Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.06.1902, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.06.1902, Blaðsíða 2
Landsbókasafiiið er opið daglega kl. 12—2, og til 3 á Mánud., Miðv.d. og Laugard., til útlána. Landsskjalasafnið opið á Þrd., Fmtud, Ld., kl. 12—1. Náttúrugripasafnið er opið á Sunnud., kl. 2—3 síðd. Forngripasafnið er opið á Miðv.d. og Ld. kl. 11—12. Landsbankinn er op. dagl. kl. 11—2. B.stjórnvið 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn 1. Mánudag ímánuði, kl. 6—6. Landshöfðingjaskrifstofan opin 9—10.30, 11.30—2, 4—7. Amtmannsskrifstofan opin dagl. kl. 10—2, 4—7. Bæjarfógetaskrifstofan opin dagl. kl. 9—2, 4—7. POststofan opin 9—2, 4—7. Aðgangur að boxkössum 9-9. Bæjarkassar tæmdir rúmh. daga 7.30 árd., 4síðd.,en á Sunnud. 7.30 árd. að eins. Afgreiðsla gufuskipafélagsins opin 8—12, 1—8. Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. Fimtudag hvers mánaðar. Fátækranefndarfudir 2. og 4. Fimtndag hvers mán. Héraðslæknirinn er að hitta heima dagl. kl. 10—11 Tannlækn. heima ll—2. Frílækn. 1. og3. Mád. ímán. Frílækníng á spítalanum engin frá 1. Júní til 1. Okt. ana“. Blöð hana liöfðu oigi mikla, útbreiðslu („Nation“ um 12,000 og „Ev. Post“ um 30,000). En áhrifameiri vóru þau flostum eða öllum öðrum blöðum, því að lesendur þeirra var mentaðasta úrvalsfólk þjóðarinn- ar. Noregur. Björgvinar-blöð tillOþ. m. segja þorskvbibae við Finnmörk hafa mis- hepnast algerlega í ár, og hafi eigi svo tekist í mörg ár. Alls höfðu þá fiskast 12^/a milíón kílogramma (1 kgr. — 2 pd.), en í fyrra (sem var ílt afla-ár) 148/4 mil. kgr., árið 1900 221/4 mil. kgr., 1897 27i/8 mil. kgr. — Fiskurinn (blautur) var borgaður með 7«/. — Öi/a ey. kgr. Fyrir bezta Lófót-SALTWSK fékst kr. 8,15 fyrir 20 kíló (0: 65 kr. 20 au. fyrir 320 H). Þetta er fiskur, er kaupmenn kaupa blautan og verka sjálfir. Bezti saltf., sem bændur verkuðu, stóð í 7,70 kr. fyr. 20 kíló (60,60 kr. fyr. 320 %). Þetta er útflutningsverð gegn 2—4 mán. gjaldfresti. Hrogn stóðu óvenju-hátt, 75, 65 og 55 kr. tunnan fyrir 1., 2. og 3. tegund. Lýsi brúnt 39 kr. tn.; sjálfrunnið meðalai lýsi 115—-120 kr. tn.; gufubrætt muðalalýs- 110—126 kr. Frakkland. Nýi ráðaneytisforsetinn frakkneski heitir Justin Louis Emilo Com- bes, fæddur 6. Sept. 1835. Hannvarupp- haflega læknir; 1893—94 var hann vara- forseti efri málstofu og 1895—96 kenslu- málaráðherra í ráðaneyti Burgeois. Martinique. Annað voða-eldgosið varð þar 20. f. m. Enn varð hið þriðja eldgos úr sama fjallinu (Mont Pelée) 6. þ. m., allmikið, en þó minna en in fyrri. Lagð- ist enn mikið land í auðn og fólk fórst. í Fort de France varð niðamyrkur í 4 klukkustundir. Chile. í lok f. m. varð þar eldgos, í héraðinu Chaco. Tvær borgir lögðust í eyði og 75 manns létu líf sitt. Er New York í voöa? Peekshill heitir hæð skamt frá Hudsonfljóti (í hæða- drögum þar), 60 kilómetur fyrir ofan New York. Þar þykjast jarðfræðingar nú hafa fundið vott til eldgíga. Lofteðlisfræðingar (Meteorologists) segja, að það alveg óvenju- lega veðurlag, sem oft hefir verið um þess- ar slóðir upp á síðkastið, stafi af umbrot- um í iðrum jarðar. Skyldi þar vera von á eldgosi ? Australía. Ein er sú af afleiðingum Búastriðsins, að nú heíir hafist óvenju-mikilj útflutningur fólks til Suður-Afriku. Kveður svo roikið að því, að mönnum þykir tij vandræða horfa í Australíu. Stjórnartíðindi. 7. þ. m. hefir kon- ungur staðfest lög síðasta alþingis um hlutafélagsbanka í Reykjavík, enda vóru þau samþykt af síðasta alþingi i einu hljóbi, | með 30 atkv. í báðum deildum; 4 greiddu eigi atkvæði, en enginn greiddi atkvæði á móti. -— Bankinn má gefa út 21/2 milión króna í seðlum, en allir skulu þeir innleys- anlegir. Landsbanliinn má hafa sína óinn- leysanlegu seðla á gangi jafnframt, en eigi má hann auka mergð þeirra úr því sem nú er.—Hlutafél.bankinn verður aðverakom- inn á innan 7. Júni næsta ár. CDchal iimmrs! Er enn engin heilbrigðisnefnd ti) í Reykja- vík ? Ef hún er til, hvað hcfst. hún þá að? Eða hefir hún nokkurn tima gert nokkurn skapaðan hlut um sína daga ? Eða er ekkert til hauda henni aðgera? Það vildi ég, ef hún er annars til, að drottinn vildi blása honni þvi í brjóst ein- hvern tíma, þegar hlýtt veður er og gott, að ráfa svo-litið hérna um strætin til og frá, snýta sér vel og anda með nefinu' Eg trúi því ekki, að hún kynni ekki að „fá i nefið“ hér og þar — einkum við húsagafla, þar sem „forarvilpur“ eru að húsabaki og saurrennurnar, allar „forstojipaðar1, liggja fram frá húsunum, en banvæna ýlduna og pestaróþefinn leggur Upp í vitin á þeim, sem nærri koma. — Hér er sumstaðar nærri banvænt að opna glugga á íveruhúsum fyrir þvi að pestvænt ýlduloftið leggur þá inn um öll herbergi og það upp á hæðstu loft, aromatiska extract af grásleppu, fiskislori, kjötýldu og öðru slíku góðgæti. Reykjavíkur-þrifnaðurinn þolir ekki enn þá sólskin og sumar-hita; hann þarf rign- ingar og kuldanæðinga, ef líft á að verðá í þessari höfuðborg og sorptrogi. Íslenzkir Færeyja-gikkir eru þeir rétt nefndir, sem skammast sín fyrir að heilsa og kveðja á móðurmáli sínu. Þeir eru teljandi hér í bænum, sem heilsa á íslenzku eða kveðja. Það er þó ofur-einfalt að segja: „Komið þér sælir“ eða „komdu sæll“, eða bara „sælir“ eða „sæll“. En mörgum þykir meiri fremd í að segja „gúmorin!“ Enþó tekur yfir með kveðjurnar. Það heyrist varla annað en a dieu ! Þótt mannskepnurnar skilji ekki orð í frönsku, og viti ekkert, fremur en ferfættar skepnur, hvaða mál þetta er, þá jarma þeir samt á frönskusitt: a dieu! þeir vita þó líklega, að þetta heitir á íslensku- „í guðs friði!“ —„verið þér sælir“ eða því um líkt. En, nei! „guðs friði! — Fý! Það er svo dónalega íslenzkt! Miklir Færeya-gikkir eru mannanna börn — hér í Reykjavík, Það er staðreynt, því miður, hér i Reykj- vík, að það tjáir ekki að velja skynsama menn i byggingarnefndina. Þeir missa allir ráðið, þegar þeir eru komnir í hana, mæla út hússtæði út, í miðjum strætum, og gera alls konar tákn og stórmerki, en banna mönnum að bygga húsin eins og bezt fer og haganlegást er. Sérstaklega er öllum, sem í byggingarnefnd koma, jaf'n illa við húsgafla út að stræti; eins og blótneyti við rauða dulu, Væri ekki reynandi að kjósa fífl og óvita einu sinni í nefndina, og vita, hvort þeir færu ekki skynsamlega að ráði sínu? Væri það ekki reynandi? Verra en er gæti það varla orðið. Og nú eru banka-lög síðasta þings stað- fest, og heimurinn stendur enn — jafnvel ísland líka! Ekki hefir einu sinni orðiðj vart við svo mikið sem lítilræði landskjálfta enn — nema þetta á Vestmanneyjum og ísafirði. ,J (j I. O. C. T. Hástúkuþingið í Stockhólmi. Nú með „Laura“ á Þriðjudaginn var fór hr. cand. theol. Haraldur Níelsson til út- v landa. Tilefnið til þeirrar farar 'hans er ' það, að 8. Júli næstkomandi hefst Hástúku- þing Good-Temjilara í Stockhólmi (fulltrúa- þing Good-Templarareghinnar frá öllum; þeim löndum, sem hún er stofnsett i), og mætir hann þar sem fulltrúi Stórstúku Is- lands — i fyrsta sinni, er fulltrúi mætir frá henni á Hástúkuþingi. Fer Haraldur fyrst til Kauj.mannahafnar héðan, en þar koma saman fulltrúar úr ýmsum áttum og. hafa danskir Good-templarar haft, viðbúnað mikinn til að fagna gestum sinum og reyna eftir megni að vekja eftirtekt á sér og sínu málefni við þetta tækifæri. Frá lv aupmannahöfn flytur sérstakt gufu- ?kip fulltrúana til Málmeyjar og svo verður landleiðin þaðan farin á járnbraut t.il Stock- liólms. A þessari leið verður á öllum stærri víðkomustöðum skemt með hljóðfæraslætti og söng og ferðin yfir höfuð gerð sem unaðslegust og þægilegust í öllu tilliti fyrir fulltrúana. Hástúkuþingið verður sett í sönglistahöll- inni í Stockhólmi 8. Júli. Að kvöldi þess sama dags verður hátíð lialdin þar til áð bjóða alla gestina velkomna. Viðstaddir verða þingsetninguna og hátið þessaýnfsir af ráðgjöfum Svía og annað stórmenni. For- sæti skipar á hátið þessari utanríkisráð- herra Svíakonungs, Lagerheim greifi. Næsta dag hefjast þingfundir Hástúkunn- ar og verða þeir haldnir i nkisdagshöll Svía. Sömu daga verða haldnir ársfundir hins sænska stór bindindisfélags (“Nykterhets- sállsap11) og hins mikla bindindisfélags Norðurlanda (“Nordiska nykterhetsconres- sen“) og ætlar Hástúka Good-Templara að koma á fund þessa félags, sem fulltrúar verða á frá Finnlandi, Danmörk, Noregi og Svíþjóð. í sambandi við Hástúkuþingið eru ákveðn- ar ýmsar skemtiferðir í ýmsar áttir. Fyrst er forðinni heitið til Saltsjöbaden —.sumab- skcmtistaður um 15 kilometra frá Stock- hólmi, frábærlega fagur. Verður farið þangað sjóveg á fallegasta gufuskipi, én heim aftur með járnbraut. Þar á að neyta miðdegisvorðar, en Stórstúka Svía borgar gildið og farareyrir. — Aðra skemtiför á að fara til sumarbústaðar konungs, „Drott- ningholm“, sem liggur fyrir vestan Stoek- holm á eyjunni Lofö í vatninu Máleren. Sömuleiðis á að fara til Uppsala, sem er frægur bær fyrir háskóla sinn og dómkirkju o. fl.; einnig verður farið til „Dalarne“, sem frægireru fyrir náttúcufegurð, og víðar. Far- gjald á öllum járnbrautum verður fært niður um helming og menn þurfa eigi að taka far- seðla fram og aftur, til þess að fá gjaldið lækkað. Er það gert til þess, að menn goti farið sem víðast um og þurfi eigi að fara yfir sama svæði nema einu sinni. 12. Júlí verður undirstúkufundur haldinn i sönglistahöllinni og síðbók Good-Temlara þar lesin á ensku, þýsku og svensku. Sunnudaginn 13. Júlí verður hafin geysi- mikil skrúðganga. Koma þá til Stoekhólms Good-Templarar víðsvegar að úr Sviþjóð til að taka þátt í henni og verða það eflaust margar þúsundir manna, sem verða með í skrúðgöngunni. Fyrst hefst gangan um nokkrar götur í Stockhólmi, en svo verður haldið úttilstaðar, sem nefndur er „Skan-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.