Óðinn - 01.11.1919, Síða 8
64
ÓÐINN
Manga (Þegir).
Ófeigur: — Síðan heíi jeg leitað hennar i vöku og
svefni.-------En draumarnir reynast lítilsvirði og í vök-
unni fer jeg skakka leið. (Þegir litla bríð).-------Stundum
finst mjer, að jeg muni ekki fá að sjá hana aftur bjerna-
megin.--------Jeg sætti mig við það.-----------Eilífðin sam-
einar okkur. — — Marga vanmáttar-stund hefur fátæk
sál mín huggast við þá síðustu von. — (Fer inn i barm
sinn og tekur þaðan gamla mynd. Horfir á haua lengl). — Ein-
hverntíma fæ jeg að sjá þig aftur og vera með þjer. —
Mjer verður ekki ætlað að tæma bikar sorgarinnar
Öðru sinni. — (Rjettir myndina í óttina til Möngu, án þess að líta
upp). — Jeg á aðra mynd, sem jeg einn hefi sjeð.
Manga (stendur upp um leið og hún tekur við myndinni. Litur
á hana i skyndi, böríar jafnskjótt aftur á bak og vcrður sýnilcga
mjög óróleg og lira'dtl. — Augun hvarila frá myndinni á lotið gamal-
mennið); — Jeg hefi sjeð þessa konu.-----------
Ofeignr (situr hreyíingarlaus og horfir niður i gólfið); — Barn
á þínu reki hefur ekki sjeð hana líka þessari mynd.
Manga (annars hugar): — Jeg Jiefi sjeð konuna þína. —
Ófeigur: Fáðu mjer myndina, barn. — (Rjettir krækiótta
höndina eftir myndinni).
Manga (stendur kyr);--------Jeg hefi sjeð þessa hönd. —
Ófeigur (tekur höndina til sin); Fáðu mjer myndina, litla
stúlka. — Leiktu þjer ekki að því, að angra gamlan
mann.
Manga (fær honum myndina); Konan þín er dáin.
Ofeigur (rís í sætinu og horiir á hana stórum spumar-auguin.
Svo fellur hann saman aflur. Vill ekki trúa því, sem Manga segir, en
þó er augljós efi i rómnum); — Nei, hún er ekki dáin. —
Hún mundi koma til mín, ef hún væri dáin. —
Manga (krýpur hjá honum; röddin er óstyrk og ástúðleg);
Manstu eftir litlu kertunum hennar?
Ófeigur (eftir öriitia þögn); Já.------Jeg gaf henni þau
iyrir jólin . . . smákerti allavega lit. — Hún hjelt á einu
þeirra, þegar jeg sá hana síðast. —
Manga: Hún beið þín á pallskörinni, en þú snerir
ekki við. —
Ófeigur (óumræðiiega sorghiæddur): — Nei, jeg sneri ekki
við. . .
Manga: Jólaljósið dó í höndum hennar . . . timinn
leið og hún grjet eins og lítið barn. — En þú komst
ekki aftur.-----------Svo fór hún út úr bænum--------------
Ofeignr (lítur framan í hana mcð spurning og kviða í augunum).
Manqa: — og hljóp-----------í íljótið. . .
Ofeigur (ræður ekki við sorg sína; rær til í sætinu og hcfur
cngan frið); Nei, hún hefur ekki gert það. — Pað getur
ekki verið að hún hafi gert það. (Hægari; eins og við sjálfan
sig). Hún var svo kát og bara nítján ára. . . (Þegirumhrið
og horíir fram undan sjcr. Augun Ilóa i tárum). Hvernig veitstu
um þetia, barn?
Manga: Jeg sá það . . . áðan . . . þegar þú varst á
leiðinni hingað. (Eftir andartak). Heldurðu að jeg sje ekki
með--------fullu — viti?
Ofeigur (seiniega); Einu sinni þekti jeg gamla konu,
sem sú fjarlæga atburði, ókomna og liðna.----------------Hún
var talin vitskert.
Manga (hallast upp að honum; segir ekki ncitt, cn hræðslan við
það, sem liún kann að eiga í vændum, er skráð i hverjum andlitsdrætti).
Ofeigur (horflr íengi á hana); — Pegar jeg kom hjer niður
á hrúnirnar áðan, heyrði jeg vatna-gjálfur einhverstaðar
fyrir neðan mig.
Manga dágt); Pað er áin. — Jeg hefi heyrt til hennar
í alt kvöld.--------Stundum heyrist mjer hún duna við
bæjarvegginn —• stundum langt burtu. . . Heyrir þú
ekki til hennar?
Ófeigur: Nei, jeg heyri ekkert — nema niðinn i
gömlu blóði. . . (Fálmar eftir stafnum sinum og stendur upp
erfiðiega). — Jeg ætla að halda áfram í kvöld. —
Manga (ofsalcga hrædd; rcynir að aftra honum); —• Nei — nei
gerðu það ekki!---------Pú kemst ekki lifandi úr ánni. —
Hún braut af sjer isinn i dag og ólgar fram kolmórauð.
Ófeigill' (rólegur; tekur Iiana við liönd sjer og vikur til dyranna)
— Þú fylgir mjer, barnið mitt — niður fyrir völlinn —
þangaö til jeg heyri fljótið duna. . .
(Þau hverfa út úr dyrunum scinlega. — Oteigur á undan, en hún
fylgir honum, hlýðin og nauðug).
Hinn týndi sonur.
Hinn lýndi sonur, það ert þú og jeg,
jeg þekkt’ ann fyrst er jelið yfir skall
og sá að slóð mín lá á villu veg.
Jeg voðann hræddist; — búið heljar fall.
Jeg hlustaði og heyrði voðarödd
úr huliðsdjúpi, — minni eigin sál:
«Er fýsn þín ei af illum lifnað södd
og aldrei fylt þíns drottins reiði skál?«
Jeg brann af iðrun — blæddi opið sár,
en blíðan þá úr skýjum heyrði óm:
»Jeg, drottinn þinn, mun teija öll þín tár
og taka þitt hið besta með i dóm.«
Og trúin gefur traust svo óttinn flýr.
Jeg treystist ekki alt að vinna rjett,
en fyrirgefning fæ sem maður nýr.
Við föðurhjartað verður æfin ljett.
Fnjóskur.
Sí
Fæst ei aftur.
Augun tapa yl og glans,
ástin fcgurðinni,
ef að besta brosið manns
botnfrýs einu sinni.
Fnjóskur.
Prentsmiðjan Gutenberg.