Reykjavík - 10.12.1900, Page 2
82
C(r íœnum.
Þann 6. Okt. í haust var stofnað
félag hér í bænum, er nefnist „Tafl-
félag“. Fyrir stofnun þess geng-
ust: hr. Pétur Zóphóníasson verzl-
unarni., Sig. Jónsson fangavörður
og Sturla Jónsson kaupmaður og
eru þ<úr þrír mí í stjórn þess. Yar
félagið stofnað með 29 meðlimum,
eu nú eru í því 3(í.* Heflr félagið
fengið rnjög myndarlegar gjafir frá
íslandsvininum prófessor Williard
Fiske. Gjaflrnar voru taflbækur
(á þriðja hurrdrað kr. virði), 7 ágæt
taflborð með mönnuin og 1 ferða-
tafl (öll töflin uin 90 kr. virði).
Einnig sendi liann verðlaun: önn-
ur fyrir bezta tafluppgáfu og hin
fyrir bezt teflda skák. Einnigfékk
félagið r.ií með „Skálholt" tvenna
nafnstimpla o. fl. frá taflfólagi í
London (British Chess Club). Fé-
lagsmenn koma saman á Laugar-
dagskvöldum. Þessir eru álitnir
helztir taflmenn hér nú : Björn M.
Ólsen rektor, Einar Benediktsson
málaflutningsmaður, Pétur Zóphó-
níasson verzlunarm, Sigurður Jóns-
son fangavörður og Sturla Jónsson
kaupm.
Þann 18. Nóv. var sjötugasti af-
mælisdagur Sigurðar skipstjóra Sí-
monarsonar, og mun hann nú vera
hættur sjóferðum. Þennan dag var
honum haldið samsæti á „Hotel
Island" af meðlimum skipstjórafé-
lagsins „Aldan". Form. fél., skip-
stj. Hannes Hafliðason, talaði fyrir
minni heiðursgestsins, var honum
við þetta tækifæri gefinn fallegur
stafur; einnig hafði verið ort kvæði
af Benedikt Gröndal og er þetta
niðurlagserindið:
„Aldan" og öldur blá
allar þér núna tjá
lofgjörðar lag.
Hvílstu nú, hetja vor!
hvergi þín deyja spor,
ekki þitt afl og þor,
eftir þinn dag!
Skemtu menn sér við ræðuhöld,
söng og spil fram eftir kvöldinu
og fóru svo ánægðir heim.
Að morgni hins 19. Nóv. blöktu
fánar á hverri stöng í bænurn í til-
efni af 25 ára afmæli Thorvald-
sensfélagsins. Að kvöldi þess dags
hólt félagið samsæti í „Iðnó“, og
þó meðlimir þess félags séu ekki
vanir að láta mikið yflr því, sem
gerist á samkomum þess, þá vita
menn samt svo mikið, að sam-
sætið var hið skemtflegasta, ræðu-
höld etc. Yið þetta tækifæri hafði
Bened. Gröndal ort kvæði til frú
Þórunnar Jónassen, sem hefir ver-
ið forstöðukona félagsins alla tíð,
einnig gáfu meðlimir félagsins henni
merki þess úr gulli.
Þann 20. Nóv. hflt Skautaféla -
ið aðalfund sinn. Yar stjórn endu; -
kosin, nema í stað Sveins Björn -
sonar (hann dvelur nú erlendis) var
kosinn GuðjónSigurðsson úrsmiðu .
Sunnudaginn 25. Nóv. hélt G.-T.-
stúkan „Einingin" 15. afmælisdag
sinn. Eins og vandi er til á af-
mæli stúk. „Einin.' in“ var þetta
mjög skemtilegt. Monn skemtu sér
fyrst við ræðuhöld og söng (kó '
karla og kvenna); eiunig söng Jón
Jónsson nokkur lög (solo). Ræður
héldu: Guðm. Magnússon (íslandi,
Borgþór Jósefsson tvær (Einingin
og G.-T.-Reglan) og Jón G. Sigurðs-
son (systurstúkurnar). Árni Eiríks-
son lék og eintal, var það sem
vænta mátti ágæt skemtun. Kvæði
ortu við þetta tækifæri Guðmund-
ur Magnússon og Jónas Jónsson.
Að síðustu skemtu menn sér við
ýmsa innanhúss-leiki. Þótti öllum
afmælishátíðin hin bezta.
Með „Ceres“ fór um daginn Gunn-
ar Einarsson kaupm o. fl.
Trúlofuð eru Lúðvig Hafliðason
verzlunarmaður og fröken Jóhanna
Bjarnadóttir (frá Reykhólum).
Bæjarstjórnarfundir.
6. Sept. 1900.
Umkvörtun frá bæjarstjórninni
um ófullkomið manntal hér í bæn-
um hafði landshöfðingi svarað svo,
að dómkyrkjuprestinum bæri sjálf-
um að taka manntalið eða þá að
láta áreiðanlegan mann eða menn
taka það fyrir sína hönd, og skyldi
því jafnan lokið fyrir 31. Janúar
ár hvert.
Nokkurir bæjarmenn höfðu lagt
það til, að bæjarstjórnin léti skreyta
bæinn eða hafa einhverja viðhöfn
hér 31. þ. m. vegna aldamótanna.
Það var samþykt, og 3 manna
nefnd (Tr. G., H. J., G. B.) falið
að standa fyrii' því, ásamt ein-
hverjum bæjarmönnum, er hún
kýs sér til aðstoðar.
Frá landshöfðingja kom tilkynn-
ing um, að stjórnin hefði ekki séð
sér fært að staðfesta la.ndsspítala-
frumvarpið frá síðasta þingi, vegna
of lítilla fjárframlaga, en hefði í ráði
að leggja nýtt frumvarp*um sama
efni fyrir næsta þing, og vildi vita
hjá bæjarstjóininni, hve mikið hún
muni fús að leggja. til landsspítala-
gerðar unifram áður heitnarfl 0,000
kr. Það mál var falið fjárhags-
nefnd gog héraðslækni -G. B.) til
ihugunar og álitsgjö.ðai
Til barnaleikvallar á bæjarstjórn-
n kost á að fá fyrir 400 kr. lóðar-
pildu, er St. Egilsson á; bíður
næsta fundar.
Boilleau bauð bæjarstjórninni til
aups fjós sitt við Rauðp ;árlæk, en
hún vildi ekki.
Sótara í vesturhluta bæjarins frá
nýári skipaði bæjarstjórnin Þórð G.
ireiðfjörð.
Fyrirliðar i slökkviliði skipaðir:
'étur Jónsson blikksmið ir, Andrés
Bjarnason söðlasmiður, sgeir Sig-
urdsson kaupm., Gísli Tómasson
verzlunarm., Casper Hertervig gos-
drykkjabruggari.
Til að semja alþýðusl yrktarsjóðs-
skrá kosnir M. B., Sighv., Þ. B.
Samþykt brunabótavirðing á húsi
H. Andersens skraddara 21,830 kr.
+ 2,400, (tvíloftað geymsluhús
hans); ennfremur á húsi Steindórs
Jónssonar trésmiðs við Klapparstig
3,215 og Guðm. Guðmundssonar
trésmiðs í Bergstaðastr. 1,590.
Dánir I Reykjavíkursókn.
14. Okt..: Frú Margrét Sigurðar-
dóttir (33 ára), í Keflavík (var jarð-
sett hér 19. s. rnán.). S. d.: Krist-
björg Jónsdóttir, stúlka frá Raufar-
höfn (26 áraj. Björn Jakopsson, ó-
kvæntur, í Bergst.str. 21 (56 ára),
fannst druknaður nálægt Kríusteini,
26.: Eyþór Felixson kaupmaður
(69 ára), var jarðsettur 3. nóv.
29. : Sigríður Árnadóttir, gamal-
menni við Framnesveg (88 ára),
30. : M. Jóhannesson kaupmaður
55 ára), var jarðaður 6. nóv. S.
d.: Þorgils Jónsson (33ára), lausa-
maður við Lindargötu 31.: Gunn-
laugnr Eiríksson ungbarn á Vest-
urg. 21 (á 1. ári). 4. nóv.: Jóhanna
Magnusdóttir (58 ára), gamalmenni
Vesturg. 51. 5.: Benidikt Friðrik-
sen, ungbarn við Laufásveg (á 1.
ári). S. d.: Jón Blöndal (52 ára),
ókvæntur þurfamaður í Hallskoti,
vitskertur. 27. okt.: Guðm. Jóns-
son sjúkl. á Holdsveikrat-pítala ó-
kvæntur (27 ára).