Óðinn - 01.05.1919, Síða 7
ÓÐINN
15
Þórsdrápa og Þorbjargar.1}
1. Stóðu skáld forðum
stillis hjá borðum;
hljóðs hreyfir báðu,
hetjuverk tjáðu.
Um fegurð, dygð, fræði
fiuttu þeir kvæði.
Loíkesti hlóðu,
sem lengi stóðu.
2. Hreyft skal ölhornum
hjer að sið fornum,
gleðskapinn glæða
með glaðmálum kvæða.
Höldinn hugmesta,
hollvin raunbesta
til vorra vil slóða
velkominn bjóða.
3. Pórs á Þrúðvangi
prótturinn strangi
er fordæmi firða,
sem framtakið virða;
hann skal á heita,
hamingju leita;
yrkja um nafna,
sem ekki’ á sinn jafna.
4. Þrumu-Þór sendi
þungan af hendi
Mjölni’ að mölbrjóta
meintröll og þrjóta;
en styrk veitti’ hann öllum
stórhuga köllum;
starfsþol i striði
á storðu og viði.
5. Ásaþór annar,
öldin það sannar,
víst ertu’ i verki,
hinn vitri og sterki;
braut hefur brotið,
bak enn ólotið;
hátt höfuð berðu,
i hyllingum sjerðu.
6. Tröll hafa flúið,
trygt er um búið,
á stemd að ósi,
orkar það hrósi;
góðum náð tökum, —
gleymt fornum sökum;
vinarhönd rjettir
þeim ver eru settir.
7. Fáfnis fordæmi
finst þjer vansæmi.
Gnægð skal gulls starfa
gumum til þarfa.
Góðverk glans hafa,
geislum þau stafa
ástar frá eldi
í æðra veldi.
8. Geymir gull Ægir,
grimt öðrum bægir
auðsins frá arði
Unnar í garði.
Víkings þarf vilja,
vel hlutverk skilja,
búr hans að brjóta,
birgðanna njóta.
9. Hamröm hygst orka
hafs jöfri storka. —
Dreif fram þrjá dreka
dáðin stórfreka
geysta í gný orra
Grím og tvo Snorra.
Hers ljet Þór hendur
hafs sópa lendur.
10. Dátt Ijeku’ að baugum
í Digranes haugum
arfar Úlfs forðum,
þá alt stóð i skorðum,
uns Þórs-trú og þrekið
þaðan var rekið,
bein feðga brotin,
Borgar heill þrotin.
11. Þá kom Þór ungi,
þvarr allur drungi,
orku fram knúði,
ómenskan flúði.
Muldi’ í tún móinn,
margplægði sjóinn; —
hreysi’ urðu að höllum,
hraun að skrautvöllum.
12. Beið í »borg« keikur,
þá byrjaði leikur;
fyrst tók fjörspretti
á fornhelgum bletti;
Úlfs óðal hrestist,
auðnan landfestist,
er þúsund þág tiu
og Þórsheill að nýju.
13. Vjek um haf vestur,
vanst frami mestur.
Starði’ á stórgróða
stærstu heims þjóða.
Hjer kom í huga
heimalning duga,
er heftir i hreysi
helsi’ af fjeleysi.
14. Fje gaf hann fyrstur
framkvæmda þyrstur.
Safnaðist sjóður
frá systur og bróður
að eyða ókjörum
ungra’ i námsförum.
Braut er þeim brotin,
baráttan þrotin.
15. Tug má tilnefna
traustra hrósefna,
þars einn bar af öllum
ítum verksnjöllum.
Mest telst þó mæti
mannsins örlæti.
Vinir vel geyma
vitni þess heima.
16. Situr Sif heima,
sist má því gleyma;
gullhaddinn greiðir,
gjafir fram reiðir.
Þeim særða og sjúka
sæng býr hún mjúka.
Gull-lokk þeim gefur,
sem gæfan fyrrst hefur.
17. Gætir vers glófa,
að glóð særi ei lófa.
Hitni i hildi,
heldur frú skildi.
Harmský burt hrekur,
hugprýði vekur.
Megingjörð magnar
þeim manni’, er hún fagnar.
18. Tólf börn þar tigna
traust sitt og signa
mæt móður orðin;
mun þeim sá forðinn
þrekgjafi’ í þrautum
á þungfærum brautum,
góðverkin glæða,
greiða veg hæða.
19. Engan jeg þekki,
þótt um horfi bekki,
betri á brautum
bjargvætt í þrautum
björg Þórs og brúði,
þá breki lífs gnúði.
Til broshýrrar beðju
beini jeg kveöju.
20. Linna stef ljóða,
lýðhetjan góða,
en þökk þúsundfalda
þjer viljum gjalda.
Haldið, hjón, velli
hárrar til elli.
Heill æðstu hljótið,
handa vel njótið.
Fnjóskur.
1) Til Tliors Jensen framkvæmdastjóra og
frúar lians, er fau sendu Borgarness-kauptiini
10 þús. kr. gjöf á 50 ára afmæli pess 22. marts
1917.