Reykjavík - 08.06.1900, Blaðsíða 3
31
og skuldunautar sínir hefðu annað
að hugsa, heldur vildi harin á-
kveða næsta dag þar á eftir.
Dýrasti hestur i heimi yfir 700,-
000 kr. Veðhlaupahestar Eng-
lendinga komast oft i afarhátt
verð. Nýlega voru seldir hestar
hertogans af Westminster á upp-
boði eftir hann látinn. Dýrastur
varð hestur sá, er „Flying Fox“
(flugrefurinn) hét, er hafði skarað
fram úr síðast við nafnkunnu veð-
reiðarnar í Derby. Hest þennan
keypti frakkneskur maður fyrir
37,500 gíneur, en hver ginea er
21 shillings eða nál. 19 kr. Veð-
hlaupahestar, dýr hljóðfæri og
listaverk er vanalega ekki« reikn-
að eftir sterlings-pundum á Eng-
landi, heldur eftir gineum, likt og
hestar voru reiknaðir hór áður
eftir spesíum en ekki ríkisdölum.
— Á uppboði þessu voru seldir
alls 19 hestar fyrir samtals 1,340,-
000 kr.
3. Hannes Erlendsson tilkynnir
að hann ætli að selja eign sína
Melsblett með tilheyrandi húsum
og jurtagarði. Bæjarstjórnin vildi
ekki nota forkaupsrótt sinn.
4. Beiðni frá Guðm. Guðmunds-
syni um lækkun á útsvari. Út-
svarið lækkað niður í 10 kr.
5. Hald. Jónssyni í Fólagsgarði
eftir gefið aukaútsvar, fyrir yflr-
standandi ár, að upphæð 4 kr.
6. Jóni Runólfssyni í Stuðla-
koti og Jóni Jónssyni Austmann í
Garðhúsum, var geflð eftir skóla-
gjald, hálft gjald fyrir 1 barn
hvorum.
7. Beiðni frá Ivari Helgasyni
um eftirgjöf á kenslugjaldi, vildi
bæjarstjórnin ekki sinna.
Allir á fundi.
Fundur átti að haldast í gær en
fórst fyrir.
urra aura hagnað af einni brenni-
vínsflösku. Hér skal ekki heldnr
sagt aimað en að kaupm. fyigi
lögunum. En hvernig fara út-
lendingar (t. d. af herskipunum) að
fylia sig á sunnudögum? Þeir fá
þó líklega ekki mikið vínfanganesti
í land með sér hjá Chefinum ! Nei,
þeir hljóta að fá það, þegar þeii'
eru komnir í land. En hvar ? Get-
urnokkur svarað þeirri spurningu?
Það er vonandi, að lögregluþjón-
arnir athugi þetta vandlega. Til
hvers voru t. d. útlendir sjómenn
að klifra. yfir portið hjá Einari Zoega
á annan í hvítasunnu. Setjum nú
svo, að þeir sóu sórlega hneigðir
fyrir að klifra yfir öll port, en hvors
vegna vilja þeir endilega hanga á
portinu hjá Einari? Pað er von-
andi að lögregluþjónarnir gæti þess
vandlega, að lögunum sé fylgt.
Fj.konudrengskapur.
Af mér alveg óskiljanlegum á-
stæðum leyflr útg. Fj.konunnar ein-
hverjum manni, sem ónefndur vill
saurga mitt nafn og minn heiður,
að skrifa hvað eftir annað níð-
greinir um mig.
Hér óska ég að segja einu sinni
fyrir alt, að ég verð að eiga það
undir heilbrigðri skynsemi almenn-
ings, hvort menn trúi mér betur
sjálfum en einhverjum dóna, sem
ekki þorir að setja nafn sitt undir
óhróður sinn. Blaðagreinum frá
mér á móti Bibliofilos mega menn
því ekki búast við.
Ég veit eklti til að ég hafi móðg-
að útgef. Fj.k. hið allra minsta.
Hafi eg gert honum órétt, væri
mór ljúft að fá að vita það, og
skrifi hann undir egin nafni, skal
ég gera alt sem í mínu vaidi
stendur til þess að leiðrétta það,
sem kynni að vera ábótavant.
En bryti hann framvegis iands-
lög og rétt á mér, gæti ég varla
látið hann komast hjá að standa
reikning á réttum stað.
Rvík, 8. .Túní 1900.
DAVID 0STLUND.
Ifr bocnuni.
Bæjarstjórnarfundir.
17. Maí i9oo,
1. Beiðni frá frk. Guðlangu_Ara-
sen um fasta kennarastöðu við
barnaskólann, með 600 kr. launum
á ári. Bæjarstiórnin vildi eigi taka
beiðnina til greina.
2. Málinu út af áskorun „Fram-
farafélags Reykjavíkur" um breyt-
ing á lögreglusamþyktinni, frestað
enn til næsta fundar.
Hvitasunnan var ekki sórlega
ánægjuleg fyrir bæjarbúa. Á sunnu-
dagiun kalsastormur með talsverðri
rigningu á stundum. En það vildi
til, að hvítasunnan er tvíheilög,
því á annan var bezta veður og
gaman að vera úti, fyrir þá, er
frískir voru, og þó var nú aðal-
ánægjan „fyrir fólkið" innifalin í
„komu póstskipsins", ekki var nú
meira að láta!
Menn hafa verið framar venju
framtakssamir í að opinbera trú-
lofun sina, hór i bænum, undan-
farandi, og láðist því miður að geta
þessa síðast. Trúlofuð eru: Jón
trésmiðameistari Sveinsson og frk.
Elisabet Árnadóttir, Ágúst prentari
Sigurðsson og frk. Ingileif Bartels,
cand. Einar Gunnarsson og frök.
Anna Hafliðadóttir.
Ekki virðast nýju brennivínslög-
in ætla að draga mikið úr vín-
nautninni, hér, í bæ að minsta
kosti. Alveg var t. d. svallið um
lokin sama og að undanförnu, ef
ekki verra, „slagsmál" o. s. frv.
Enda er ekki við öðru að búast,
þar sem jafnauðvalt er að ná í
vín og áður. En þess hefði mátt
vænta, að á sunnudögum yrði eng-
in ólögleg vínsala, þar sem smá-
kaupmönnunum hefir alt af verið
kent um sunnudagasöluna. En
nú eru það einmitt stóru og sterku
kaupmennirnir, sem hafa vínsöluna,
og mætti því ætla, að þeir
bæru þá virðingu fyrir lögunum,
að þeir brytu þau ekki fyrir nokk-
Gestlr.
Auk þeirra, er getið var í síð-
asta blaði, voru hór konsúll Jakob
Havsteen af Akureyri með frú sinni
og syni, og umboðsmaður St. Ste-
phensen. Gestir frá Vesturheimi
komu meðLaura: Jóhann Bjarna-
son (úr Húnavatnssýslu), Jóhann
Þorgeirsson (frá Akureyri) og kona
hans, Hallfríður Jónsdóttir, og loks
Halldóra Tómasdóttír (úr Rvík).
Með Strandbátunum komu nokk-
uð margir. I’ar á meðal frú I:,ór-
dís Sivertsen frá Vopnafirði, frú
Sigríður Hjálmarsson Mjóafirði og
Magnús Magnússon kaupm. Eskif.
Ennfremur verzl.erindrekar Thom-
sens verzlunar P. Biering og Ólaf-
ur Hjaltesteð.
Dánir í Reykjavíkursókn.
1. Júní: forsteinn Björnsson frá
Vatnsleysu (41 árs); Bóra Gísla-
dóttir, ekkja í Mjóstr. (68); Ólafur
Sveinar Haukur Benediktsson, bú-
andi á Vatnsenda (jarðarförin fór
fram í gær). 2. Júní: Sigurbjörg
Sigurðardóttir, ekkja í Vaktarabæ
(77); Guðrún Gísladóttir, gift kona
í Skildinganesi. 3. Júní: Jóhann
Guðmundsson í Kasthúsahverfi(38);
Hólmfríður Guðmundsdóttir, ekkja
á Bræðraborgarst. (61); Ingiríður
Einarsdóttir Lindargötu (72).
Praplónm koma út Þ- L °s15-
1 ICClÁUIiI j jjyei.jum mánuði.—
Stuttar grcinir og sögur, kristilegs
og siðferðilegs efnis, ýms fróðle.ikur,
góður og gagnlegur fyrir alla. — Verðið
er að eins 1 lcr. 50 au. um árið.
Utg. D. 0stlund, Reykjavík.