Reykjavík - 29.04.1900, Page 1
-A_TTQ-IJ'2"SI:N' G-_A_- OO l’KETTABLAB.
5. tbl. 1. árg.
Árgangurinn (alt að 20—25 tbl.) kostar hér í bænum 25 au.,
en 50 au., ef sent er með póstum.
29. apríl 1900.
Landsbókaaafnið er opið hvern virkan dag. kl. 12
—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) á. mánud.,
miðvikud. og laugard., til útlána.
Náttúrugripasafnið er opið á sunnud. kl. 2—3.
Forngripasafnið er opið á mvd. og ld. kl. 11—12 árd.
Landsbankinu er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.
Bankastjórnin við frá 12—1.
Landshöfðingjaskrifstofan opin hvern virkan dag
frá 9—107* 117*—2 °8 4—7-
Amtmannsskrifstofan er opin á hverjum virkum
degi kl. 10—2 og 4—7.
Bæiarfógetaskrifstofan er opin 9—2 og 4—7, hvern
virkan dag.
Póststofan opin hvern rúmhelgan dag kl. |—2 og
4—7. Aðgangur að Box-kössunum frá 9—9 dagl.
Afgreiðsla hins sameinaða gufuskipafélags opin 9
—12 og frá 1—8 síðd.
Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. fimtud. hvers máu.
Fátækranefndarfundir 2. og 4. fimtud. í mánuði.
Héraðslæknirinn er að hitta heima 2—3 dagl.
Augnlæknirinn er heima kl. 12—2. Ókeypisaugn-
lækning á spitalanum 1. og 3. þriðjudag livers
mánaðar, kl. 11—1.
Tannlæknirinn er heima kl. 11—2. Ókeypis tann-
lækning (heim**, hjá lækninum) 1. og 3. mánud.
í hverjum mánuði, kl. 11—1.
Ókeypis lækning áspítalanum þd. ogföd., kl. 11—V
dltvinnu~rógur.
I „Fjallkonunni", sem kom út
í gær (dagsett í fyrradáfe), stendur
grein eftir „Bibliofilo.s1', um aftur-
för í bókagerð og prentun.
Grein þessi er auðkennileg að
því, að það er alveg bersýnilegt
hverjum heilskygnum manni, sem
til þekkir, að hún er samin í alt
öðrum tögangi en þeim, sem hún
lætur i veðri vaka. Hún er ekki
samin til að vanda um lélogan
frágang á bókum að prentun og
pappír, því að þá hefði hún auð-
vitað snúið sér að því, að finna að
fráganginum frá þeirri prentholu,
sem aldrei hefir mér vitanlega
prentað neina bók, sem ekki er
handaskömm að-ytra frágangi. Hún
hefði þá e k k i farið að víta frágang-
inn á prenti frá Aldar-prentsmiðju,
sem vitanlega leysir prentverk af
hendi í allra-beztu lagi eftir því
sem hór gerist.
Greinin er heldur ekki skrifuð
til að segja satt, heldur í gagn-
stæðum tilgangi. Höf. greinarinnar
segir um mig: ,,Hann [Jón Ólafs-
son] hefir gott vit á prentun, og
hafði valið sór faliegt letur til
prentsmiðjunnar, meðan hann átti
hana, og haft góðan pappír. “ Af
því þetta or hrós í minn garð, er
mér ef til vill trúandi til, að ég
beri ekki af mór það af því, sem
ég á. En það verð ég að segja,
að letrið er ið sama í Aldar-prent-
smiðju nú, sem ég keypti til hennar
í öndverðu, en auk þess hafa eig-
endurnir bætt við nýjum tegundum,
öllum fallegum. Prentun var
ekki nærri eins vel af hendi leyst
hjá mér, eins og hún er nú venju-
lega í Aldar-prentsmiðju, og kom
það af því meðal annars, að ég
átti ekki völ á neinum prentara,
sem væri vel fær né vanur góðri
prentun. Að prentunin er svo
góð nú í Aldar-prentsmiðju, er
auðvitað að þakka herra Gstlund,
sem er einkar vandvirkur og verk-
hagur. Misjafn litur (of svart og
of grátt) hefir komið fyrir á örk í
einni bók, sem ég hefi látið prenta
í Aldar-prentsmiðju, og kom það
af því, að hr. Östiund var ekki við
staddur, meðan hún var prentuð.
En slíkt kemur fyjir fult svo oft
hjá öðrum prentsmiðjum hér, þótt
ekki bætist ofan á að á sömu bók og
á sömu örk sé notað nýtt, hreint
letur og útslítið og klest eins og
t. d. á „Skírni".
Höf. talar um prentsvertu af
lökustu tegund, og skyldi menn
ætla. að það væii Aldar-prent-
smiðja, sem notaði hana. Meðan
ég átti Aldar-prentsmiðju, hafði ég
eingöngu góða enska svertu, sem
kostar ytra 1 kr. 80 au. pd., og
ætla ég, að engin prentsmiðja hér
önnur hafi hversdagslega not-
að svo góða svertu. Síðan óg
seldi prentsmiðjuna, hafa eigendur
hennar not.að sömu svertu, keypta
af mér; þar til nú að síðustu, að
hr. Gstlund hefir farið að nota enn
þá miklu betri og dýrari svertu,
svo góða, að ég má fuliyrða, að
t. d. „Félagsprentsmiðjan" hefir
aldrei haft svo góða svertu á
bækur, og ég held helzt engin prent-
smiðja hór á iandi.
Greinin er auðsjáanlega skrifuð af
einhverjum, sem hefir — sjálfsagt
fyrir eitthvert tilefni — viijað eða
ætlað að gera greiða Félagsprent-
smiðjunni, sem kvað hafa heldur
lítið að gera. Það er eins og hún
sé stýluð af öfund yflr þvi, að Aldar-
prentsmiðja heflr nóg að starfa og
hefir fengið lofsorð fyrir verk sitt.
Þar á meðai hefir i sjálfri „Fjall-
konunni" skáldið Bened. Gröndal,
sem engin mun neita um smekk
fyrir því sem fagurt er, hiósað
prentun Aldar-prentsmiðju. „Bjarki"
og „ísafold" hafa gert ið sama.
Ég á ekkert lengur í Aldar-prent-
smiðju, og er ekkert við hana rið-
inn. Höf. í „Fjallk.“ segir, að ég
hafi vit á prentun. Pangað til
hann nafngreinir sig, svo auðið sé
að víta, hvort hann hefir það líka,
vona ég góðir menn trúi því sem
ég hér hefi sagt, ótilknúður af öllum
öðrum hvötum en þeirri einni, að
óg vildi bera hönd fyrir höfuð þeim,
sem ég sé að verið er að reyna
að gera rangt til, eingöngu af ili-
um og óhreinum hvötum.
Rvilc, 28. Apríl 1900.
JÓN ÓliAFSSON.
mr TIL LEIGU. mi
Fyrir einhleypa 2 herbergi
Yesturgötu 37.
ÁGÆTUR PANELPAPPI
(Vægpap), Rúllan, sem klæðir 100
□ álnir kostar kr. 6.50. Hann er
sá bezti panelpappi, sem hingað
hefir flutst að dómi þeirra, sem
reynt hafa. Fæst hjá
Sigfúsi Eymundssyni.
FATAEFNI: Marínblátt Cheviot
og dökkgrá tau, unnin úr íslenzkri
ull í norskri uliarvefnaðar-verk-
smiðju. Fást keypt í-búð
Sigfúsar Eym un dsso u ar.
Óvanalega gott verð.
###*##**#*##*#####*#####
# Alt frá því á dögura Adama hefir #
# klæðaaiiiðið verið að breytast, en #
J föt eftir allra-nýjustu tízku geta J
# menn ætíð fengið saumuð hjá #
# Guðm, SiguB-ðssyni skraddara
# Bankastræti 14.
# Hvergi eins vandaður frágangur
# og ódýreinsoghjá honum. Ábyrgst
# að fötin fari vel.
$#########*##*##*######$