Reykjavík


Reykjavík - 01.03.1901, Blaðsíða 4

Reykjavík - 01.03.1901, Blaðsíða 4
4 F Y RIRLE8TUE n m Neró Rómverja keisara og ofsóknir gegn kristnum mönnum heldur D. Qstlund í Good-Templarahúsinu sunnud., ki. (jt/j' síðd. [Frí aðgangur, en frjálsura samskotum verður safnað við útganginn. Ég hef svo margt að þakka þór; PAPPÍRS-POKAR Munið eftir 'TJBy að panta ykkur Limtnonaði, Sodavatn, Édik og öerpúlver, sæta og súra saft, margar tegundir. Hvergi eins gott og ódýrt. Verðlisti sendist ef óskað er. Gosdrykkjaverksmiðjan „Geysir“ Rvík, 4. Febr. lézt hér í bænum Guðm. Otte- sen, fyr kaupm. á Akranesi. Hann var mjög vinsæll maður, og svo hjálpfús, að mælt var, að harin gæti engan látið synj- andi fi'á sér fara, er hans leitaði. Lik hans var flutt upp á Akranes og jarðsungið þar. — í fyrrra sumar heimsótti land vort gestur, sem ekkert islenzkt blað hefir enn getið um, og er þó þess verðastur allra ársins gesta. Það var Friðþjófur Nansen, sem kom á Dýrafjörð í Ágústmánuði og dvaldi þar nokkra daga; fórþaðan aftur til Oræn- lands. — íslendingur stórþingismaður í Noregi. Þeireru líklega fáir, sem vita, að nokkur íslending- nr hafi þennan heiður hlotið. Sá maður var Ólafur Ólafsson (nFrostastaða-Ólafur“) f. 1753 á Þverá í Skagafirði, prófessor í lögfræði við námaskólann í Kongsbergi í Noregi. Hann sat á stórþinginu 1818 sem fulltrúi frá Kongsbergi. Hann dó í Kristí- aníu 1832. — Allir íslendingar, sem fæddir eru fyrir 1814, eru eiginlega fæddir norskir þegnar, því að ísland laut konungunum þá að því leyti, sem þeir vóru Noregs-konungar, en ekki fyrir það, að þeir vóru Dana- ltonungar. Einn merkismaður her í bæn- um, Páll Melsteð sagnfxæðingur, er þannig fæddur. norskur þegn. Hann hefir lifað undir 4konungum: Friðr. VI., Kristj. VIII., Friðr. VII. og Kristíáni IX. P. M. er f. i8/n 1812 og getur því vel lifað að kom- ast undir fimta konunginn enn. — J. Ó. t Ekkjan Helga Ólafsdóttir. Fsedd 16. Maí 1816, Dáin 31. Október 1900. fú hvílir dáin, móðir mín! Bn mjúk er ekki rekkjan þín: — þín sæng og kodddi’ er kistufjöl og kring um þig er leir og möl. Ó, hvað er niðri’ í myrkri mold? Ó, maðkasafn og fúið hold. Þar býr þú nú og bluhdar rótt. — Ég býð þór, móðir, góða nótt. Ég kem í arida inn til þín, þar enginn sólargeisli skín, og krossa brjóstið kalda þitt, sem kom svo oft við hófuð mitt. Ég forðast eigi fjalabrot, og fúin bein og sólar-þrot; ég kem hér til að kveðja þig og kvitta fyrir sjálfa mig. Ég hef svo margt að minnast á: á rnóðurást — og kosti þá, er gildi víðtækt, gáfu þór á göngu þinni’ á jörðu hér. En fæst ég talið fæ af því, óg flnn það samt og um það bý í huga mér sem heJgan dóm, sem heilla-rún, sem gæfu-blóm. Éar geymi’ eg alt, sem gafst.u mór af gullum þeim, er sýndu þér hvað clygð og shynjun skarta vel og skreyta iífsins eyðimel. ég þakka kært frá sjálfri mér, svo’ ótal margt svo móðurlegt, sem maður enginn rótt fær þekt. Ég þakka fyrir trúar-tár og trygð og þrek og giaðai' bi ár og sannleiksást og lyndis-ljós og liknarstörf og dygða-rós. - Svo þakka’ eg fyrir þeirra hönd, er þig við tengdu skildu-bönd. Fi'á öllum þeim, sem unnu þér ég ástarkveðju til þín ber. Ég lítið barn við brjóst þór lá; ' þú barst mig oft og studdir þá; við áttum saman langa ieið en loksins endar sórhvert skeið. Ég hefði viljað halla þér í hinsta striði að brjósti mér og borga þannig gömul gjöld — en getu ráða hulin völd. Já, frá mér örlög fluttu þig! Ég flnn hve sárt það tekur mig að geta’ ei rétt þór hjálparhönd, er hnigu að þór dauðans bönd. En til hvers er að tala um það? hvert takmark býr á vissurn stað; þitt hinsta takmark það varð þar, sem þér ég hvergi nálæg var. Ég veit svo margt, sem mætti tjá við raoldir þínar — dauðum hjá, en hugur minn nú hæi-ra snýr — til hæða, þar sem iífið býr. Þar heflr sál þín íundið frið, er fjötra holds hún skildi við. Hve gott er eftir gengna þraut að ganga þar á sælii braut. Þótt hönd mín gæti’ ei hjúkrað þór á hinstu stund — það trú min er, að vinahöndum öðrum í þú unir nú við sorgir frí. Því get ég kvatt þig, móðir mín, - þótt, mjúk só ekki rekkjan Þín — með ró í hjarta, ró í iund og rórri von um endurfund. - Og drottinn blessi dustið þitt; og drottinri heyri andvarp mitt: hann gleðji þína góðu önd og geymi’ í sinni föðurhönd. Hann heyrir andans hörpuslátt, hann heyrir sórhvern andardrátt. -— Hann veithvarbörn hansblundarótt. Ég býð þór móðir góða nótt. Undir nafni dóttur hinnar látnu: Helgu Bjarnadóttur. Halldór Helgason. Stúlka óskar að fá vist m u. Maí, helzt lijá smærri familíu. Lág laun. Ut- gefandi vísar á. PENINGABUDDA hefir tapast 19. Febr. Skila má til Sigurðar Jónssonar bókbindara. Húsnæði fæst á Laufásveg 37, V8 pús., V4 pds., 2, 3 og 4 pda, góðir og ódýrir. — Fyrir kaupmenn! 1 *3tón (Blqfsson. STÍLARÆKUR, RÉTTRÍTUNARBÆKUR, úr ágætum pappír, ódýrar. c$ón (Blqfsson. Vatnsstrykaður PÓSTPAPPÍR, frábærlega góður, og fín urnslög til- heyrandi. <3ón ©lafsson. PÓSTPAPPÍR, - strykaður, g’óður, ódýr og dýrari. Smá og stærri umslög. clén (Blafsson. „LEDGER" PENS, finir, góðir penna,r, 18 au. tylft. „WAVERLBY" PENS, mjúkii, góðir pennar, 30 au. tylft. _____________JÓN 'ÓLAFSSON. I. Paul Liebes Sagradavín og Maliexfrakf með Kínín og járni hefi ég nú haft tækifæri til að reyna með á- gætum árangri. Lyfþéssi oru engin leyndar- lyl (arearia), þurfa þau því ekki að brúk- ast í blindni, þar sem samsetning þessara iyija er ákveðiu og vitanleg. Sagradavín- ið hefir reynst mér ágætlega við ýmsuin magasjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, som ég þekki, er verk- ar án allra óþæginda, og or líka eitthvað hið óskaðlcgasta lyf. Maltextraktin með kína og járni er hið bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyf gegn livers konar veiklnn sem er, sérstaklega taugaveiklun. þreytu og lúa, afle.iðingum af taugaveiki, þrótt- leysi inagatis o. s. frv. — Lyí þessi hefi ég ráðlagt mörgum með bezta árangri ogsjálf- ur hefi ég brúkað Sagradavín til heilsu- bóta, og or mér það ómissandi lyf, Bejkj.vík, 28. Nóv. 1899. PÁLSSON. Einkasölu á 1. Paul Licbes SagTadayíni og Maltextrakt með bíilíll og járni, fyrir ísland, hefir undirskrifaður. Útsölumenn eru vin- samlega beðnir að gefa sig fram. cTSjörn díristjánsson. TÝNST hefir „Galosehia" frá „Iðnó“ til kirkjunnar. Finnandi skili í Ti nglioltsstræti 4. Aldar-prentsmiðjan. — Ileykjavík. Pappírinn frá Jóni Olafssyni. I

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.