, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.05.1918, Blaðsíða 4
12 ÓÐINN Dr, phil. Alexander Jóhannesson er fæddur 15. júlí 1888 og því rjett þrítugur að aldri. Foreldrar hans voru Jóhannes D. Ólafsson sýslum. í Skagafjarðarsýslu (d. 1897), sonur Olafs E. Johnsens prófasts á Stað á Iteykjanesi, og Mar- grjet Guðmundsdóttir, prests í Arnarbæli. Hann útskrifaðist úr Latínuskólanum í Reykjavík árið 1907, og stundaði síðan þýska málfræði og bók- mentir við háskólann í Kaupmannahöfn. Tók hann þar meistarapróf í þeim fræðum árið 1913, og dvaldist svo um hríð í Danmörku og Þýskalandi og fjekk doktorsnafnbót við háskólann í Halle ár- Dr. phil. Alexander Jóhannesson. ið 1915, fyrir ritgerð um »Hið yfirnáttúrlega í leik- rili Sehillers Meynni frá Orleans«, þá 27 ára að aldri. Kom hann til íslands þá um vorið og voru honum í fjárlögunum 1915 veittar 1000 kr. til þess að halda fyrirlestra í þýskum fræðum við Háskóla íslands. Síðan hefur hann fengið 1000 kr. viðbót- arstyrk til þess að halda þar fyrirlestra um gotn- esku og engilsaxnesku. Þar að auki kennir hann þýsku i Verslunarskóla íslands og Kvennaskólanum. Gegnt hefur hann og um hríð störfum þýska ræðismannsins hjer. Þrátt fyrir þessi störf hefur Dr. Alexander unn- ist tími til bókmentalegra afreka. Skal fyrst nefna æfintýri eftir Haufl, sem hann þýddi á stúdents- árum sínum. Pá er doktorsritgerð hans, sem þykir hin fróðlegasta og ber vott um lærdóm höfundar- ins. Árið 1917 kom út eftir hann þýðing á »Meynni frá Orleans« eftir Schiller, og er hún mjög vönd- uð og má þrekvirki heita og mikill gróði bók- mentum vorum. í viðurkenningarskyni voru hon- um árið 1917 veittar 400 kr. af styrk þeim, sem ætlaður er skáldum og listamönnum. Enn fremur hefur hann gefið út Ljóð eflir Schiller í þýðingum (1917) og þýlt þar nokkur kvæði sjálfur. Nú er hann og að búa undir prentun álíka safn þýðinga á kvæðum eftir Goethe. Nokkuð hefur hann gefið sig við bókmentalegri gagnrýning (»krítik«) og má þar m. a. nefna ritgerð »um fegurð kvenna í ný- íslenskum skáldskap«, sem birtist í aprílhefti bók- mentatímaritsins »Eddu« árið 1916, og ritgerð um »skáldskap Hannesar Hafsteins« í »Óðni« (XII. árg., 11. tbl.) auk margra smærri greina í blöðum og tímaritum. Kvæði frumsamin af honum hafa birtst í »Eimreiðinni«. Dr. Alexander er gáfaður maður og vel að sjer, ljúfur í umgengni og skemtinn. Hann er starfs- maður mikill, athugull og nákvæmur. Ber mjög á hinum síðastnefndu eiginleikum í ritdómum hans og fyllir hann þar skarð, sem lengi liefur verið tilfinnanlega autt hjer á landi. Má vænta mikils af honum framvegis, ef honum endist aldur og heilsa til. Jakob Jóli. Smári. U. Til systkinanna Guðriinar Sigurðardóttur og Steinþórs Sigurðssonar. Að missir sje þungur og söknuður sár, það segja þeir sem reyna og fell hafa tár. Þótt dáinn sje liorfinn, þá deylir það sorg, að dauðinn ílylur vininn í sólkonungs borg. Hún mamma ykkar lifir i ljósenglahöll. Með liðnum tíma grafin er hörmungin öll. Við ykkur hún brosir og bendir til sín úr bláhvelfingum himna, þar dagstjarnan skín.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.