Óðinn - 01.11.1919, Qupperneq 1

Óðinn - 01.11.1919, Qupperneq 1
ÓÐINN H. HLAU NÓVKMBER 11*1S* XV. AR Jóhann Sigurjónsson skáld. Hann andaðist í Khöfn 31. ág. síðastl., 39 ára gamall, fæddur 19. júní 1880. Hefur æíiatriða hans og helstu ritverka áður verið minst hjer í blaðinu og tvívegis hefur það áður sýnt myndir af honum (í nóv. 1909 og apríl 1912). En hjer verða tekin upp ummæli eftir danskan höf- und, Anders Thuborg, sem skrif- aði minningargrein um Jóhann látinn, í októberhefti timaritsins »Tilskueren«. Þegar jeg sat í kapellunni í Veslur-kirkjugarði og horfði á kistuna, sem geymdi lík Jóhanns Sigurjónssonar, segir höf., þá fylt- ist hugur minn gremju yfir hverf- ulleik tilverunnar og yfir því, hve tilgangslaus hún virðist oft og tíðum. Svona enda jafnvel bestu hæfileikarnir, hugsaði jeg, svona slokknar jafnvel hinn heitasti blossi. Hver skilur þetta? En svo rann fram á varir mínar eins og til hughreystingar gamalt orðtæki, sem lifað hefur í bókmeritunum: Sá, sem guðirnir elska, deyr snemma! — En samt! Hver skil- ur þá ást, sem kallaði þetta 39 ára gamla skáld burtu, einmitt á björtustu þroskaárunum, mitt í sigrinum, í erfiðinu við aflinn, sem gneistarnir voru fariiir að fljúga frá út um heiminn? — Má vera, að J. S. haí'x verið kominn upp í hámarkið. Pað sje lausnin, sem menn eigi að sætta sig við. Og getur skáld hærra komist en J. S. i Fjalla-Eyvindi og Galdra- Lofti? Eru það ekki háfleygar lýsingar á mannlífinu, á stríði og ást, eldi magnaðar skáld- skapur, með ævarandi gildi, og svo ríkur af fegurð, að hún hefur ekki verið stærri sköpuð í nokkrum bókmentum? Á þeim hæðum hefði J. S. getað lialdið sjer um tíma. En það virðist óhugsanlegt, að hann hefði nokkru sinni komist hærra. Pað má vera, að sú hugsun geti sætt menn við dauða hans. ... Franski ritdóm- arinn Léon Pineau sagði þegar árið 1914 í »La

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.