Óðinn - 01.05.1919, Page 2
10
ÓÐINN
Halldór var giftur fyrir nokkrum árum, danskri
konu. Þau áttu tvö börn, það eldra tveggja ára
og það yngra ársgamalt. Hans er saknað ekki ein-
ungis af hans nánustu, heldur af öllum, sem lærðu
að þekkja mannkosti hans, hreinskilni og trúfesti.
a.
Sl
Jakobína Marthinsen,
dóttir Jakobs Gunnlögssonar stórkaupmanns í
Kaupmannahöfn, andaðist 2. nóv. 1918. Hún
var gift manni í Kristjaníu og kom lil Kaup-
mannahafnar til þess að
vera við jarðarför Hall-
dórs bróður síns, en veikt-
ist sjálf af spönsku sýk-
inni og dó sama daginn
sem bróðir hennar var
jarðaður.
Jakobína var fædd á
Raufarhöfn 17. nóv. 1890
og fluttist með foreldrum
sínum til Kaupmannahafn-
ar árið 1893 og ólst þar
upp. Þegar hún var 16
vetra gömul, fór hún til
Sviss og gekk þar á skóla
og lærði þar nokkrar
námsgreinir, þar á meðal
frönsku, sem hún þá lærði
að tala allvel. Eftir að hún
kom frá Sviss, hjelt hún
áfram frönskunámi og tók
loks próf í frönsku við
háskólann í Kaupmannahöfn og varð þá löggilt
»translatrice« og eiðsvarinn túlkur í frönsku.
Eftir það annaðist hún franskar verslunarbrjefa-
skriftir fyrir eitt hið stærsta verslunarhús i Dan-
mörku (F. L. Schmidt & Co.), þangað til hún
fyrir 3 árum síðan giftist gimsteinakaupmanni í
Kristjaníu. Jakobina hafði töluverða og marg-
breytta hæfileika og starfsþrek, ekki að eins til
skólanáms, heldur einnig til hverskyns hússtarfa,
hannyrða og hússtjórnar, og gat gert heimilið á-
nægjulegt og skemtilegt og var mjög myndarleg í
öllu, sem hún tók sjer fyrir hendur. Hún var
framúrskarandi viðkvæm og góð við bágstadda
og vildi öllum bjálpa sem best hún gat. Hún var
glaðlynd og skemtileg, og allir, sem kyntust henni,
báru velvildarhug til hennar, því hún ljet sjer
vera umhugað um að
gleðja aðra og var trygg
og vinföst. Hún var ein
af þeim persónum, sem
ekki að eins hennar nán-
ustu, heldur mannfjelag-
inu yfir höfuð, er skaði
að missa á besta skeiði
lífsins. Hennar er því sárt
saknað, ekki einungis af
manni hennar, sem lifði
með henni i ástúðlegu
hjónabandi meðan hennar
naut við, foreldrum henn-
ar, sem mistu hjartfólgna
dóttur, og systkinum henn-
ar, sem áttu innilega góðri
systur á bak að sjá, —
sonur hennar er enn svo
ungur, að hann veit ekki,
hvað hann hefur mist, —
heldur og þjónuslufólki
hennar, sem húu reyndist sem besti vinur og
húsmóðir, og yfir höfuð öllum, sem lærðu að
þekkja hennar ríku og góðu mannkosti. a.
Jakokina Marthinsen.
Skáldajátning.
Eftir Jak. Thor.
Nú hef jeg Ijóðað í hálfa öld.
Jeg hefi þjóð minni viljað lýsa,
frelsið, Ijósið og lífið prísa
og láta kærleikann bera skjöld.
En sókn mína oft á húm og hrímið
hefur það tafið — bannsett rimið.
Tíðum er greip jeg hjör í hönd
hamslaus að ráða’ á skuggavöldin,
kveikja Ijós fyrir löngu kvöldin
og leysa af sveitum kvíðans bönd,
rimið út úr þvi öllu sneri
og áfram skjökti’ eg á brúnni meri.
Jeg veit »sú brúna« var bölsýn tóm.
Bauð jeg að enginn skyldi treysta
neinskonar yl nje ástarneista,