Óðinn - 01.05.1919, Page 5
ÓÐINN
13
sonar, Árnasonar. Systkini Þorbjargar konu Gisla
voru mörg, þar á meðal meistari Eiríkur í Cam-
bridge, sem allir kannast við. Sjera Magnús, faðir
Þorbjargar, en fóstri Gísla, var talinn með mestu
ræðuskörungum þessa lands og aíbragðs söng-
maður, enda yndi að heyra til hans fyrir altari.
Árið 1890 fluttist Gísli ásamt tengdaföður sín-
um að Gilsárstekk í sömu sókn. Par bjuggu þau
Gísli og Þorbjörg rausnarbúi í 10 ár. Hann bygði
myndarleg bæjarhús og útihús, bætti túnið og
stækkaði það. — Öli þau ár, sem hann var í
Breiðdal, vann hann öflugt að öllu því, sem á
einhvern hátt ljetti bændum lífsbaráttuna, sjer-
staklega lagði hann mikla áherslu á að bæta
verslunarfyrirkomulagið. Alt fram að þeim tíma
sóttu Breiðdælingar verslun sína suður á Djúpa-
vog, yfir braltan og háan fjallgarð eða út fyrir
fjailsenda og yfir Berufjörð, sem oft var ófær
fleiri daga. Úr þessum erfiðleikum vildi Gísli
bæta. Var þá haldinn almennur fundur, og á
honum var hann, ásamt tveimur öðrum, kosinn
til að fara suður á Djúpavog og semja við versl-
unarstjórann þar um flutning á vörum sjóveg til
Breiðdalsvíkur. Þótt verslunarstjóranum væri illa
við þessa nýbreylni, þá varð það þó úr, og var
það fyrsta verslunarskipið, sem komið hafði
þangað frá ómunatíð. Hefur verslun síðan ávalt
verið rekin á Breiðdalsvik; en þrisvar var Gísli
kosinn til að semja við verslunarstjórann á
Djúpavogi um endurbætur á versluninni, og vanst
honum ávalt eitthvað á. Með þessu þóttust bænd-
ur hafa himin höndum tekið, því nú urðu allir
aðdrættir ljettari, og í efnalegu tilliti stórgróði, þar
sem verð á útlendri vöru var, samkvæmt samn-
ingi við verslunina, miklum mun lægra en áður,
enda voru þá litlar eða engar verslunarskuldir í
Breiðdal. Gísli hvatti bændur að efla vöruvöndun
og fjárrækt og vinna af alefli að jarðrækt. Hann
var formaður búnaðarfjelagsins í Breiðdal, og
þreifst það ágætlega allan þann tíma.
Árið 1900 keypti Gísli meiri hlutann í jörðinni
Búðum í Fáskrúðsfirði og fluttist þangað sama ár.
Byrjaði hann strax á að bæta túnið, færa á burt
grjót og sljetta þýfi, sem hafði verið óáreitt frá
ómunatíð; líka girti hann túnið alt. Hann var
strax kosinn formaður búnaðarfjelagsins þar og
hreppsnefndaroddviti. Þegar Búðaþorp var orðið
svo mannmargt, að það gat orðið sjerstakur
hreppur, þá gekst Gísli fyrir því, að svo yrði, og
þótt margir væru á móti þessu, varð það þó
fram að ganga, eins og flest það, sem hann barð-
ist fyrir. Þegar þetta var fengið, ljet hann byggja
stórt og vandað timburhús í kauptúninu, fluttist
svo þangað, en leigði jörðina. Hann var hvata-
maður þess, að myndarlegt barnaskólahús var
bygt og þar haldinn skóli á hverjum vetri. f*ar
næst vann hann að því, að sími var lagður í
þorpið, og útvegaði lán til þess úr sýslusjóði. Þá
átti bann og mikinn þátt í því, að bygð var þar
falleg kirkja úr steinsteypu. Honum var líka
mikið áhugamál að rafmagn yrði leitt í þorpið til
ljósa og hitunar, en honum entist ekki aldur til
þess, að það nytsemdarfyrirtæki kæmist 1 fram-
kvæmd. Eftir að Gísli fluttist í þorpið, var hann
skipaður póstafgreiðslumaður, og gegndi hann
þeim starfa til dauðadags. Hann varð strax
hreppsnefndaroddviti í þessum nýja hreppi og
sýslunefndarmaður og ávalt endurkosinn. Mörgu
fleiru þurfti hann að sinna, því hreppsbúar fólu
honum öll vandasömustu störfin til framkvæmdar,
sem hann leysti öll af hendi með lipurð, hygg-
indum og samviskusemi. Hann var kosinn full-
trúi á Búnaðarþing íslands, en heilsunnar vegna
gat hann ekki setið nema tvö þing. — Hann var
mikið riðinn við stjórnmál og fylgdist þar betur
með en margir aðrir, enda vel heima í allri
stjórnmálasögu landsins. Hann vildi að íslending-
ar fengju að ráða sjer sjálfir án ihlutunar frá
Dana hálfu, en hinsvegar var honum illa við
flokkadrættina og rifrildið út af stjórnarskrármál-
inu, áleit rjettara að þingið beittist fyrir því að
efla hag þjóðarinnar, svo hún yrði efnalega og
andlega sjálfstæð, án þess yrði frelsið henni að
harmabrauði.
þau hjónin Gísli og í’orbjörg eignuðust þrjá
sonu, Eirík, sem dó 11 ára, Björn Ólaf verslunar-
stjóra á Borgarfirði eystra og Magnús yfirdóms-
lögmann, er tvö ár var settur sýslumaður í Suð-
ur-Múlasýslu; auk þess tvær fósturdætur.
Eins og áður er sagt, andaðist Gísli Högnason
18. apríl 1917 á heimili sínu Ytri-Búðum, eftir
viku tíma þungan sjúkdóm (heilablóðfall), og var
jarðaður 27. s. m. að viðstöddu miklu fjölmenni,
og gátu þó engir Breiðdælingar verið þar við-
staddir, en til að sýna hluttekningu sína við þetla
tækifæri stofnuðu þeir sama daginn sjóð, er heila
skyldi »Minningarsjóður Gísla Högnasonar«. Tveir
prestar hjeldu ræður við útförina.
Gísli var hár maður, þrekinn, vel sterkur, fríð-
ur sínum og bar sig vel. Síglaður og alúðlegur,