Óðinn - 01.05.1919, Qupperneq 1
ÓÐINN
3. BLAÐ MAÍ 1»19 XV. ÁH
Halldór Gunnlög-sson,
stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, sonur Jakobs
Gunnlögssonar, andaðist 27. október 1918 úr
spönsku sýkinni.
Halldór Gunnlögsson var fæddur á Raufarhöfn
9. apríl 1886. Sumarið
1893 flultist hann með
foreldrum sínum til Kaup-
mannahafnar og ólst þar
upp. Eflir fermingaraldur
gekk hann á verslunar-
skóla (Kobenhavns Han-
delsakademi) og tók þar
próf með besta vitnisburði.
Hann fór til íslands og
dvaldi eitt ár á ísafirði
við verslun og lærði þá
aftur íslensku, sem hann
var að nokkru leyli búinn
að gleyma, en upp frá því
bæði talaði, las og skrifaði
hann íslensku vel. Eftir að
hann kom frá íslandi var
hann árstíma á verslunar-
húsum í Berlín og Man-
chester til þess að kynn-
ast verslun erlendis og fá
æfingu í að tala málin, og
hafði hann frá báðum
þeim stöðum ágæt með-
mæli fyrir dugnað og reglusemi og átli kost á að
vera þar lengur, með góðri framtíð í vændum, ef
hann hefði viljað, en hugur lians snerist þegar á
æskuárum hans að íslenskri verslun. Eftir að
hann kom heim var hann fullmektugur við versl-
un föður síns og var jafnan hinn besti aðstoðar-
maður hans.
Við nýár 1917 hætti Jakob Gunnlögsson versl-
un sinni, sem hann hafði rekið í 24 ár, og fjekk
hana í hendur Halldóri syni sínum, sein rak
hana síðan og var einn eigandi hennar, þegar
hann dó.
Halldór mátti telja í röð efnilegustu íslendinga,
og þó hann yrði ekki gamall, hafði hann náð á-
liti utanlands og innan fyrir framtakssemi, dugn-
að og áreiðanleik. Hann hafði ágæta hæfileika,
fjölhæfur og afkastamikill og hafði næman smekk
fyrir því, sem var gott og fagurt. Hann var vel
mentaður og las talsvert
i fristundum sínum, var
gefinn fyrir söngfræði, sem
hann hafði stundað nokk-
uð, samdi nokkur lög og
ljek prýðisvel á fortepiano,
ensku og þýsku talaði hann
og skrifaði vel og hafði
einnig lært nokkuð í
frönsku. Frá unga aldri
hafði hann kynt sjer versl-
unarefni með þeim áhuga
og fjöri, sem honum var
eiginlegt. Sem kaupmaður
var hann bygginn og út-
sjónarsamur, hreinskiftinn
og áreiðanlegur. — Hann
keypti og las mikið af út-
lendum bókum, sem snertu
verslun, einkum þýskum,
og fylgdist ágætlega með
tímanum í því sem öðru.
t*að, sem einkendi Hall-
dór mest, var hreinskilni
og trúmenska. Fyrir þessa
kosti var hann virtur og i afhaldi af öllum þeim,
sem þektu hann best. Hann var sjerlega vinfastur.
Oft var leitað ráða til hans, og ráð hans gáfust
jafnan vel, því hann hafði næma rjettlætistilfinn-
ingu og fylgdi því fram, sem hann áleit sanngjarnt
og rjett, og sagði það hreinskilnislega, án tillits til
þess, hvort spyrjandanum líkaði það vel eða ekki,
og þó spyrjandanum kannske stundum fyndist
liann ekki taka fult tillit til síns málstaðar, komst
hann þó eftir á, við nánari ihugun, að raun um,
að það, sem Halldór hafði lagt til, voru heilræði
og oftast besta úrlausn á málefninu.
Halldór Gunnlögsson stórkaupmaöur.