Reykjavík - 11.04.1900, Side 2
10
^jónlei^ör í iÉxe^javíÉ.
BFTIB
Indbiba Binabsson.
II.
„SKRÍLL" árið 1900.
Vagtel sekriteri er aðalpersónan
í leiknum. Herra Kristján IJor-
grímsson leikur hann, og leysir vel
af hendi, einkum samtölin við
etatsráð Dobel. Fyrrum, þá sáu
áhorfendurnir oftast lítið til sorgar
og örvæntingar, þegar átti að sýna
hana, en hr. Kr. Þ., sem hefir
vanalegast leikið hlægilegar per-
sónur, kemst vel frá því, eins og
hann hefir gert oft áður; fyrir
leikara, sem mestmegnis hefir leikið
hlæilegar persónur, eru þess hátt-
ar samtöl oft erfið, af því að áhorf-
endunum finst mörgum hverjum:
„fyrst það er hann, þá á ég að
hlæja". Aðalgallinn á Vagtel verð-
ur, eða svo sýnist mér, að hann
er sumstaðar leikinn nokkuð stirt,
og maður sér það ekki, eða trúir
því ekki, að Vagtel sé sú „nátt-
húfa“ sem hann er; leikandinn er
svo stór maður og þrekvaxinn, að
honum veitir kanske erfiðara að
sýna það þess vegna. 1866 kom
sú hliðin á Vagtel næstum ein-
göngu fram.
Frk. Gunnþórunn Haildórsdóttir
leikur frú Vagtel mjög vel, 1866
sá maður að eins skapvarginn, sem
alt af sigar manninum sínum eins
og hundi, en nú kemur alveg eins
vel fraro fína konan, sem er hin
hliðin á frú Vagtel. Frúin er ekki
nógu gömul á leiksviðinu, því hún
hlýtur að vera um eða yfir fertugt,
en andlitið, sem hún hefir nú, er
tvítugt.
Kand. Jón Jónsson leikur barón
Lillie Ijómandi vel; hvenær sem
hann sýnir sig, komast áhorfend-
urnir i bezta skap, og sjá eftir að
hafa mist hann, þegar hann fer út.
TJndanfarin ár hefir það vanalegast
verið örðugt að fá „fina“ menn
leikna, svo að vel væri, en nú hefir
leikfélagið fengið nýja krafta, sem
auðsjáanlega bæta úr þeim vand-
ræðum.
Hr. Árni Eiríksson leikur Palle
Block. Hr. Á. E. er góður „karak-
ter“-leikari, og hefir ávalt haft leik-
ara-hæfilegleika, það var auðsóð
strax þegar hann lék Ingunni í Lág.
Hann leikur þessa „rollu" líkavel,
en til þess að verða líkur grófum
sjómanni, hefir hann valið sér loð-
inn málróm, sem verður oft óskýr,
þrátt fyrir þann kraft, sem leik-
andinn leggur í hann. — Betra
hefði líklega verið, að þeir Kr. Þ.
og Á. E. hefðu skift um hlutverk
og sá síðarnefndi leikið Vagtel, en
hinn Palle Block.
Ungu mennirnir í leiknum, Ágúst
og Friðrik, eru nett leiknir af kand.
Jens Waage og hr. Helga Helgasyni.
Friðf. Guðjónsson leikur Quitt;
aldrei heyrir maður nokkurt orð
borið svo fram, að persónan sé ekki
maður á efra aldri, og útbúningur,
svo sem skegg og hár áttu mjög
vel við, enda mun hr. Fr. G. leika
gamla menn bezt af öllu sem hann
leikur; aldrei fór hann fram úr hófi,
hvorki í málrómi eða látæði. 1866
hlógu menn sig máttlausa að Quitt,
hann var svo fjörugt leikinn, en
hætt er við, að það hafi ekki verið
bóksalinn hans Overskou’s, sem
sýndur var. HjáFr. G. verður manni
helzt fyrir að hneykslast á því,
hvernig Quitt er kominn í þessa
spánýju, fallegu sumaryfirhöfn,
maður, sem allt af gengur með
bókapoka um öxl, þegar hann er
úti, og jafnvel skjóðan, sem bæk-
urnar eru í, verður of nýleg, og
ekki nógu óhrein. 1866 hafði Quitt
gamla sauðskinnsskjóðu undir bæk-
urnar;' að þess háttar skjóða aldrei
hefir sést í Ilöfn, þar sem leikur-
inn fer fram, sakaði ekkert í gamla
daga.
Frú Þóra Sigurðardóttir leikur
Matthildi, sem er mikilhæf hefðar-
mey í leiknum, en verður ekki
eins mikið úr henni, eins og hefði
mátt búast við. Þegar samtölin
við baróninn eru undantekin ber
fremur lítið á Matthildi, þó ég geti
ekki sagt af hverju það kemur.
Ellen kona Palle Blochs er eigin-
lega búin til handa leikkonu sem
er „Karakter“ leikari, en leikfélagið,
sem enn skortir fóik til svo margra
hluta, hefir orðið að láta frú Sig-
ríði Jónsdóttir leika hana, þótt hún
sje lang óvönust af þeimkonum sem
eru í því. Það sem Ellen á að
segja tapar sér oft við það hvernig
leikandinn segir það, en það má
hún eiga, að hún reynir hvorki að
vera yngrí né fínni en Ellen hlýtur
að vera.
Frú Stefanía Guðmundsdóttir
leikur Grethe. Grethe er sköpuð
eftir geðþótta tímans sem leikritið
er skrifað á, en tímar og skoðanir
hafa breytst töluvert eftir það, og
þó leikandinn skilji hlutverk sitt
ágætlega, og þyki alment vera
bezti leikari, þá fellur Grethe ekki
mörgum vel í geð fyrir því.
Etatsráð Dobel er tæplega nógu
gamall að sjá, en annars fanst
mér etatsráðið vinna sér þá hylli,
sem hann á skilið eftir leiknum.
Sá, sem hefir horft á margt af
því, sem leikið hefir verið í Reykja-
vík síðustu 20 ár, hann hefir séð
margt og misjafnt. Um ’80 og
eptir það, var oft leikið vel, útbún-
inginn á leiksviðinu sjálfu skorti
mikið eftir að Sigu'’ðitr Gnðmunds-
son var fallin frá. Nokkru síðar
fellur leikarament mjög í áliti, allir
fara að leika, og þó einstöku menn
og konur léku ljómandi vel, þá var
hitt eins og gerist í list sem allir
ætla sér við hæfi. Smátt og smátt
fóru leikarnir að hefja sig aftur og
verða betri, og hafa nú náð aftur
milclu hærra stigi — hvað leikar-
ana snertir — en nokkru sinni áður
hér í bænum. Þegar maður sér
leikina hjá leikfélaginu nú, verður
manni- alt af fyrst fyrir að hugsa
um framförina, sem orðin er. Fyrir
nokkrum árum kvörtuðu ýmsir
áhorfendur yfir því, að þeir skemtu
sér ekki þó þeir færi í leikhúsið,
nú segja þeir sömu, að þeir skemti
sér þar. Framförin er svo ljós, að
sóu leikirnir fyrir tveimur árum
bornir saman við leikina nú, munu
flestir, sem dálítið skynbragð hafa,
geta séð hann.
Áhorfendurnir skemta sér aftur,
það er mikið unnið, og nægjusemi
er það að vissu leyti, því að öðru
leyti er lítið gert fyrir þá. Menn
leika bara fyrir þá. En lórefta-
strangarnir bíða eftir eftirmanni
Sigurðar heitins málara, og áhorf-
endurnir sitja á trébekkjum, hálf-
kaldir ef til vill, í hálfmyrkri 3—4
klukkutima; ef sá sem situr á nr.
7 eða 8 þarf að hreifa sig milli
þáttanna verða 6 eða 7 aðrir að
standa upp og fara burt af bekkn-
um meðan hann kemur og fer, og
þeir sem sitja á hörðu vilja helzt
standa oft upp. Eí sú breyting
væri gerð, að Ijósakrónan yrði dreg-
in upp og niður i gegnum ventil-
inn á loftinu, gæti verið bjart á
milli þáttanna, sú breyting þyrfti
ekki að vera dýr. En stólaj' á
alt gólfið, sem áhorfendurnir gætu
gengið inn í þegar nábúinn fer
framhjá, væru dýrari auðvitað.
Auglýsing um, að áhorfendunum