Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 12.04.1902, Qupperneq 2

Reykjavík - 12.04.1902, Qupperneq 2
* Landsbókasafnlí er opið daglega kl. 12—2, *g tll 3 á Mánud., Miðv.d. og Laugard., tll útlána. Landsskjalasafnlð eplð á Þrd., Fimtud., Laug.d. kl. 12—1. Náttúrugripasafnið er epið á Sunnud., kl. 2—3 siðd. Forngripasafnið er oplð á Miðv.d. og Laugard., kl. II—12. Landsbankinn opinn dagl. kl. II—2. B.-stjórn við 12—I. Sðfnunarsjóðurinn oplnn I. Mánudag I mánuði, kl. 5—6. Landshófðlngjaskrifstofan opin 9—101/j, ll1/^—2, 4—7. Amtmannsskrlfstefan opin dagl. kl. 10—2, 4—7. Bajarfógetaskrlfstofan opin dagl. kl. 9—2, 4—7. Póststofanopin 9—2, 4—7. Aðgangurað box-kóssum 9-9. Bæjarkassar tæmdlr rúmh. daga 71/s árd., 4 slðd,, en á Sunnud. 71/2 árd. að elns. Afgreiðsla gufuskipafélagsins opin 8—12, I—8. Bæjarstjórnarfundir I. og 3. Flmtudag hvers mánaðar. Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvers mán. Héraðslæknirinn er að hitta heima dagl. kl. 2—3. Tannlækn. heima II—2. Frl-tannlækn. I. og3. Mád. I mánuði. Frílækning á spitalanum Þriðjud. og Föstud. II—I. frá þessari byrði, sem á mér hvilir, getur aldrei nokkur hlutur losað mig.“ Framh. Kosninga-undirbúningur í bænum. Laugardaginn var, 5. þ. m., hélt J ó n bóksali Olafsson stjórnmálafund í Iðn- aðarmannahúsinu. Talaði þar all-langt er- indi; kvað sér lítt skiljanlegan þann fjand- skap, er lýsti sér, jafnvel ákafara nú en nokkru sinni fyrri milli þeirra, er fylt hefðu flokkana hér síðustu ár. Kú þættust allir samdóma um að þiggja tilboð stjórnarinn- ar, en svo tortrygðu hvorir aðra. Ekkert annað ágreiningsefni virtist vera milli manna en þetta hjá hvorum um sig: þeim sem verið hafa oss ósamdóma áður (— með- an um þetta skipulag, sem nú er boðið, var þó alls ekki að ræða —), þeim er ekki trúandi til orðs né eiðs framar; þ á má ekki kjósa. Kvaðst geta s k i 1 i ð slíka almenna tortryggni, svo ótrúleg sem hún væri, hjá æstustu forsprökkum og flokksblöðum. En sér þætti ótrúlegt og óhugsandi, að almenningur í flokkunum vaéri þessu samdóma. Þjóðin hefði skipst undanfarið alveg til helminga í tvo flokka. Og hvað þýddi það, ef annarhvor flokkuriun hefði r é 11 í þessari tortryggni sinni við hinn flokkinn ? Það þýddi það, að hinn helmingur þjóðarinnar væru tómir ódrengir og bófar, svo að eigi mætti treysta drengskapar-yfirlýsingum þeirra ; þeir mundu rjúfa þær, ef þeir sæju sér fært á þingi. Og ef b á ð i r flokkarn- ir hefðu rétt, í að tortryggja hvorir aðra, þá væri ö 11 þ j ó ð i n ódrengir og bófar, sem eigi mætti trúa né treysta. Er þjóð- inni það alvara, að gefa sjálfri sér slíkan vituisburð, hvort iieldur hálfri eða allri ? Nú væri mál til komið, að fara að leggja þessar iligetur og tortryggni á hylluna. Þjóðin, sem ætti að kjósa milii manna til þings, ætti heimting á að heyra af munni þeirra, sem byðu sig til þingsetu, hverjar skoð- anir þeirra væru, svo að kjósendurn- ir gætu séð, um hvað þá greindi á. Úr því að flokkarnir kæmu enn fram sem flokkar, hlytu þeir að hafa ein- hverja stefnuskrá, sem þá greindi á um. Enginn flokkur manna hefði rétt til að nefna sig stjórnmálaflokk, nema hann hefði hugsjónir fyrir að berjast — lífsskoðun í stjórnmálum, ef svo mætti segja; hefði hann það ekki, væri hann ekkert annað en per- sónufylgis-klíka Það hefði heyrst hér nýlega, að stjórnartiiboðið væri stefnuskráin. Það gæti stjórnin sagt, sem byði nýtt fyrir- komulag; en ekki gæti það verið sú stefnuskrá, sem flokkar skift.ust um, úr því að engin rödd heyrðist, sem ekki vildi eimóma þiggja það. And- stceðar stefnur skift.u mönnum í flokka, en það sem allir væru samdómaum, gæti aldrei klofið menn í flokka. — Sumir segðu, að í sumar yiði ekki um annað að ræða, en stjórnar-tilboð- ið; kosningar nú yrðu til eins árs að eins, og því varðaði ekki um skoð- anir manna í öðrum málum. Það væri ekki tími t-il að birta þær fyrri en við næstu kosningar eða síðar. En þetta væri að leika blindingaleik við kjósendur. Fyrst gœtu fleiri mál kom- ið fyrir í sumar, en stjórnarskrár- málið eitt. í annan stað væri auð- sætt, að úrsiit kosninga nú mundu hafa mest.u áhrif á kosningarnar að ári; þá mundu væntanlega víðastverða sömu menn endurkosnir, ef þoir gerðu ekkert sérstakt, fyrir sér á þessu þingi. En vafalaust yrði ráðgjafi tekinn fyrst Úr þeim flokki þeirra manna, er fjöl- mennastur yrði 1903. Vér legðum því þegar nú við þessar kosningar grundvöllinn undir fyrsta -stjórnar- flokk vorn. En allir hlyt.u að sjá, að það stæði eigi á sama, hverjum grund- vallarskoðunum í stjórnmálum þeir menn fylgdu, er meiri hluta stýrðu á þingi. Síðan rakt.i hann ýmis atriði, er hann kvað kjósendur eiga rétt á að vita afstöðu flokka, og þingmannsefna um, og lét jafnframt uppi álit sitt um hvert atriði. 1. Um trygging þingræðis. Hann hefði hér í vetur skýrt skoðun aína á nauðsyn þess að tryggja fjárráð þings- ins. Nýlega hefði hann sýnt, hversu hann vildi haga þessu nú, er efni stj.- frvsins væri kunnugt orðið [„Arnf. nr. 12, 19. Marz]. Hann vildi bera upp frumvörp sérstök um breytingar á einstökum greinum stjórnarskrár- innar, en eigi með neinu móti fleyga frv. stjórnarinnar. Þá gæti stjórnin staðfest þau eða hafnað þeim án þess það hefði áhrií á stj.skrár-frv. hennar. 2. Eigum vér að veita íáðgjafa lagarétt til eftirlauria? Hann var al- veg á móti þvi. 3. Eigum vér eigi að koma breyt- ing á dómaskipuu vora? Inrileiða t.d. kviðdóma i sakamálum, hætta að hafa rannsóknar-aðferðina(Inkvisitions-prin- cip), en taka upp ákæru-aðferðina í þeim málum ; afnema sýslumanna-em- bætti öll, en skipa svo sem 5 dómara, er heyi dóma á ákveðnum tímum (4 sinnum á ári) í hverri dómþinghá; fela leikmönnum t.ollheimtu og skatt- heimtu (eins og þeim nú er falin um- sjón þjóðjarða og gjaldheimta af þeim); auka lögregltivald hreppstjóra o. s.frv. 4. Bankamálið. Hann kvaðst vilja fá stóran banka (ekki endilega „stóra bankann"), svo stóran, að lrann gæti fullnægt þörfum allra landsmanna, efnt heityrði bankalaganna um útibú- in. í sjálfu sér kvaðst hann ekki ótt- ast útlent fé í hlutabanka., ef nógu vendilega vœri um hnúta búið, til að tryggja, að bankinn misbyði eigi lands- mönnum. Gæti Landsbankinn fongið svo mikið lán, að þörfinni fvllnœgði, og með þeim kjörum, að afborganir af láninu œtu eigi merg úr honum, þá vildi hann heldur Landsbankann, en útlendan banka, ef þetta væri auðið að tryggja (meðal annars með munum iengri afborgunarfresti, en hingað til hefði verið um rætt). Halhlór Jónsson, Jón Jensson, Tryggvi Gunnarsson, Jón Jakobsson o. fl. töluðu og á fundinum, og hafa flokka-málgögnin getið um rœður þeirra á sína vísu. Það kom í ljós, að hvorugur flokkurinn hefði neina aðra stefnuskrá, en að berjast um persónur. Það játuðu ræðumenn beggja flokkanna, ailir nema W. 0. Breiðfjörð kaupmaður, en ekki gat hann um í hverju sú flokks-stefnuskrá, er hann þóttist fylgja, væri fólgin. Tr. G. kvaðst eigi vilja láta neina stefnu uppi um önnur mál en stjórnarskrármál- ið (og bankamálið ?) fyrri en búið væri að kjósa. Jón Jensson taldi núverandi réttarfar vort mjög óliafandi. En hverjar breytingar hann vildi á því, lét hann eigi úppi, eða liversu lagaðar. Þingræði vildi liann styðja, en á hvern hátt, þagði hann um. Eigi vildi liann fallast á það, að ráðgjafi skyldi ong- an lagarétt hafa til eftirlauna. J. Ól. mint Jón Jensson á, að hann hefði á fundi hér 26. nóv. síðastl. talið þingræði fulltrygt með frumvarpi síðasta þings, og talið það lokleysu af sér, að vilja búa fastlegar um fjárráð þingsins. Með hverju vildi hann þá tryggja þingræðið? — Ekki svaraði hann því. Loks skoraði fundurinn á þingmanns- efni að birta stefnuskx-á sina. J. Ól. lýsti yfir því, að hann byði sig fram til þingmensku liér i Reykjavík. Leikhúsið. „Heimilið", eftir Sudermann, er fallegur leikur, æði-viðkvæmnismikill og pressar út tárin á Reykvíkingum, einkum kvennfóikinu. Hr. Árni Eiríksson leikur herfylkis- höfðingjann, Schwartze, af svo mikilli list, að honum hefir aldrei jafnvel tek- ist, og er það ekki litið sagt, því að oft hefir honum tekist vel upp. Yerk- efnið er þó hér nokkuð annars eðlis, en hann heflr verið vanur við áður, en hanri hefir algerlega ráðið við það. Gei við er og svo gott hér, að sjaldan heflr jafn gott verið. Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikur dóttui' hans, og eru þau tvö aðalper- sónur leiksins. Frú St. G. heflr .eigi áður leikið þau hlutverk, er jafnmik- il alvara er í, sem i þessu; henni hef- ir látið svo frábærlega að leika æsk- una og það sem barnalegt er. Það var þvi óráðin gáta, hvort henni mundi eins hent hlutverk konu, sera inætt heflr jafnmikilli lífsreynslu, sem sett hefir sinn alvörustimpil á þessa konu (Magdal, sem getur leikið á alls oddi i samkvæmum göfugustu stétta mann-

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.