Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 4
20 ÓÐINN Eyjólfur Þorkelsson úrsmiður. Einn af elstu og gamalkunnustu borguruin Reykjavíkur, Eyjólfur úrsmiður Þorkelsson, varð sjötugur 29. þ. m. Hann er fæddur í Ásum í Skaftártungu þ. 29. dag júnímánaðar árið 1849. Voru foreldrar hans þau merku hjón Þor- kell prestur Eyjólfsson og frú Ragnheiður Páls- dóttir, prófasts Páls- sonar í Hörgsdal á Síðu, og áttu margt barna; er dr. Jón rikis- skjalavörður eitt þeirra. 10 vetra gamall flutt- ist Eyjólfur með þeim vestur að Borg á Mýr- um árið 1859. Um tví- tugt fór hann fyrst úr foreldrahúsum, og þá til sjóróðra, er hann stundaði nokkurar ver- tíðir; en árið 1872 fór hann til Reykjavíkur til Páls gullsmiðs Eyj- ólfssonar og nam hjá honum gullsmíði, og veturinn 1875 —1876 dvaldist hann í Noregi til þess að fullkomna sig í iðn sinni, er hann svo rak hjer um hrið, eftir að hann kom heim aftur; tók hann upp hið norska lag á silfurskeiðum með snúnu skafti, er þykir fallegt, en hafði ekki líðkast hjer áður. Nokkru síðar sigldi Eyjólfur lil Kaupmannahafnar og lagði þar stund á úrsmíði; þótli honum sem það myndi arðvænlegri atvinna, því að þá voru hjer engir útlærðir úrsmiðir á landinu. Hvarf hann svo út hingað aftur að því námi loknu, og er hann fyrst- ur lærður úrsmiður á íslandi. Höfðu þó ýmsir áður fengist hjer við aðgerðir á úrum og klukkum, t. d. þeir Þorgrímur gullsmiður Tómasson, faðir dr. Gríms á Bessastöðum, Jón á Elliðavatni, Guð- mundur kaupmaður Lambertsen o. fl. Var Eyj- ólfur nú einvaldur í landinu og jafnvel út fyrir landsteinana, því að fyrstu árin fjekk hann til að- gerðar úr og klukkur frá Færeyjum. Má af þessu marka álit það, er hann þegar í öndverðu ávann sjer í iðn sinni. Hafa og allmargir numið af hon- um úrsmíði. Um hagleik hans er það eitt fyrir sig, að árið 1888 sendi hann klukku á sýn- ingu í Kaupmanna- höfn og hlaut verð- launapening fyrir; hafði hann sjálfur gert þá klukku, og er hún hinn mesti kynjagrip- ur, sýnir t. d. flóð og fjöru, tunglkomur og mánaðardaga o. s. frv. En Eyjólfur er líka mikill hugvitsmaður og listfengur, sem þeir bræður fleiri. — Mun hann fyrstur manna hafa fengist við raf- magn hjer á landi; kom hann því viða fyrir um bæinn, fyrir svo sem 20—30 árum, bæði til hringinga og Ijósa — og meira að segja símtals. Hefur hann lært það alt af sjálfum sjer á erlendar fræðibækur, danskar, enskar og þýskar. Hauslið 1875, hinn 15. október, gekk Eyj- ólfur að eiga Ástu Pál- inu, dóttur Páls gull- smiðs kennara síns, hina mestu sæmdarkonu og ráðdeildar. Verður hún sjötug næsta ár, fædd 8. september 1850. Er dóttir þeirra, Ragnheiður, gift Kolbeini húsgagnameistara Þorsteinssyni, óðals- bónda Þorsteinssonar á Reykjum á Skeiðum. — Hefur Eyjólfur nú verið búsettur borgari hjer í bæ siðan 1875, eða i 44 ár. Skömmu eftir 1880 keypti liann húsgrunn þann, er átt hafði áður Björn yfirkennari Gunnlaugsson, og reisti þar íbúðarbús silt i Austurstræti 6. Er það nú mikil eign, þó að ekki lilist sumum það mikill bú- Eyjólfur Porkelsson,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.