Óðinn - 01.11.1919, Blaðsíða 4
60
ÓÐINN
fór hann til Winnipeg og leitaði sjer þar lækningar
hjá enskum lækni. Var augað, sem einkum var
veikt, skorið upp. En það varð til þess, að hann
misti alveg sjónina og varð blindur upp frá því.
Árið 1910 fluttust þau hjónin til Þorbjargar dóttur
sinnar og manns hennar, Jóhannesar Pjeturssonar,
og fór Ingibjörg dóttir þeirra þangað með þeim.
Hún segir um föður sinn m. a.: Engan son
hefur ísland átt sjer trúrri og ástfólgnari. f*að var
honum djúp hjartasorg, ef hann heyrði því hall-
mælt eða niðrað á einn eður annan hátt. Æfinlega
var alt fegurst og best heima; ekkert jafnaðist á
við það. Og þar er sagan hans og blessuð minn-
ingin rituð í mörg hjörtun. Þar átti hann altaf
heima, þótt hann fjarlægðist ættlandið sitt ógleyman-
lega í 15 ár. — Móðurmálinu unni hann hugást-
um. Var honum það ofraun, ef hann heyrði það
afbakað eða lítilsvirt og blandað öðrum tungu-
málum. Hann hafði mikla unun af bóklestri, enda
var mikið lesið fyrir hann; þreyttist hann aldrei
á því, þótt oft væri lesið fyrir hann hið sama, ef
honum geðjaðist að því og það var gott og til-
finningaríkt. Sama var að segja, ef einhver kom
til hans og talaði við hann um ísland; þá var
hann svo hjartanlega þakklátur fyrir þá gleðistund,
er honum veittist við samræðuna. Var það sann-
arlegur ljósgeisli í myrkrinu fyrir hann, er einhver
kom og talaði við hann um ástfólgnustu mál hans,
og voru það margir, er það gerðu. . . . Hann var
alla æfi mesti hestamaður, tamdi margan galdan
folann og gerði úr honum afbragðs reiðhest. Var
það hans mesta yndi og ánægja, að sitja á góðum
hesti. Hann kvartaði aldrei yfir sjónleysinu. En
einu sinni sagði hann: »Nú væri gaman að hafa
sjónina«. Pá var hann að þreifa á íslenskum
hesti. Hann strauk hestinum öllum og klappaði
honum, og var eins og hann hefði fundið þar
gamlan vin. Hann saknaði altaf íslensku hestanna.
Og marga stundina lá hann i rúmi sínu vakandi,
eftir að hann misti sjónina, og sagðist þá vera að
hugsa um einhvern viðburðinn heima, þegar hann
var í glöðum vinahópi á ferðalagi, á gæðingum.
Hann var þá svo einkaránægður og andlitið einn
gleðigleisli. Lifði hann oft í sæluríkum endur-
minningum liðna tímans, stytti fyrir sjer dimmuna
með því og var þá eins og barnið ljúfur og góður.
Hann var alla ævi hraustur og fjörmaður mikill
áður en hann misti sjónina, göngumaður mesti,
ljettur í spori og kvikur á fæti; vel vaxinn, fríður
sínum, og aldrei fegri en þegar hann var á hestbaki.
Vináttu góðra manna mat hann mikils, enda átti
hann marga vini og trygga. Svo kvað einn vina
hans einu sinni:
»Mannorðsprýði bóndinn ber,
búinn fríðum dygðum;
hylli lýða hefur sjer
hvar sem víða’ um sveitir fer.«
Mjer er minnistæð mörg gleðistundin heima,
segir I. H., þegar hann var á besta skeiði æfinn-
ar, og hvað honum var innilega hugljúft, að gleðja
aðra, gera einhvern greiða og koma æfinlega svo
fram sem betur mátti fara. Mátti með sanni segja,
að hús foreldra minna stæði öllum opin. Enda
komst einn æskuvina föður míns svo að orði:
»Pið svangan margan södduð,
sem að fór um braut,
með gjöfum tíðum glödduð
og greidduð úr margri þraut.
Sveitarprýði’ og sómi
sífelt varstu hjer,
eins að allra rómi,
er einhver kynni af þjer
höfðu’ og heim þig sóttu;
og hús þitt var þeim skjól
á degi’ og dimmri nóttu,
er drjúgan forða ól.«
Barnatrúnni sinni hjelt faðir minn bjargföstum
tökum, segir hún ennfremur, leiddi hjá sjer alt
trúarþras og deilur og hlýddi á guðsþjónustur
meðan hann gat, hjá hverjum sem var, er honum
fjell að hlusta á. Gat hann aldrei fundið það nje
samsint því, að ungu prestarnir, sem komu að
heiman og hann kyntist, kendu annað en það,
sem væri göfgandi, kærleiksríkt og gott. Voru þeir
honum allir góðir, komu til hans og glöddu hann
með íslensku viðmóti sínu og samræðum. Hann
átti því láni að fagna síðustu ár æfi sinnar, eins
og verðugt var, að lifa rólegu og góðu lífi, þótt í
myrkri sæti. Það var reynt að gera alt fyrir hann,
sem hægt var. Síðasta árið var hann mest við
rúmið; kom þó á ról eftir að hlýna tók og fór í
fötin oftast nær á hverjum degi. Leiddi jeg hann
þá daglega í kring úti, einhverja stund. Hann leið
aldrei miklar þjáningar, og mál og rænu hafði
hann fram að síðasta sólarhring. Greip lungna-
bólga hann síðast. Fjekk hann hægt og rólegt
andlát og vorum við öll börnin hans hjá honum
hinstu stundirnar.
0