Reykjavík - 05.07.1902, Page 2
2
Landsbókasafnið er opið daglega kl. 12—2, og til 3
á Mánud., Miðv.d. og Laugard., til útlána.
Landsakjalasafjiið opið á Þrd., Fmtud, Ld., kl. 12—1.
Náttúrugripasafnið er opið á Sunnud., kl. 2— 3 síðd.
Forngripasafnið er opjð á Miðv.d. og Ld. kl. 11—12.
Landsbankinnerop.dagl.kl.il 2. B.stjúrnvið 12—1.
Söfnunarsjóðurinn opinn 1, Mánudag ímánuði, kl. 6—6.
Landshöfðingjaskrifstofan opin 9—10.30, 11.30—2, 4—7.
Amtmannsskrifstofan opin dagl. kl. 10—2, 4—7.
I3æjarfógetaskrifstofau opiu dagl. kl. 9 2, 4—7.
Póststofau opin 9 - 2, 4 7. Aðgangur að boxkössum 9-9.
Bæjarkassar tæmdir rúmh. daga 7.30 árd., 4siðd.,en á
Sunnud. 7.30 árd. að eins.
Afgreiðsla gufuskipafójagsins opiu 8 12, 1—8.
Bæjarstjórnarfundir l.og 3. Fimtudag hvers mánaðar.
Fátækranefndarfudir 2. og 4. Fimtndag hvers mán.
Héraðslæknirinn er að hitta heinia dagl. kl. 10—11
Tannlækn. heima 11—2. Frílækn. 1. og3. Mád. imán.
Frilækníng á spitalanum engin frá l.Júnitil 1. Okt.
ætti ekki að segja Mrs. Atherthon
líka frá sínum vonum og óskurn; en
nú þegar hann hafði sagt henni er-
indi Bloomingdales, fanst honum síður
þörf á þessu. Honum fanst líka alt
í einu að hann sýna Bloomingdale
meiri sanngirni með því að koma
ekki fram sem meðbiðill hans. Hann
kvaddi því og fór. En undir eins og
hann var kominn út úr dyrunum
fanst honum aftur, að hann hafa
verið fjaskalegt flón að fara svona að;
en nú gat hann ekki farið inn aftur
og gert játningu, án þess að sýnast
enn aulalegri. Svona hélt hann áfram
til járnbrautarstöðvarinnar og beið
þar þangað til síðasta lestin leið hægt
inn að stéttinni; sté hann upp í einn
vagninn og vagninn bar hann áfram
heimleiðis og úr fangi freistinganna,
að minsta kosti þá nótt.
Hann gat þó ekki sofnað undir
eins, en vakti langt fram á nótt og
var að hugsa sér að hann ætti á ný
í samtali ýmist við Mrs. Atherthon,
ýmist við Bloomingdale, ýmist við
Rhodu og ýmist við þau öll í ýmsu
sambandi. Hann var að mála sér
framtíðarforlög sín í huganum og
var þá ýmislegt uppi, ýmist glaðasta
sæla, ýmist sárasta sorg, þar sem enga
huggun var að flnna nema meðvit-
undin um, að hann hefði farið að eins
og ósíngjarn og ærlegur drengur. Og
stundum fanst honum sem i því væri
eins mikil fullnægja eins og þó allar
vonir hans hefðu ræzt. Svo flnst manni
stundum í draumórum ímyndunarinn-
ar sjaldnar þegar maðu r reynír það í
líflnu.
Hann svaf laust fram á næsta dag.
Svo beið -hann heima með þolin-
mæði allan daginn eftir að fá eitt-
hvert skeyti frá Mrs. Atherthon. Þegar
hún hafði þrýst hönd fians um leR og
hún kvaddi hann um kvöldið, þá fanst
honum hún gera það einhvern veg-
inn á þann hátt, að hann var sann-
færður um, að hún skildi hvernig í
öllu lá, og að húu væri honum vin-
veitt; þau vóru bæði drengir góðir
og það var skylda þeirra að gera
þetta, hvað sem gilti, en vonandi
væri að forsjónin væri réttlát og léti
honunr ekki verða dreinglyndi sitt
alt of dýrt keypt. Þetta eða því um
líkt fanst honunr Mrs. Athertfion
rnundi hafa viljað segja sér með hand-
takinu þegar hún kvaddi hann.
Svo þegar fram á daginn leið, kom
loksins bréf frá hermi og voru á það
línrd aukafrímerki til borgunar fyrir
hraðskil. Þetta var þegar í sjálfu sér
góðs viti. Hann var fljótur að opna
það og lesa og fregnin, som það færði
honum hafði þau áhrif á hann, að
honum fanst sem hann mundi líklega
ekki hafa farið eins drengilega að
gagnvart Bloomingdale eins og hann
hefði átt að gera. Göfuglyndið náði
þeirri yfirhönd hjá honum, að honum
fanst það fyrst í svip ekki eiginlega
gleðja sig, að Miös Aldgate hafði al-
gerlega þverneitað að lofa Mrs. Bloo-
mingdale að sjá sig eða talaviðsig;
það hafði verið eins og hana bæði
furðaði á og hún þyktist við að hann
skyldi leita viðtala við hana; hversu
sem Mrs. Atherthon hafði lagt að
henni hafði hún ekki fengið hana tú
svo mikils sem að leyfa sér að flytja
honum frá henni kveðju eða nokkur
ummæli, er á rreinn hátt gætu mildað
úr því að hún þverneitaði að taia við
hann. Hún gat þess enn fremur í
bréfinu, að hún væri viss um, að það
hlyti einhver misskilningur að valda
því, hvað þverlega Miss Aldgate hefði
synjað manninum viðtals; en hún
hefði verið svo angurvær og tauga-
þreytt að það hefði ekki verið til neins
að færa nein varnarorð fyrir Mr. Bloo-
mingdale við hana. Annars lét Mrs.
Atherthon í ljós, að sér heiði litist á
Mr. Bloonringdale alveg eins og Olney
lýsti honum. Hún kvaðst hafa vorkent
honum fjarskalega þessa hörðu með-
ferð, en hann hefði borið hana karl-
mannlega og rólega. Hún kvað sér
hafa skilist á honum að hann tæki
þetta fyrir fullnaðarsvar svo sárt sem
það félli honum. Á því þóttist Olney
silja, að hann hefði talað svo rnikið
við Mrs. Atherthon í trúnaði, að hún
hefði fengið leyfi til að hella græði-
smyrslium í hans opnu undir og hún
rnuni ekki hafa sparað smyrslin.
Framh.
...^ • Mi------
Heimsendanna milH.
Eftir Jón Olatsson.
Fiskveiðar Frakka viðNewfound-
land hafa algerlega brugðist í ár. Ekki
spillir það verðinu á rsl. flskinum.
Frakkland. Combes læknir, er
tók við ráðaneytisforstöðu af Waldeck-
Rousseau, fylgir sömu stefnu og fyrir-
rennarí hans að öllu. Delcassé er
enn sem fyrri ráðgjafi í utanríkis-
málum. Rouvier varð fjármála-ráðgj.
— Bourgeois var kjörinn forseti neðri
þingdeildar. — Waldeck-Rousseau er
nú farinn á skemtiferð til norðurlanda.
Hann er nií talinn líklegast forseta-
efni Frakklands við næstu kosningu.
Brezka rikið. Nú hafa allir Búar
í Oraníu og Transvaal geflst upp og
lagt vopn sín af hendi. Kom það
nú í ljós, að tala Búa-hermanna
var við ófriðar-lokin yfir 18,000.
Mjög fer nú vel og vingjarnlega á
með Búum og Bretum suður þar,
síðan friðurinn komst á. Bretar lúka
sérlegu lofsorði á foringja Búa, De
Wet, Botha og aðra, fyrir það, hve
drengilega þeir gangi fram í að friða
hugi manna. og efla sátt og samlyndi.
Nú heyrist ekkert orð um fáfræði
og bjálfaskap Búa; þvert á móti
furðar Breta nú á menning þeirra
og fróðleik. Þannig er það ið fyrsta
fyrir hverjum Búa, er kynnist Bret-
um, að spyrja sem nákvæmast eftir
högum Frakka í Canada, og virðist
þeim engum ókunnugt um, að Frakk-
ar haldi þar þjóðerni sínu og séu á-
nægðir og vilji engu ínóti skifta því
við neitt annað að vera brezkir þegn-
ar.
ki'viiinaiii Játvarðar Breta kon-
ungs fórst fyrir; lieflr orðið að fresta
henni óákveðna tíð, fyrir því að kon-
ungur veikt.ist. Hafði verið lengi
veikur, ætlaði að reyna að harka af
sér þar til krýningin væri um garð
gengin. En tveimur dögum áður var
hann orðinn svo þjáður, að gera varð
uppskurð á honum sakir ígerða í
botnlanganum. Tókst það vel, en
eigi tvísýnulaust þó enn um líf kon-
ungs. — Mikið tjón varð mörgum að
þessari krýningarfrestun, því að o-
grinni fjár hafði varið verið til ýmis-
legs, er átti að bera arð aftur við
krýninguna. Af því hefir leitt allmörg
gjaldþrot. Um hitt ekki að tala, hver
fýluferð orðið hefir fyrir ýmsum, er
til krýningarinnar sóttu.
Dánir eru Saxakonungur og Bey-
irtn af Tunis.
Stjóriiarbútar-frumvarp ráð-
gjafa vors kom nú með póstskipinu.
Það er orðrétt og staðfrétt frumvarp
síðasta þings með þessum t.veim við-
bótum:
Aftan við 1. gr. frv. (2. gr. stj.skr.)
er bætt (á eftir orðunum: „tala og
rita íslenzka tungu") ákvæði um, að
ráðgj. hafl aðsetur í Reykjavík, og
að landritarinn gegni um sinn störf-
um ráðgjafa við fl'áfali hans. En aft-
ur feld úr ákvæðin um, að landshöfð-
ingi skuli til vera.
Aftan við 12. gr. (39. gr stj.skr.)