Reykjavík


Reykjavík - 20.09.1901, Blaðsíða 3

Reykjavík - 20.09.1901, Blaðsíða 3
3 inn á Litla-Eyrarlandi við Aknreyri og 150 hestar af töðii, á svipstiuidu. Flskalli á Austfjörðum frrmur tn g- ur og langt að sækja. Tíðarfar eystra, er siðast fréttist, ágætt. Heiðursgjaiir úr st.sjóði Kristjáns konungs hefir landshöfðingi veitt, 31. f. m., Georg Pétri Jónssyni bónda á Draghálsi, og Sigurði bónda Sigurðs- syni á Langholti i Flóa, fyrir framúr- skarandi dugnað og framkvæmdir í jarðabótum og húsabótum. Druknun. Af fiskiskútunni „Litla Rósa“ úr Hafnarfirði hrukku tveir menn útbyrðis 10. þ. mán. og drukn- uðu. Voru það Jón Kiisjánsson frá Hausastaðakoti (átti konu og 7 böni) og Þorgils Þorgilsson frá Óseyri við Hafnarfjörð, ókvæntur maður. Ó[r iíöfuðsfaðnum. Fyr yfirkenuara H. Kr. Frlð rikssynl var fyrir skömmu flutt á- varp skrautritað, af stjórn Ijandbún- aðarfélagsins. Var það þakklæti og viðurkenning á hans mikla starfi í þarfir búnaðarins fyr og síðar. Sömul. var honum afhent heiðursfélagaskír- teini skrautritað, samkvæmt ályktun búnaðarþingsins. „Yesta“ kom 17. þ. mán. írá út- löndum. Hafði komið við á Aust- fjörðum eins og til stóð. Með voru frá útlöndum: Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol., stud. theol. Jón Brands- son og stud. theol. Ásgeir Ásgeirsson, cand. theol. Jón Porvaldsson o.fl. Að austan: forv. Brynjólfsson cand.theol., Björn Pálsson stud. art., o. fl. Á ferðinni hér: séra Jósep Hjör- leifsson á Breiðabólsstað, Guðm. kaup- m. Sveinsson í Hnífsdal, Samson Eyj- ólfsson, Edvard Ásmundsson ísafirði, frii Helga Jónsdóttir fsafirði, frk. Ást- hildur Grímsdóttir ísafirði o. m. fl. „Skálliolt" kom í gærmorgun að norðan og vestan. Með voru um 200 farkega, þar á meðal Kristján for- grímsson kaupm. (úr ferð sinni um Vestfirði), sonur hans Porgrímur, ól- afur Lárusson frá Selárdal, Benedikt. Stefánsson, Stefán Kristinsson cand. theol. o. fl. o. fl. Skipakoinur. 14. Sept.: „Ema- nuel“ (skipstj. J. Amundsen) með kol til W. Ó. Breiðfjörð. lö.: „Ferona" (Pettersen) með timbur til Bjfirns Guð- mundssonar. S.d.: „Alliance" (Han- sen) með salt til G. Zoéga. 18.: Her- mes“ (L. Vaaland) með kol og olíu til Ásgeirs Sigurðssonar. S.d.: „Kron- prs. Victoría“ frá ísafirði. S.d.: „Au- gust“ (N. H. Dreio) til H. Th. A.Thom- sen með salt. Á norðurleið. Ja, nú er ég kominn á norðurleið Halló! og dembi mér beint yfir' Skúlaskeið Hailó! ÁHrútafjörð norð’r um heiðarég stefni; ef hitti’ eg þar alla í fasta-svefni hvað er mér í efni um nótt ég ei nefni. Halló! Að morgni svo held ég þar hreppa-þing. Halló! Af bæjunum allir þar koma í kring. Halló! Égstraxfer að minnast á stjórnarskrána og stefni þeim öllum að Valtýsfána; þótt þeir kalli mig kjána óg blikna’ ei né blána. Halló! Ef valtýsku enga þeir vilja hjá mér, Halló! „í guðsfriði!" segi’egogfrá þeimég fer, Halló! en sjálfir þá mega þeir blikna og blána, í blöðunum seinna ég nefni þá kjána og slúberta’ og slána, en mig kalla’ eg „Mána“. Halló! Um Vatnsdalinn ferégog Pingiðmitt þá Halló! og stauta á hverjum bæ stjórnarskrá Halló! ég sýni þar fram á, að sé hún án galla og segi hana hugðnæma jafnt fyrir alla, svo konur sem karla og kotunga’ og jarla. Halló! Pá heimta þeir ráðgjafa’íhverri sveit, Halló! ég hoppa af kæti — það hamingjan veit! Halló! Og ráðherra íslands hann Valtýr skal vera, þrí vel er hann settur vor mál fram að bera; sem „signor“ og „sóra“ hann sérhver skal þéra. Hallól Svo valtýskan geti nú komist í kring Halló! mig karlarnir ættu að kjósa á þing. Halló! En hvorum þeim eldri á ég að steypa, því ekki þá báða ermér hægt að gleypa. Nú gogginn ég greipa og keipa og keipa! Halló! En fari svo ráð mín þeir nú vilji’ ei nýta Halló! Ég burt mun úr sýslunni för minniflýta Halló! og norðuraðGásum þá klárinnég keyri, ogCanada og ísland þar saman óg reiri, því agent. á Eyri ég öllum verð meiri. Halló! Plausor. &il ágóéa fyrir hjúkrunarsjóð bindindisfélags ís- lenzkra kvenha veiður haldin # TOMBÓLA * í næstkomandi Októbermánuði. Ágóð- anum verður varið til að senda eina eða tvær stúlkur til útlanda, til að læra hjúkrunarfræði og til að veita fátækum sjúklingum hór í bænum að- hlynningu. Peir, som góðfúslega vilja styrkja fyrirtækið með munum, eru vinsamlega beðnir að koma þeim til einhverrar af undirskrifuðum. Anna Pétursson. Augusta Svendsen. Jarþr. Jónsdóttir. lngv. Gnðmundsd. Lilja Gunnarsd. Guðný Guðnad. Kristín Friðrilcsd. María Asgeirsson. Sara Bartels. Puríður I’órarinsdóttir. Gestheiður Arnad. Ef'emía Indriðad. Halldóra Johnsen. Porbjörg Sveinsd. FATAEFNI, ódý r eftir gæðum, unnin úr íslenzkri uil, fást í búð SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. • • • Gtnjor fæst keypt hjá SIGFÚSI EYMUNDSSYNI. Rúmstseði til sölu i Laugaveg 15. cffalgoréur <3oRnson LAUGAVEG 15 kennir alls konar hannyrðir, svo sem Kunst- broderi, rósabandasaum alls konar, bvitt broderi og margt fleira. Til leigu frá 1. Okt. eru herbergi í Suðurgötu 8. ciií sölu iítil olíumaskína i góður Magasinofn, vand- að púff, nýleg taurulla, Suðurgötu 8. Taurulla (úr tré) fæst keyptmeð góð- um kjörum. Útg. vísar á. Takið nú vel eftir! Ágæt byggingarlóð fæst keypt á góðum stað í Veaturbænum með töliiverðu af góðu, klofnu grjóti, fyrir mjög gott verð. Útgef. vísar á seljanda. ciil loÍCjU % óskast 14. Maí 1902 lít- ,ð hús, hentugt fyrir eina familíu á GOÐUM stað, eða ef um semur til SÖLU, og skilmálar eru að- gengilegir. — Útg. vísar á. ILMVÖTNIN eru afbragð í verzlun t*oa*w. Þorvarðssonar ____________hNGHOLTSSTRÆTI 4. Menn hafa oft sagt: „Eina blaðið, sem maður getur fundið að gagn er að auglýsa í, er REYKJAVÍK."

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.