Óðinn - 01.05.1919, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.05.1919, Blaðsíða 8
16 ÓÐINN leyndu hugans handabandi hlýtt i stiltum vordagspey. Työ kvæði. Eftir Halldór Ilelgason. Skyndigestur. 24. april 1918. Kom hún eins og kærleiksneisti kveiktur snögt i æskusál. Enginn batt og enginn leysti allot hennar, sið og mál: gaf hún öllum klapp á kinnar, kossa-hnoss á enni’ og barm, og með töfrum tungu sinnar trygði gleði’ og lægði harm. Hún var öllum íturfegri; öðrum snildar-kostum með, augnastjörnur yndislegri enginn póttist hafa sjeð: gneistuðu lífsins geislum björtum gegnum frostsins hörðu skel inn að lýðsins luktu hjörtum — leiddu brott hin dimmu jel. »Jeg er landsins verndarvættur — von er að pú hyllir mig, annars mundu hundrað hættur hrapa niður yflr pig. Nafn og upptök ættarfræða á jeg par sem sólin rís; jeg er dóttir himinhæða, heitin var jeg Sumardis.« Bernskan stigur dilli-dansa, dregur skó af fótum sjer; púsund raddir œsku ansa einum rómi: Heill sje pjerl Proskinn lyftir sigursveigum, seilist pað sem höndin nær; ellin, södd á aldur-veigum, upp af seti rís — og hlær. — Vafasamt. Gullna skikkju bærði blærinn, bylgjaði friðan lokka-krans; bráðnaði við af blygðun snærinn, brigði’ hún fæti’ í riki hans — eins og sjálfur hrokinn hneigði höfði par sem leit hún á — eins og hennar orka beygði undir vald sitt frost og snjá. Þótt hún svifi björt í blænum brunahraun og eyðisand, eða’ um dali’ og út með sænum austur, vestur næmi land: kaus ei fremur kongi’ en smala kærleiksfaðm að bjóða sinn — vildi eitt við alla tala innileg og nærgætin. — Skyndigestur — allra yndi — andaði hlýju’ á fjall og strönd, gerði sveitum gróður-bindi, glitaði pað með sólskins-rönd, lyfti skuggum, læs'a hlekki losaði elfar brjóstum frá, greiddi poku myrka mekki, málaði geislum jökul-brá. »Hver ert pú, sem fer og flýgur fram á sæ og inst i dal, giftuspor á grundu stígur, gefur öllum kosta-val?« Þannig fleygur fólksins andi frjetta spyr — og tengir mey Kólnar peim, sem klaka-fjöil kjúkum særðum troða — linst peim hvita heiðin öll hjúpuð slysa-voða. Betra mundi blómavöll búa við og skoða — par sem grænu grösin öll glitra’ — í morgunroða. Pó eru rökin reikul öll, reynslan vill pað boða: bylur kemur á blómavöll, bráðnar úr ísa-hroða. — Leiðrjettiug. Við lög mín á kápu siðasta Óðins athugast: 1. Pess er eigi getið, sem átti að geta um, að bœði eru pau fyrir karlmannaraddir eingöngu. 2. f »Fyrstu vordægur« stendur í næstsíðustu deild (takti) h í 2. tenór, en á að vera ci8. 3. í »FánaIaginu« stendur í neðstu nótnalínu í 2. deild í bassa (2. bas) c, es, g, c (talið að neðan). Pessar nót- ur eiga að vera fjórðungsnótur, í stað pess að c er lengdur fjórðungur, en es er áttungur. (Pær eiga við orðin: beindu lýð til.) 4. Síðast stendur í vísunni: hreina’ í ljóssins átt, en á að vera: hreinn — í Ijóssins ált. Halldór Jónsson. Prentsmiðjnn Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.