Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 7
ÓÐINN 23 kennari í Bragholti við Eyjafjörð; 2. Oddur, gagn- fræðingur og verkstjóri á Hjalteyri; 3. Arnbjörg; 4. Guðmundur, búfræðingur; 5. María Rannveig; 6. Stefán Ágúst. — Þrátt fyrir mikla fátækt og ýmsa örðugleika, kostuðu þau hjón kapps um að menta börn sín eftir föngum, enda eru þau öll efnileg mjög og mannvænleg. Ferðamaður, sem að sumarlagi fer eftir strand- lengju Eyjafjarðar að vestan, mun taka eftir Glæsiblæ. Bæjarnafnið er fagurt og heimsýnin glæsileg. Túnið alt er rennisljett og aðlíðandi niður að fögrum firðinum. í brekkunni fyrir sunnan bæinn er fagur blómagarður, með ungum og fögrum reyni-, birki- og rifsviði. Og í beðun- um í kring ljóma ótal innlendar og útlendar skrautblómategundir. En fyrir neðan taka við kartöflu- og rófugarða. Og ekki trúi jeg öðru, lesari góður, en að þig fýsi að koma heim og staldra við. Og þess mun þig eigi yðra. Hjónin taka við þjer með tveim höndum, og alkunnri íslenskri gestrisni. Og þegar þú ferð, er jeg viss um að þú þekkir einu fyrirmyndar- og gestrisnis- heimili íleira á gamla Fróni. St. J. St. tí Guðmundur Ásgeirsson frá Fróðá. Myndin, sem hjer fylgir, er af einuin hinna mörgu ungu íslendinga, sem gengu í her Kanada- manna, sem barist hefur með bandamönnum á vígstöðvunum í Frakklandi á undanförnum ár- um. Hann hjet Guðmundur Ásgeirsson, sonur hjónanna Ásgeirs Þórðarsonar og Ólínu Guð- mundsdóttur á Fróðá í Snæfellsnessýslu, og fjell í orustu 25. sept. 1916. Foringi herdeildar þeirrar, sem Guðmundur var i, skýrði föður hans frá sonarmissinum með svohljóðandi brjefi: »Kæri herra! Með sárustu hrj'gð og innilegustu hlut- tekningu, neyðist jeg til að tilkynna yður fall sonar yðar, G. Á. Hann fjell í orustu 25. sept. Herdeild okkar hafði nýtekið þýska skotgröf, þá er sonur yðar fjell, beint á leiðinni til þessa hertekna staðar. Herdeild sú, er sonur yðar var í, syrgir hann mjög, því hann var svo vel látinn meðal fjelaga sinna, að allir dáðust að honum og þótti vænt um hann. Hann dó á meðan hann var að gera skyldu sína ánægður og með hugprýði. Einnig get jeg sagt yður, ef það mætti draga úr sárri sorg yðar, að dauða hans bar svo snögglega að, að hann hefur eigi augnablik liðið. — Með dýpstu hlut- tekningu er jeg yðar auðmjúkur J. Brigdman, foringi 29. herdeildarinnar«. Einnig fjekk faðir Guðmundar svohljóðandi brjef; »Kæri herra! Viljið þjer hjer með meðtaka innileg- ustu samhrygð mína við fráfall hins ágæta borgara og hugprúða hermanns, sonar yðar, G. Á. Um leið og aldrei er nógsamlega harmað fráfall svo góðs drengs og fjelaga, þá er þó huggun í því að vita það, að hann gerði skyldu sína fram til hins síðasta, samviskusam- lega og án þess að blikna eða hræðast og lagði líf sitt í sölurnar fyrir frelsi og uppbj'gging síns ríkis. — Með hjartanlegri hluttekningu, Heyhes, yfirhersliöfð- ingi Canadahersins«. Guðmundur'Ásgeirsson. Mynd G. Á. átti að koma í »Óðni« rjett eftir að frjett kom um lát hans, en lenti í óskilum ytra í samgönguringulreiðinni, svo að hún er nýlega komin fram. Með myndinni var »Óðni« skrifað: »Guðmundur sál. ætlaði sjer að hverfa heim til fósturjarðarinnar, að ófriðnum loknum. Brjef hans til ættingja og vina eru full af heimþrá og áhuga á því, að vinna fósturjörð sinni sem mest gagn, er hann kæmi heim. Meðal annars-talar hann þar urii sjerstaklega hagkvæma slátluvjel, er hann kveðst vera búinn að gera uppdrátt af, og ætla að haía með sjer, er hann kæini heim«. X.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.