Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.05.1902, Blaðsíða 3

Reykjavík - 24.05.1902, Blaðsíða 3
3 man eftir sumum þeirra, frá því ég var þar. Það gæti verið, að lnín hefði einhversstaðar átt skrifað nafn og heimili einhvers þeirra". Að svo mæltu gekk hún inn í næstu stofuna, þar sem líkið iá og alt var fult af ilminum af lífgunarlyfj- unum. Olney hugsaði tneð sér: Svona er vaninn ríkur. Henni verð- ur fyrst fyrir að ganga inn og spyrja föðursystur sina. En Rhoda kom aftur að vörmu spori með dálitla vasabók 1 hendinni; hún hafði sótt hana inn í skrifborð föðursystur sinn- ar. Hún blaðaði i henni og^ mælti: „JÚ, hérna er það eirts og ég bjóst við “. „— Það er gott. Ég skal senda símskeyti undir eins. En — Miss Aldgate, hvað ætlið þér að gera af sjálfri yður á moðan. Þér getið ; ó ekki orðið kyr hér á hótelinu — og likið heldur ekki. Get ég ekki hjálp- að yður neitt?" Hér fann Olnoy að hann talaði af fullri ósíngirni; en hann fann, að síngiinin átti nokkurn hlut í máli, þegar hatm spurði hana þessu næst: „Á ég að skýra vinum yðar á Vendóme-hótelinu frá þvi, sem til heflr borið?“ „Nei, nei, nei! í öllum hantingju bænum ekki. Mér væri óþoiandi að sjá það fólk nú. Nei, fyrir alla lif- artdi muni, það megið þér ekki gera“. í þessu svari fókk síngirni Olneys sín fylstu laun. En svo vnknaði undir eins aftur efinn um það, hvað þetta ætti nú að þýða. Rýddi það, eins og næst lá að ætla, það, að hún hefði óbeit á Bloomingdale-íólk- inu? Eða var það hitt, að hún vildi ekk þiggja af þvi nokkurn vinargreiða, svo að hún væri sem óháðust. Hann hafði enn ekki getað ráðið í það af iieinu, hvort föðursystir hennar hefði vetið búin að segja henni leyndaimál- ið; en honum fanst það óþolandi nærgöngult að vera að reyna að gera sér nokkrar getgátur um það, og þó kvaldi hann óvissan um þetta, hvern- ig sem hann reyndi að hugsa ekki um það. „Dettur yður þá ekki neitt annað í hug?“ „Nei“, svaraði hún, með sömu ró og áður. „Nei, það væri víst heldur eklci tiltækilegt, þó að við gætum fundið hana. Eg er að hugsa um gömlu konuna, sem ég fann á stræf- inu í kvöld“, bætti hún við. „Ég hefði gjarnan viljað biðja hana að lofa mér að vera, ef ég hefði getað“. „Þektuð þér hana?“ „Nei, ég var henni alveg ókunnug. Við hittumst á strætinu og við urð- umsamferðaí blámannakyrkjuna. Það var núna í kvöld; ég gekk út eftir miðdegisverðinn ; en föðursystir mín var alein heima. Á meðan var það að föðursystir mín hafði drukkið úr glasinu Hún vók ekki máli aftur að gömlu konunni, og Olney ekki heldur; hann lét sem hann hefði ekki heyrt hvað hún sagði. „Þér verðið að leifa mór að útvega yður annað herbergi “, sagði hann; „hér getið þér ekki verið lengur“. Og hann fékk hana til að setja á sig battinn og koma með sér niður í gestasalinn niðri. Svo gekk hann til hótelstjórans og ráðstafaði öllu fyrir hana, sagði frá láti Mrs. Meredith, ritaði læknisvottorð um látið og sendi yfirvöldunum. Síðan sendi hann skeyti til greftrunarstjóra1), og símritaði ættingjunum í St. Louis. Honum var mesti iéttir í þessu meðan á því stóð; en þegar þvi var öllu lokið, svo harin hafði það ekki lengur um að hugsa, þá fór hann aftur að bera á- hyggjur út af Miss Aldgate. Framh. 1) Erlendis hafa sérstakir menn þann starfa á hendi, að annast að öllu leyti um greftruxr og útför framliðinna manixa. Þeir eru kallaðir graftrunarstjórar eða útfarár- menn (undertakers) MAGNÚS MAGNÚSSON SKÓLAPILTUR dó hér í bænum 22. þ. mán. úr tær- ingu. Hann var fæddur á Helgastöð- um hér við Reykjavik 8. Júlí 1879. Hann misti föður sinn (Magnús Berg- steinsson trésmið) ungur og ólst upp austur í Hvolhrepp. En er honum óx svo þroski, að hann gat unnið fyrir sér, þá vildi hann afla sér sem mestr- ar mentunar. Fór hann þvi í latínu- skólann með tilstyrk móður sinnar og var kominn upp í 3. bekk. Hann var gáfaður, námfús og siðprúður og eftir- læti kennara sinna og skólabræðra. »«o-o---- Höfuðsfaðnum. Trúlofun. Á Hvítasunnunni opin- beraði verzlunarmaður Helgi Helgason og fröken Kristin Signrðardóttir trú- lofun sína. Samsöng hélt söngfélngið „Kátir piltar^ á annan í Hvítasunnu, undir stjórn Bynjólfs Þorlákssonar söngkenn- ara. Þar söng og Jón sagnfræðingur Jónsson solo-söngva. Skemtu menn sér vel á samsöngnum, en ekki v.ar hann vel sóttur, enda hafði gleymst að auglýsa haun í „lteykjavík“. Sundmagi er keyptur fyrir hátt veið og borgað- ur með peningum í verzlun cS. c7C. c3/ 'arnasoti. BRÉFAKASSAR til að festa á hurðir (stórir og fállegir), kosta að eins 65 aura. í verzlun Æ c/T c3/' arnason. úCorborgi til leigu á Laugaveg 5. Semja má við Jónatan Þorsteinsson söðlasm. B#**#####*##**#*#*##*#***H * # * Yín Yindlar # # # * * frá # # # * konungl. hirðsala # # # * # Kjær & Sommerfeldt * * # * # fást einungis í verzl. # # * # # J. P. T. BRYDES t Rvík. # # # # * Hvergi ódýrara eftir gseðum. # * # # «##*##########*####*#*###» cTaRRaíiíir eru beztir hjá C. ZIMSEN. HANGIKJÖT og ISLENZKT SMJÖR i ^JJ. tJiscfíors vcrzíun. Nýprentaðar eru í Yendettu- broti: Tíðavísur Plausors I, og kosta heftar 35 au., en 50 au. í bandi; veiða til sölu í flestum kauptúnum kring um iand í sumar. SUNDMAGA q8 GOTU borgar enginn betur í peningum en v cJlsgair Sigurósson. J. P. Bjarnesen nýbúinn að fá margar sortir af ágætum Yindlum og Cigarettum. (Bliumynéir fást, hjá R. Fclixsou.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.