Óðinn - 01.05.1919, Page 6

Óðinn - 01.05.1919, Page 6
Í4 ÓÐÍNN ágætur húsbóndi, eiginmaður og faðir. Hann var gæddur góðum gáfum og manna glöggastur að sjá hvað best átti við í hvert skifti. Hann var mesti starfsmaður. Þegar hann hafði eigi líkam- legum störfum að gegna, þá las hann og skrifaði. Hann var gleðimaður, viðræðugóður og fyndinn, kurteis í allri framkomu við lægri sem æðri, nær- gætinn við börn og gamalmenni og þá sem voru lítils umkomnir. Hann var trúmaður í orðsins fylstu merkingu, enda hafði tengdafaðir hans kveikt það trúarljós í sálu hans, sem aldrei dapr- aðist. Ari Brynjólfsson. Dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði. i. Hneit mig harmafregn í hjartastað, sú er sikling máls sagði látinn. Trega tíðindi tæpast gátu kvatt í koti mínu kuldalegar. Nú er höggvið hart og höggvið nærri, brostin brá Bjarnar frækna, brostið barnshjarta bardagamanns, brostinn bjarnhugur, er jeg bestan pekti. »Svo bar Björn af Breiðvíkingum sem barviður beinn af bognum fauskum.« Eins var og víðförull Viðflrðingur ofan við aðra að yfirburðum. Sýndi sannmæli sjálfbyrgingslegra orða Ormstungu iturmenni: »Hvergi skal, herra, haltur ganga, meðan ei mislangir mælast fætur.« Gekk gunnreifur að guma leikum, ók öndrum best í örðughjalla, sótti sundleika með sömu prýði, kleif í klungrum sem kljettajurt. Bar pó Björn í brjósti sjer um allmörg ár álagamein. Hafði i herferðum heilli illu hryggspent hann áður hinn hvíti dauði. Vann pó sem væri’ ei neitt hinn vaskhugaði, kvað ei kempu hæfa að kveinka sjer. Loks fjekk pó langpóflð pað lofðung mætt, að hann ljet út i lönd og lausnir fann. Par fjekk prekmcnni próttar nám veitt vágesti, svo varð að flýja. Átti hann ættarmark með öðrum draugum: poldi ei himins hlýju og heiða birtu. En er óvættur undan vjek, brustu bönd öll Bjarnar frækna. Átti hann ættjörðu úti i sæ, er hann alla stund óskaði að sjá. Sá hann sæluvon sina rætast, lyftast feykifald fjalla sinna; fann hann fóstru hönd fagurhvíta leggjast í lófa sjer úr lausnum kominn. En vera Viðfirðings varð ei löng óáreitt á æskustað. Inn purfti útnepja okkur að senda illa eiturpest andrúmslofti. Víst er ei veran stutt, veð jeg reyk, eilif er hún orðin, á ættarjörð. Pjer mun hvildin hæg við hennar brjóst, mæra, milda móðurbarm. II. »íslands óhamingju verður alt að vopni.« Sárt er að sjá af honum. Hörð er helfregn peim, er hugðu hann nú úr Helju heimtan. Aldrei sje jeg annan iturmannlegri, snöfurlegri snyrtimann. Orð og athafnir ósjálfrátt vandaði hver í hóp með honum. Sannmentaðri manns og mætishreinni varla getið verður. Okkar móðurmál misti nú einn sinn prúðasta penna. Alt flnst mjer umhverfi eftir hann látinn kaldara, kotungslegra. Leitar angruð önd og enga flnnur kempu í Kára skarð. 25. nóv. 1918. Kolbeinn svarti.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.