Reykjavík


Reykjavík - 01.06.1901, Blaðsíða 2

Reykjavík - 01.06.1901, Blaðsíða 2
2 Til minnis> Landebókasafnið er opið hvern virkan dag, kl. 12—2 og einni stundu lengur (<il kl. 3) á Mánud., Mið- vikud. og Laugard.. til dtlána. Landsskjalasafnið opið á Þrd., Fimtud. og Ld. kl. 12—1. Náttúrugripasafnið er opið á sunnud. kl. 2—3. síðd. Forngripasafnið er opið á Mvd. og Ld. kl. 11—1. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Hankaetjórnin við frá 12—1. öfnunarsjóðurinn opinn 1. Mád. í mán., kd. 5— 6 éiðd. liítndsliíifðingjaskrifstofftn opin hvern virkan dag frá !>■ 10 7„ HVtf—2 og 4—7. Amtmannsskrifstofan er opin á hverjum vÍTkum degi kl. 10 -2 og 4-7. Bæiarfógetaskrifstofian er opin rumh. daga 9—2 og 4—7. Póststofan opin hvern rúmhelgan dag kl. 9—2 og 4—7. Aðgaagur að Bnx-kössunum frá 9—0 dagl. Bæjar- póítkassarnir tœzndir dagl. kl. 7J/i árd. og 4 siðd. Afgrciðsla hins sameinað.i gufuskipafélags opin rúmh. daga frá 8—12 árd. og 1—8 síðd. Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. Fiintud. hvers mán. Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtud. í mánuði. Héraðslæknirinn er aðhitta heima 2—3 dagl. Augnlæknirinn er heima kl. 12—2, ókeypis augnlækn- ing á spitalaaum 1. og 3. Prd. hvers .mán., kl. 11—1. Tannlæknirinn er heima’ kl. 11—2. Okeypis tann- lækning heima hjá lækn. 1. og 3. Mád. hvers mán. 11—1. Apótekið opið dapiega írá 8 árd, til 9 siðd. Okeypis lækning á spftalanum Þrd. ogFöd., kl. 11—1. skrifast á við herra Rendall og hafði ég meðal annars skýrt honum frá, að dóttir hans skrifaðist á við Dela- porte. Siðan sagði hann mór frá, að hann hefði varað hana við majórnum og sagt henni frá, að hann hefði kom- ist að því, að Delaporte væri hennar með öllu óverður og yrði hún því að slíta viðkynningu við hann; en hún svaraði honum, að það hvorki gæti hún gert né vildi gera. Hún fuliyrti, að þetta hlyti að vera heimskuiegur hleypidómur, þvi að majórinn væri einn af hinum ágætustu mönnum í heimi. Faðir hennar hafði því afráð- ið að leggja ekki fastara að henni um þetta að sinni, en sagt henni þójafn- framt, að einn góðan veðurdag mundi hún sér til sárrar gremju vakna upp af þessum unaðsdraumi sínum. Við dvöldum lengur en við höfðum upphaflega ætlað okkur í Peshawar. Winter ungi hrestist við, svo sló hon- um niður aftur, og aftur hrestist hann við á ný; loksins lögðum við upp einn fagran morgun í góðu veðri með allri okkar fjölmennu fylgdarlest og héldum upp á heiðina, sem var stórskorin og hrikaleg. Við fórum okkur hægt. enda þurftum við ekki að hraða okk- ur. Ég var ineira að segja viss um, að Delaporte mundi ekki ætla sér til Kabul, eins og hann lét í veðri vaka. Hann ætlaði víst að láta leikinn enda á heiðinni, en hún var löng, raarg- ar dagleiðir. Annan daginn, sem við vorum á ferðinni, náðum við stórri verzlunar- lest og slóumst í för með henni. All- ir vorum við vel vopnaðir og verzl. unarmönnunum þótti vænt um sam- fylgd vora; því að um nokkra hríð að undanförnu hafði verið töluverð 6- spekt á þjóðflokkum þeim, er þar bjuggu í grend, og það voru ekki nema fájr^mánuðir síðan þeir höfðu ráðist á stóra verzlunarlest, sem kom frá Indlandi, þar á heiðinni og höfðu • strádrepið flesta lestamennina, en rænt 1 öilu fómætu. ,Avis*-band tapast frá stýrimannaskól- anum að Sturlabúð. Skilist í Aldar-pr.sm. Þá er við höfðum farið fjórar dag- leiðir, sýktist George Winter á ný, og bar nú sjúkdómur hans ýmisleg hættu- leg einkenni. Framh. Jírá úilöndunþ. Eftir Jón Oi.afsson. Ný tíðindi er nokkuð kveður að, eru engin að þessu sinni. Bretar vinna sifelt sigra á sauðfé og nautgripum Búa. Segir fregnriti „Times“ það hiklaust og blygðunat'- laust, að það sé öflugasti vegurinn til að vinna á Búum, að ræna bændur öllum bústofni. í ritstjórnar-grein í „Times“ er hert fast að stjórninni brezku að láta nú til skarar skríða, svo að ófriðnum verði lokið i Agúst, áður en hita-tíðin fer að byrja þar suður frá’. „Verði það ekki gert,“ segir blaðið, „þá er ekki því að leyna, að vór megum búast við að ófriður þessi standi eitt árið enn“. Bretar eru nú farnir að senda fanga sina (af Búa-kyni) til Indlands til varðveizlu. Hefir það vakið eftirtekt, að jafnvel brezk biöð á Indlandi („The Englishman") fara hörðum orðum um þessa ráðstöfun, því að staðurinn, sem þá á að flytja til, Ahmednagar, er svo óheilnæmur, að Norðurálfumenn deya þar út eins og flugur. Han- delsblad í Amsterdam (í Hollandi) flyt- ur hörð mótmæli gegn flutningi fanga til Ahmednagar. — McKinley forseti hefir veitt á- heyrn sendinefnd Cuba-manna; hélt þeim virðulegt gildi, en vildi ekkert um stjórn Cuba tala við þá, vísaði þeim um það mál til hermálaráðgjafa sins. Éykir það einkennilegt, og ekki þýðingarlaust, að hann vísaði þeim til þessa ráðgjafa, en ekki til utanrikis- ráðgjafans, þar sem Cuba á þó að fá að heita sjálfstætt þjóðveldi í orði kveðnu. Þykir það benda á hvers kyns „sjálfstæði" Cubverjar muni eiga að fagna. * Erindi néfndarinnar var að fá breytingar á skilyrðum þeim er Bandaríkin hafa sett fyrir sjálfstjórn Cuba, og er þeirra áður getið. Þykir sendimönnum útséð um, að þeir muni nokkru fá áorkað. -— Einkennilegt er það, að vörur frá Cuba (tóbak, sykur) ætla Bandaríkin framvegis sem hingað til að tolla, sem kæmi það frá út- löndum. — Frá Sínlandi kemur sú fregn, að keisarinn hefir sent ávarp öllum stór- veldunum og leitast fyrir um, hversu þau muni því taka ef hann gefi öll- um útlendingum, hverrar þjóðar sem eru, fullan rétt og frjálsan aðgang til að setjast að í Mandsjúrí, hvar sem þeir vilja og reka þar hvers kyns verzlun og atvinnu-fyrirtæki. Hafa allar stjórnir því vel tekið, og Banda- menn með þeim ummælum, að þegið mundi boðið, þótt það varðaði alt Sína- veldi i stað Mandsjúrís eins. IJó hafa Rúsar enn engin svör uppi látið, og ætla menn þeim muni þettailla líka, þykjast sjá, að þetta Sé klókskapar- bragð til að tálma einveldi Rúsa i Mandsjúrí. — Frá Vestur-íslendingum. Nú er ' afráðið að járnbraut verður lögð til Nýja íslands (Gimli). Verður það mikil framför fyrir bygðarlagið. Frí- löndum öllum þar um svæði er nú sem óðast verið að ná eignarhaldi á, og má búast við, að þau verði von bráðar þrotin. Dátiir eru þessir vestra: í Winni- peg húsfreyja Hlíf Porgrímsdóttir (kom af ísafirði 1899). -— í Alberta-ný- lendu: ekkjan Hólmfríður Jónsdóttir (Gooman), ættuð úr Éingeyjarsýslu, gift fytst Sofoníasi Benjamínssyni, í annað sinn Helga Eymundssyni og fór vestur um haf með honum; í þriðja sinn giftist hún Guðmundi Jóns- syni, er nefndi sig Goodman. — í Winnipeg: Arni Arnason háaldraður maður; bjó á ísl. í Skógum i Axar- firði og Gunnarstöðum í í’istilfirði. — Sömul. Hálfdán Þorsteinsson af Norðurströnd við Vopnafjörð. . —ooo HQndeiíornanna d milli. Prestskosning fór fram á Staðai - stað 16. f. mán. Séra Vilhj. Briem hlaut kosningu. Aldamótasamkomu héldu Eyfirð- ingar á Grund í Eyjaf. fyrsta suraar- dag. Voru þar ræðuhöld mikil, sýnd- ar glímur o. fl. Fískaílí góður á Austfjörðum, eft- ir því er „Austri“ segir, og smásiid komin inn á Seyðisfjörð. Almennan bindindisfund fyrir Austurland hefir Jón Jónsson læknir á Vopnafirði boðað á Soyðisfirði 15. Júní næstkomandi. Björgunarskip kom 18. f. mán. til Hafnarfjarðar, sem heitir „Hels- ingör“, skipstj. Nic. Mogensen, og er það sent af hlutafélagi í Khöfn, sem hefir slík skip í förum. Manntjón varð mikið 16 f. mán. (á uppstigningardag) síðla dags. Skip fórst úndan Eyjafjöllum á leið til Vestmannaeyja. Voru á skipinu 28 manns, 20 karlm. og 8 kvennm.; en að eins einum varð bjargað. Annað ínamitjón varð 20 f. m. fyrir sunnan Bjarnarey við Vestm.-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.