Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.08.1902, Blaðsíða 2

Reykjavík - 09.08.1902, Blaðsíða 2
2 Landsbókasafnið er obið daglega kl. 12—2, og á til 3 Mánutl., Miðv.d. og Laugard., til útlána. Landsskjalasafniðopið á Þrd., Fimtud, Ld„ kl. 12—1. Náttárugripasafnið er opið á Sunnud., kl. 2 3 síðd. Forngripasafnið er opið á Miðv.d. og Ld. kl. 11 12. Landsbankinn op. dagl. kl. lo—1. B.stjórn við 10,30 —11,30. Söfnunarsjóðurinn opin 1. Mánudag í mánuði, kl. 6—6. Landshöfðingjaskrifstofan opin 9—10,30, ll,30—2, 4-7. Amtmannsskrifstofan opin dagl. kl. 10—2, 4 7. Bæjarfógetaskrifstofan opin dagl. kl. 9—2, 4—7. Póststofan opin 9 —2 4 - 7. Aðgangur aðboxkössum9-9 Bæjarkassar tæmdir rúmh. daga 7,30 árd., 4 síðd.,en á Sunnud. 7,30 árd. að eins. Afgreiðsla gufuskipafélagsins 8—12, 1—9. Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. Fimtudag livers mánaðar. Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvers mán. Héraðslækirinn er að hitta heima dagl. kl lo—11. Tannlækn. hema 11—2. Frtlækn. 1. og 3. Mád. í mán. Frilækning á spítalanum engin frá 1. Júní til 1. Okt. fyrst hátíðina með nokkrum vel völd- um orðum; að því búnu var sungið af 80 manna söngílokk: Ó, guð vors lands. Þar næst talaði Árni Gíslason leturgrafari fyrir minni konungsins og lék hornaflokkurinn á eftir: Kong Kristjan o. s. frv. .Jón Jónsson sagn- fræðingur hélt 'þessu næst ræðu íyrir minni íslands — bæði fagra og snjalt flutta. Þá er hann hafði lokið máli sínu, var sungið eftirfarandi kvæði, eftir Stgr. Thorsteinsson: állll blíbbi von um bæftan hag, Er beri senri að höndum, Vér þennan höldum þjóðardag Um þingtíð hér á ströndum; Og hún, sem yflr bygða ból Sín breiðir ástar hótin, Hins armars ágústs sumarsól, Hún signi tíma mótin. • Að bæta stjórn er brýnust þörf; Sig bæti og hver einn sjálfur, Og gangi alt það aíl í störf, Sem eyddist fyr í gjáifur; Menn hatur skuiu stöðva og stapp Og stríð urn eiginn hagnað, Og um það heldur ala kapp, Hver ættjörð mest fær gagnað. Það geymi djúpt í sálu sér Hver systir og liver bróðir, Að sami stofninn allra er Og ísland þeirra móðir. Þau láti, — þó um þetta og tiitt Sé þráföld sundurgreining, - í því að elska þjóðland sitt Ei þekkjast nema eining. Hinn innri krytur — oft það sást — Er eiturskaði bráður, En þar sem samhent ættlands ást í öllu er rauður þráður, Þar verður höndin veika sterk, Þar vinnast heillir fríðar; Þar burir feðra blessa verk - í blómgun eftirtíðar. Að áhríns verði orðum það, Að andinn sá hér ríki, En hinn, sem niður heillir trað, í heljar falli díki. í eining stundum ættlands gagn, Svo alt til gæfu vendist, Og hvetjum til þess móð og magn Á meðan lífið endist. Að því búnu sté sýslum. Guðlaug- ur Guðmundsson i ræðustólinn og tal- aði vel og sKemtilega fyrir minni Reykjavíkur. A eftir var sungið þetta kvæði, eftir Hidimar Sigurðsson: anstu bæ við mararósa, Mitt í vexti’ í bernsku þó; Sveiftan hjúpi himinljósa. Hvar er fegra um rand og sjó? Manstu eyjabandið breiða? Bládjúp suna otr vermilind? Manstu Snæfelis hjálminn heiða? Hólavöll og Keiiistind? Manstu hvenng sest þar sólin ? Sýnist blunda hafinu’ á. Norðurljós við. nv uin jó.lin? Njólubiysin, gullin, blá? Tindrar dögg a tunum grænum, Titra sjást ei iaufblöð nein. Esjan laugar sig í sænum Sýnist virki’ úr kristalstein. Þar er bygt æ. nærra og hærra. Hugur tekur vængjatlug. Flestir óska stærra og stærra. Styrkar hendur sýna dug. Urðin verður gróðurgrundin: Gagn og fegurð saman á. Flotirm eykst og fríkka sundin, Fannhvít seglin stafar á. Finst þá ekkert feyskið, rotið? Fiýr þar ekkert sólarljós? Ekkert ljósker lamað, brotið ? Lífsspor sérhvert stráð með rós? Eru aliar brautir beinar? Byrgir ryk þar engum sýn? Eru götur allar hreinar? Ávalt fyrir börrrin þín? Varla mun þó víiið duga, Verma’ og lífga fölva rós, Ef að skuggar yfirbuga Upp með hærra’ og skærra ljós. Sýrium borg til sóma iandi! Sem af fleiru’ en gulli’ er rík Og með landi’ í bræðra bandi Blómgist. frikki Reykjavík! Þegar hér var komið, varð hlé á hátíðarhaldinu; voru nú ýmist sung- in .nokkur lög eða leikið á horn. Sumir fóru að horfa á lifandi manna skákina, er þeir tefldu Pétur Zóphón- íasson og Indriði Einarsson; var það langur bardagi og harður, en lauk svo, að Pétur vann. Kl. 4 síðd. hófust ræðuhöld á ný. Talaði þá læknir Guðmundur Björnsson fyrir minni þjóðhátíð- ardagsins og gerði „mikla lukku,, eins og vant er, þegar hann tekur til máls, Á eftir honurn sté fröken Ólavía Jóhannsdóttir í ræðustólinn í skaut- búningi (það hefðu fleiri átt að gera að skauta þennan blíðveðursdag enda taka þá.sig bezt út möttlarnir); hún talaði fyrír minni Vestur-íslendinga, Að iokinni ræðu hennar var snngið eftirfarandi kvæði eftir Jón Olafsson: il bræðra fyrir vestan ver, nú vinar-kveðju sendum vér frá hjartans hiýrri glóð. Og hvar sem alla heims um slóð eitt, hjarta gleðst við þetta ljóð, þar liftr enn þá íslenzk þjóð — vort eigið hjarta-blóð! Því fjær sem hver einn ættjörð er, því ástfólgnara’ í huga ber hann æ sitt ættar-land; því vitum vóv, að ísland á sér ávalt trygga sonu þá sem örlög slitu okkur frá, en ættar tengir band. Guð efli jafnan yðar hag og yður blessi sérhvern dag og leiði lukku-spor. Hver yðar, sæmd er ávann sér, sá íslands nafn um heiminn ber, liann góður sonur íslands er, því yðar sómi’ er vor! Nú var ræðuhöldum lokið. Var nú glímt og hlutu þar verðlaun: Ásgeir Gunnlaugteson og Jónatan Þorsteins- son. Fyrii' kapphlaup fengu verðlaun (af drengjunuin): Erlendur Hafliðason og (af stúlkunum): Sara _Þorsteins- dóttir. Um kl. 5 síðd. hófst dansinn; skemtu menn sér þar rnæta vel fram á nótt. Eiga allir beztu þakkir skilið sem und- irbjuggu hátíðina. Söngurin fór prýði- lega, hr. Brynjólfi Þorlákssyni til mik- ils sóma, Lúðraflokkurinn er nú endur- risinn og það miklu magnaðri en nokk- ru sinni fyr. Ættu bæjarmerm nú að sína honum ailan sóma og aðhlinn- ingu, þvi hann er alveg ómissandi við allar utan húss skemtanir, og víðar. Frá hástúkuþingí Goodtemplara. i. Hástúkuþingið var sett 8. Júlí, k). 11 ái'd. i ríkisdagshúsinu, er allt var skreytt moð blómstrum og fl. Hástúkustigið var voitt 258 manns, og siðirnir viðnafðir á ensku, þýsku og svensku. Um kveldið kl. 7 var þeirri fagnað í Konnnglega leikhúsiriu í Stokkhólmi, af Goodtemplui'um þar, og hafði bœjarstjórn bœjarins veitt fé til þess. Leikhúsið var troðfult af fólki, er var klætt hátíðabúningi, og hátíðabragur á, öllum. Ireiksviðið var alt skreytt, og höfðu meðal annaru tekið sér sæt.i þar þoir, er höfðu

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.