Óðinn - 01.11.1919, Síða 5
ÓÐINN
61
Páll Steingrimsson:
Dagsetur.
Leikrit í einum þætti.
(N'iðurl.) ------
Röddin (eftir litia biðj; Hjer sje guð!
(Steinhljóð i baðstófunni. Ámundi, skjáilnndi ai hræðslu, licldur
utan um Jódísi. — Manga situr hreyfingarlaus).
Röddin: Hjer sje guð!-------Gott kveld!
Jódís (rifur sig af Ámunda); Ansaðu, maður!
Amundi (eymdariegur); Æ-i-nei — elskan mín góða.
(Litlu síðar): Kannske pú gerir það, Jódís —
Jódís (gengur na;r rúminu); Guð blessi þig! — Hvað
lieitir roaðurinn?
Ámundi ctautar); Og pað er svo sem ekki víst, að þetta
sje maður, held jeg.
Röddin: Ófeigur heiti jeg.
Jódís (við Amunda): Hann segist heita Ófeigur.
Röddin: Get jeg fengið að liggja inni í nótt?
Ámundi: Já — jeg átti von á því! — Segðu nei, Jódís.
Ja------jeg veit ekki reyndar.------Það getur nú verið
varasamt líka. —
Röddin: Fær gamall maður húsaskjól í nótt?
Manga: (stendur upp og fer út úr baðstofunni svo hljóðlega, að
þau Ámundi verða þess eklti vör).
Jódís (snýr frá rúminu); Mjer er nú ekkert um það geftð,
að fara að stjana við næturgesti.
Amundi: Jeg trúi því, góða min! — Segðu að hjer sje
gestir fyrir — eða veikindi. — — Segðu að maðurinn
þinn liggi fyrir dauðanum í einhverri ógurlegri drepsótt!
Röddin: Jeg bíð eftir svari. Jeg bið ekki um annað
en þak yíir höfuðið.
Jódís (kaiiar út i gtuggann): Maðurinn minn kemur og
Iýkur upp fyrir þjcr.
Ámundi (tekur viðbragð); Jeg? — Nei, það geri jeg
ekki. — — — Jeg fer ekki út i næturkulið, svona fá-
klæddur og lasinn.
Röddin: Guð blessi konuna.
(Nú heyrist glögglega, að skreiðst er ofan af þekjunni).
Jódís (saknar Möngu): Hvað er orðið af barninu?
Amundi (gripur í hana; íágt): Já, það segi jeg líka! — Hvað
er orðið af henni?
Jódís (sjer að dyrnar eru hálfopnar): Aumingja-Stelpan ! HÚn
hefur farið óbeðin og opnað fyrir manninum. — Það er
ekki i fyrsta skifti, sera hún tekur af þjer snúning.
Manga (frammi i göngunum): Hjer máttu til með að
beygja þig.
Ófeigur: Eilin kennir gömlum mannni þá list ókeypis.
(Pau koma inn. Ofeigur er gamall maður, ellihrumur og lotinn
í herðum. Hár hans og skegg er úfið og mikið. Hefur litinn poka um
öxl og stóran broddstaf í hendi).
Ofeigur: Guð gefi hjónunum gott kvöld! (Heiisnr þeim
með handabandi. Jódís tekur kveðjunni einkar-hlýlega, en Ámundi
miður). — Litla stúlkan kvaðst vera send eftir mjer, svo
að jeg þyrfti ekki að bíða, því að húsbóndinn væri
vant við látinn. — Jeg þakka svo óvenjulega nærgætni.
Ámundi (þrifur kambana i einhverju fáti, setst og fer að láta i
þá. óðamáia): — Já — það er satt — það er alveg rjett!
Jeg bað ltana að hlaupa.---------Kunni ekki við að láta
þig norpa úti. — — Gat ekki komist nógu fljótt sjálfur.
-----Var nefnilega á sokkaleistunum. —- —
Ófeigur: Jeg skil það. — Nýkominn frá gegningum,
kaldur og votur.
Amundi (fer að kemba; liamast); Já . . . maður dignar í
asanum þeim arna! — Pvílikir vatnavextir og elgur!
Jódis (bendir á rúm Möngu); Gerðu SVO Vel Og tyltu
þjer. Pú ert víst þreyttur.
Ofeigur (reisir stafinn sinn upp við þilið); Kærar þakkit !
Mjer þykir fyrir því, ef jeg trufla heimilisfriðinn. (Setst).
En slíkt er löngum hlutskifti ferðalangsins.
Jódís: F*ú munt vera langt að? — Jeg kannast ekki
við andlitið.
Ófeigur: Par sem vagga mín stóð hófst ferðalagið. —
Jeg hefi haldið áfram stðan.
Amundi (gotrar á hann augunum): Hver ert þú eiginlega?
Ófeigur: Gamall og lúinn vegfarandi. (Eftir litia þögn).
Kalið strá, sem fýkur um hjarnið.
Manga (hefur stöðugt horft á Ófeig íorvitnum augum. Nú setst
hún á skemilinn rjett lijá honum og virðir hann fyrir sjer); Pú
tekur ekki af þjer pokann þinn.
Ófeigur: Pokinn minn og úlpan verða að vera saman.
Manga (þreifar á pokanum): Hann er saumaður á hana.
— Hvers vegna er hann saumaður?
Ofeigur (brosir daufiega): Jeg er svona sjervitur, ljúfan mín.
Jódís (ávitar Mðngu); Vertu ekki með þessar spurningar
við ókunnugan manninn.
Ofeigur (kiappar á koliinn á Möngu): Æskan er spurul. —
Einn af hennar mörgu kostum er löngunin til að auka
við það litla sem hún veit. Hún er eins og þyrstur
maður, sem aldrei fær nægju sína. —- Með árunum
sloknar sá þorsti.
Jódís (er setst við rokkinn): Pær eru svo þreytandi þessar
sífeldu spurningar upp aftur og aftur.
Ofeigur (við Möngu, eftir iitia bið); — Fyrir mörgum árum
síðan kom jeg á fátækt heiðarbýli. — Enginn var heima,
nema litil stúlka, tíu vetra gömul. — Mig vanhagaði um
snærisspotta í pokann minn. (Brosir). En hún sagði að
húsbóndinn ætti öll snærin. Sjálf kvaðst hún eiga nál
og þráðarenda og bauðst til að reyna að tylla pokanum
einhvernveginn. — — Við sátum í varpanum hlið við
hlið meðan litiu hendurnar saumuðu.-----------Siðan hefur
pokkinn minn verið þarna. —
Manga (bamaieg). Jeg skal gefa þjer snæri. — Jeg á
það sjálf.
Ófeigur: Pakka þjer fyrir, barnið mitt! — Jeg þarf
ekki á því að halda. (Pcgir ofuriítið). Jeg var að leggja á
örðúgan fjallveg og hafði ekki neytt matar óþægilega
lengi. Jeg bað litlu stúlkuna að gefa mjer svoiítinn
bita. (Hýr). En hún gat það ekki, því að húsfreyjan átti
allan matinn. — — Jeg hefl sjaldan farið leiðar minnar
ánægðari en þá. (Við sjaifan sig, eftir ofuriitia þögu). — Litla,
trúlynda barn. — Jeg hefi ekki sjeð þig síðan.
Manga: Ertu altaf á ferðinni?
Ófeigur: Jeg heti ferðast í fimmtíu ár samfleytt. —
Jeg gæti sagt þjer frá mörgu fögru, sem fyrir mig hefur
borið á þeirri leið. (Pcgir öriítið). Jeg segi ekki frá hinu.
— Af því hafa allir nóg.