Óðinn - 01.05.1918, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.05.1918, Blaðsíða 7
ÓÐINN 15 lagi minnist jeg þess, að sjera Einar Jónsson prófastur a Hofi í vopnafirði las frumdrætti mína að grein þess- ari, lagfærði þá að ýmsu leyti og jók þá talsvert, einkum að ættartölunum. — Um leið og jeg þakka þessum vin- um mínum lijálpina, bið jeg þá velvirðingar á þvi, ef íeg hefi á einn veg eður annan notað hana öðru vísi en þeir hafa ætlast til. S. S. Sl Á gamlárskvöld. Ský kafar hálfmáni liækkandi, Iijarnfannir glitra og sær; skyggir og birtir til skiftis; skolbrúnn er melur, ljósgrár snær. Náttúran öll er svo hljóð eins og liel. Hált upp til skýja fer brúnaþungt jel. En niðri í bænum er blysför og kæti; bjart leiftra kyndlar og gleðiþys heyrist um stræti. Málmklukkna liljóðbylgjur lirópandi hljóma um bæjarins torg, halla í kirkjunnar sali konur og sveina úr lýstri borg. Einn stend jeg í hálfdimmri herbergis þröng, hlusta við gluggann á klukknanna söng, horfi á fólksstrauminn fram hjá mjer líða. Menn finnast og heilsast og ræða og ganga til tíða. Einn stend jeg hljóður og blustandi, hugsa uin lýðskarans fró, afhendur æskunnar vonum, ellinnar fráskila dofa-ró. Minningar streyma um hugsana hlið, holundir snerta og hvíslast þar við. Viðburðir liðnir í auðnardjúp alda af alefli tregans mig heimta í náttmyrkrið kalda. Finst mjer þá ljúflega líðandi leika um’ mig kynlegur blær. Horfi’ jeg i hyldýpið auða; heyrist sem ómi við dularsær. Ljósglampar hrökkva um herbergis þil, hverfa og myndast við ýmisleg skil, uns að á gólfinu’ í geislahjúp stendur glófögur kvenvera’ og þegjandi rjettir mjer hendur. Fögnuð á svanvængjum svífandi sál minni lyfta jeg finn. Kemur þú bandan um hafið? Hugsarðu ennþá um drenginn þinn? — Laðandi kveður við klukknanna ljóð. Kystu nú barnið þitt, móðir mín góð! Vefðu það mjúklega ástríkum armi; alt kann að læknast, sem verkjar í drengsins þíns barmi. — í ský kafar hálfmáninn hækkandi; hverfur in dulræna sýn. Heyrðu mig, lausnarinn ljúli! ljúktu nú dyrunum upp til þín. »Gefðu mjer aftur hin gulllegu tár, gefðu’ að þau verði’ ekki hagl eða snjár«. — Gefðu mjer eplið þitt glitrandi rauða. Gefðu mjer sýn yfir landamörk trega og dauða. «. b. \l Kritarmolinn. (Æíintýr.) »Sæl vertu, ljúfan«, sagði krítarmoli við vindils- ögn, sem lá í göturennunni. »í3að er skárri asinn á þjer, þú ferð loftförum«, mælti vindilsögnin. »Jeg hef lengi farið i loflinu, og nú lenti jeg hjer. Fetta var harðasti spretturinn, og töluvert kvarnaðist úr mjer«. »Jeg hjelt jeg mælti nú vera hjerna í næði«, sagði vindilsögnin. Jeg er húin að fá nóg af því að umgangast aðra. Og þrisvar sinnum hefur verið kveykt í mjer, fyrst í skólanum, svo í kirkjunni og seinast í þinghúsinu. I3að er ekki mikið eftir af mjer. En hvernig ert þú hingað kominn?« »Það er hending ein að jeg lenti hjer. Og viljir þú hlýða, mun jeg segja þjer sögu mína«. »Vel er það mælt, og hef þú söguna«. »Lengi var jeg í förum«, mælti krítarmolinn, »og síðan jeg kom til lands þessa, hef jeg verið á ferð og flugi, nema meðan jeg dvaldi í gistihúsinu. Jeg var tekinn upp í einu heldra gistihúsi höfuðborgar- innar. Kyntist jeg þar innílyljendum þeim, sem í áliti eru: Nettum vindlingum, bústnum sykursnáð- um, skellóttum barnagrímum, brúnum súkkulaði- sveinum og rennilegum krítarstönglum, eins og jeg var sjálfur. Vjer, þessir heiðursgestir, vorum þarna á kostn-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.