Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.06.1902, Blaðsíða 3

Reykjavík - 14.06.1902, Blaðsíða 3
3 dale. „En ég verð að segja yður, hvernig á því stendur, að mér er svo ant um hana og að vita, hvernig hún ber þetta mótlæti. Ég er hræddur um að móðir mín kunni að hafa látið yður skilja á sér, að hún hafi þykst við, að Miss Aldgate skyldi ekki snúa sér til hennar í sorg sinni; en ég get svo úndur vel skilið og virt þær tilfinningar Miss Aldgate, sem því hafa ráðið. Ég hafði beðið henn- ar en hún hafði ekki svarað mér. Og meðan svona stóð, er svo auð- skilið, að henni var alls ekki auðið að þiggja nokkurn greiða af mínu fólki jafnvel í sorg hennar. Það hlaut að vera ósegjanlega miklu léttara fyrir hana að þiggja vinsamlega greiðvikni af alókunnugu fólki, eins og hún hefir gert. Og þetta er orsökiu til, að ég verð líka að snúa mér til yðar og trúa yður fyrir þessu máli og biðja yður að sýna mér líka góðvild yðar. Ég er viss um, að þér skiljið tilflnn- ingar mínar. “ Hann klöknaði í rómi, er hann mælti síðasta orðið. Olney gat ekki að því gert, að finna til hlý- legrar meðaumkvunar með honum — það var þess konar meðaumkvun, sem karlmenn stundum flnna til gagnvart drengilegum fjandmanni, sem þeir ætla að berjast við þótt það gildi líf þeirra. „Ég hafði gert mér svo góða von“, hélt presturinn áfram og ég held að ég hafl haft átyllu tíl að vona — vona, að Miss Algate mundi verða við ósk minni, að verða eiginkona mín nú þegar við hittumst, ef þessi hræðilegi sorgaratburður hefði ekki fyrir komið.“ Við þessi orð var sem lækninum færi. kalt vatn milli skins og hörunds; hann þoldi ekki að heyra í þá átt int, að Rhoda kynni að verða eíginkona nokkurs annars manns en sín og það var eins og ís kældi alla hans hlýlegu meðaumkvun. „Eins og ég sagði yður, bað ég hennar í Líverpool áður en hún sté á skip og hún hafði heitið, að segja mér af eða á þegar við hittumst aftur hér. En nú veit ég ekkert, hvernig ég á að að fara. Ég er ekki einu sinni viss um, hvort það er sæmilegt af mér að leita víðtals við hana eíns og á stendur. En livað má hún þá ekki hugsa um mig liins vegar ef ég geri það ekki? Getið þér ekki hjálpað mér þer haflð verið læknir Mrs. Meredith og þér eruð svo kunnugur Miss Aldgate, að þér gætuð getið þess við hana, að ég sé kominn og að ég þrái mjög órótt að fá að vita, livað hún óskav — hvað hún vill — hvað hún skipar, að ég skuli gera. Auðvitað heyrir þetta ekki beinlínis til læknisköllun yðar — en — ég á svo bágt —er þetta til of mikils mælst við yður? Mér félli svo fjasklega sárt — — “ Olney sá, að tilflnningarnar ætluðu að yfirbuga prestinn. Auðvitað var honum illa við þessa bæn, því að hún var öll á því bygð, að hann væri hér hlutlaus að máli, og hefði engar vonh' sjálfur í sömu átt; én alt um það gat hann ekki annað en dáðst að hreinum og göfugum tilflnningum prestsins. „Onei sagði hann, „það er engan veginn til of mikils mælt af yðar hálfu; en ég efast um, að ég hafl nokkra heimild til að blanda mér í þetta mál. Ég hefl engan rétt — “ „ Auðvitað ekki annan rétt, en þann sem kunningsskapur yðar við Miss Ald- gate og bæn mín veitir yður“, greíp séra Bloomingdale fram í. „Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun, að þér gerðuð neitt fyrir mig, sem þér álituð sjálfur ofgert. En ég veit líka, að hér stendur svo óvenjulega ömurlega á. Dauði Mrs. Meredith varð með þeim atvikum, að Miss Aldgate kynni að ætla eða vera hrædd um, að það kynni að hafa einhver áhrif á mig. Það getur vaknað efl eða grunsemd hjá öllum, þegar svona stendur á; en ég vildi að hún fengi að vita, að engin atvik geta haft þau áhrif á mig, að snúa huga mínum frá henni." „Ég veit ekki, hvort égskilyður", sagði Olney hálf-kaldlega; honum óx geigur við göfuglyndi þessa manns. „Eftir því sem ég hefi heyrt, hugsa ég, að veslings Mrs. Meredith hafl ráðið sjálfri sér bana.“ „Alls ekki, “ svaraði Olney skjótt, „fyrir því er engin sönnun. Líkurnar benda allar í gagnstæða átt, að hún hafl blátt áfram tekið of stóra inntöku í einu af svefnlyfi, sem ég hafði geflð henni. Og í sjálfu sér hefði það ekki orðið henni banvænt, hefðí hún ekki veríð orðin magnþrota áður af sjúk- leik.“ „Fyrir hennar sök gleður það mig að heyra þetta", sagði Bloomingdale; „en hvort sem var, hefði það engin áhrif haft á mig. Þótt svo hefði verið að hún hefði sjálf ráðið sér bana í augnabliks óráði, eins og ég hugsaði áður, þá hefði það að eins styrkt, en ekki veikt ást mína til Miss Aldgate. Það getur aldrei fallið neinn sá skuggi á hana, sem ekki geri mér hana enn kærari en áður. Mér gæti næstum legið við að óska, að hana mætti henda einhver mikil óham- ingja, einhver stór smán, svo að ég gæti sýnt henni, að í mínum augum yrði það henni ekki til áfellis, heldur alt til meðmælis. Honum vöknaði um augu um leið og hann sagði þetta fsest nú keypt daglega að Laugaveg 10 hér í Rvík. Á sama stað geta menn einnig fengið rjóma og undanrenningu einu sinni eða oftar i viku. Þeir, sem vilja tryggja sér vissan mæli af mjólk eða rjóma á vissum tímum (einu sinni eða oftar í viku eða daglega), ættu að semja um það sem allra fyrst. ÍPP~ Verðið er rýmilegt '^i Ástvaldur Magnússon Lindargötu 9 kaupir vagnhest nú þegar. Þessi orð féllu með blýþunga á hjarta lænisins; honum fanst nærri því, að hann standa sjálfur eins og glæpamaður gagnvart þessari hrein- skilnu einlægni prestsinsog göfuglyndi, Hann skildí fullvel, að fyrir mann, sem svona elskar, hefði það ekkert að þýða, þó hann fengi alt að vita um ætt og uppruna Miss Aldgate; þó hún hefði verið svört eins og hrafn, mundi ást hans hafa gert hana í hans augum hvíta sem lilju. Þetta vissi Olney af sjálfum sér, engu síður en því, sem presturinn sagði; hann víssi, að í þessu voru þeir hvor öðrum líkir. Hann fann það vel, að hann vildi alls ekki að Miss Aldgate fengi tækifæri til að láta prestinu standasr þessa raun; en jafnframt fann hann þó, að það va,r skylda hans að gefa prestinum færi á, að standast slíka eldraun á einn eða annan hátt. „Og hvaða ástæðu hefl ég líka til að ætla, að hún hafl nokkurn tíma kært sig vitundar- ögn um mig, eða getað kært sig um mig?“ hugsaði hann með sér. “Að öllum líkindum elskar hún þennan mann; og hann er þess um verður; hann er góður drengur og göfuglyndur þó að ég hati hann. Og hvaða rétt hefi ég til að komast upp á milli þeirra. Hann verður að fá að reyna sig.“ Þegar hann var kominn að þess- ari niðurstöðu í huga sínum, sagði hann upphátt og rólega: „Ég veit ekki almennilega hvað það er, sem þér ætlist til að ég skuli gera.“ „Ekkert, nema bara þetta: Geflð mér færi á að heimsækja konu þá, sem Miss Aldgate heldur til hjá, svo að ég geti spurt hana, hvort Miss Ald- gate muni vilja veita mér áheyrn eða ekki. Það er alt, sem við á, að ég biðji um. Það er ekki meira en það sem ég ætti að biðja um, þótt það værf ætlun mín að snúa huga mínum frá Miss Aldgate, og — það er alt og sumt, sem ég bið um nú, þegar ég er einráður í að unna henni og henni einní meðan ég lifl. Jú, það er alt og sumt sem ég get, beðið um“, sagði liann eins og í örvæntíngu. Framh.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.