Óðinn - 01.11.1919, Side 6
62
ÓÐINN
Jódis: Maöurinn er víst sár-þreyttur. Vill hann ekki
halla sjer út af og hvílast?
Ófeigur: Astar-þakkir fyrir nærgætnina. (Sítur kyr).
Jódis: Má ekki bjóða þjer ofurlitinn bita? Pað er svo
langt til kveldverðar.
Ofeigur: Það er óþaríi. Tíminn liður óðar en varir. —
Má jeg hvíla í útihúsi náttlangt?
Manga: Ætlarðu ekki að sofa hjá okkur?
Ófeigur: t*ið eruð þrjú, en rúmin hjer inni einungis
tvö. — Einhver líður baga, ef jeg ligg hjer i nótt.
Manga: Jeg get soflð í flatsæng. Jeg geri það oft.
Jódís: Þess þarf ekki. Ofeigur sefur hjá manninum
mínum og við saman.
Ámundi (tekur viðbragö við kambana); Pið saman —!
Ófeigur: Jeg kann best við mig í fjárhúsunum. Par
er ylurinn og þar hvíli jeg engum til meins.
Jódís: Viltu ekki þiggja svolítinn bita? Pað er engin
fyrinhöfn.
Ófeigur: Petta er viðkvæðið hjá góðu konunum. —
Jeg þekki svörin ykkar.
Manga (við Jódísi); Jeg skal koma með þjer og halda á
Jjósinu.
Ófeigur: Siltu kyr, góða mín. — Jeg neyti ætíð matar
míns í einrúmi — úr pokanum mínum.
Manga: Pað er ekkert í honum.
Jódís: Jeg skal sjá um, að hann verði ekki tómur í
fyrramálið.
Amundi (gefur Jódísi óhýrt auga; liamast við kambaua).
Ófeigur: Þakka þjer fyrir.--------— Mjer þykir vænt
um gjafir mannanna, en besta veganestið er samt blessun
þeirra.
Ámundi (við Möngu, hryssingslegur): Farðu að hypja þig í
fjósið, Manga! —• Klukkan er orðin sjö.
Manga (horfir bænar-augum á Jódísi; situr kyr).
Ámundi: Heyrirðu það! klukkan er orðin sjö!
Jódís: Hún fer ekki ein, krakkinn!
Ámundi: Ekki ein! Pað er ekki það þrekvirkið, held
jeg, að gefa þessari einu belju!
Jódís: En vatnið, góði minn?
Ámundi: Vatnið! — Hefur ekki verið sjeð fyrir þvi?
Ófeigur: Jeg veitti því eftirtekt á leið minni áðan, að
tijer muni vera óhægt um vatnsból. — Pað er örðugt
verk, að sækja vatn langar leiðir i frosti og hríðum. —
Hver ber vatnið í bæinn?
Manga: Við Jódis!
Amundi (reiður, en stillir sig); Pið JÓdís!
Manga: Já. — Jeg þegar gott er og hún í hríðunum.
Ámundi (lítur mannvonskulega til liennar, en þegir).
Ófeigur: Pú hefur valdið, bóndi sæll! — Gættu þess,
að standa ekki í skjólinu sjálfur meðan konuna þína
næðir.
Jódís (við Möngu): Jeg skal koma með þjer i fjósið,
góða min.
Manga (alls hugar fegin. Stendur upp. þær búast til ferðar).
Amnndi: Jeg sæki svo vatnið, Jódís mín, eins og jeg
er vanur, á meðan þú hreytir kúna. (Pær fara út).
Amillldi (kembir; litur við og við þrákelkniaugum til Ófeigs).
Ofeigur (litur seinlega framan íÁmunda); Pú kembir. — Pað
er ánægjulegt að sjá glaða og iðjusama menn. (Pegir litla
lirið, eins og hann biði eftir svarl). — — Jeg hefi komið þar,
sem húsbóndinn hefur setið meðal fólksins síns og unnið
af kappi eða lesið því til skemtunar. Jeg hefi komið
þar, sem hann hefur sofið alla vökuna. Jeg hefi komið
þar, sem hann hefur setið auðum höndum, úrillur og
ónotalegur í svörum.-------Hjer styður hver höndin aðra.
Amundi (þur); Jeg tel mig nú ekki uppúr því vaxinn að
Jtjálpa Jódisi minni. Hún á það skilið.
Ofeigur: Allar konur verðskulda hjálp og umhyggju-
semi.
Ámundi (hýrlegri); Við erum nú búin að hokra saman
í ein þrjátíu ár, við Jódís. Og jeg býst við, að það sje
nokkurn veginn einstakt, hvernig jeg hefi dekrað við
hana allan þann tíma. — Enda er jeg nú farinn að láta
á sjá, hvað útlit og likamsburði snertir.
Ofeigur: Snögt á litið virðist mjer samt eins og hún
sje þreytulegri.
Ámundi: ,Iá, hún er það. Pað er sjónarmunur á því
Hún eldist feikilega illa. — Petta er ætterni. — Móðir
hennar var svona. — Skinandi blómarós í æsku, en
stakasta rytja með aldrinum.
Ófeigur (efiir dálitia þögn): Petta er fáment og góðment
heimili. Pið hjónin og telpan. — Tökubarn, skilst mjer.
Amundi: Jú-jú — llækings-grey af hreppnum — hand-
ónýt til allra verka, óvönduð til munnsins og á góðum
vegi með að verða brjáluð. — Pað er ekki mikið upp
úr þeim að hafa nú orðið, þessum bjálfum. — Endalaus
undirboð, þangað til meðgjöfin er orðin svo sem ekkert.
Ofeigur (með sársauka í rómnum): Jeg kannast við það. —
Jeg kannast við það.
Amundi: Mjer var óljúft að taka hana, en jeg var
manneskjulaus og bjóst við að geta þvætt henni eitthvað
við skepnur haust og vor, og í öðru lagi var Jódís mín
sí-nuddandi. Pótti synd að láta greyið hrekjast milli
verstu kotanna ár eftir ár. — Og það er nú einhvern
veginn svona, að Jódís ræður öllu. — Jeg kom henni
upp á langt of mikið fjrrstu árin, og síðan vill hún hafa
yfirtökin.
Ófeigur: Jódís er góð kona.
Amundi (dræmt); Já — hún er það — á sinn hátt.
Ofeignr: Og þú gæfumaður. — Pað er mikil gæfa, að
fá að ala aldur sinn í satnbúð við yndislega konu. —
Hún gefur ætíð meira en hún þiggur. — Pú elskar
Jódsíi þína.
yímundi: Ojá, einu sinni þóttist jeg gera það.
Ófeigur: Pú elskar hana enn, þó að hversdags stríðið
kunni að draga fjöður yfir þær tilfinningar. — Gætirðu
hugsað þjer eilífa sælu án hennar?
Ámundi: Jeg veit það ekki. — Jeg hefi annað að gera
að jafnaði, en að vera að grufla út í þesskonar hluti.
Ófeigur: Pað yrði engin sæla.---------Pað yrði eilífur
söknuður.
(N'ii koma þær aílur, Jódis og Manga).
Amundi (víngjarnlegur): Pið voruð ekki lengi. — Hvernig
er veðrið?
Jódis (setsi við rokkinn): Veðrið er hlýtt og gott. En jeg
man varla eftir slíku regin-myrkri.
Manga (hefur setst hjá ófeigi); Hvar varstu í nótt?
Ófeigur: Á efsta bænum fjrrir handan skörðin. —
Fyrir rúmum fjörutíu árum síðan gisti jeg eitt sinn á
þeim bæ. Pá var þar glaumur og kátína, því að bónda-