Reykjavík - 16.04.1903, Blaðsíða 2
of miklu, og af því að þægilegra
þykir að fyrirbyggja, að konungur
lofi meiru en góðu hófi gegnir, heid-
ur en að láta hann þurfa að svíkja
loforðin á eftir, þá notuðu ráðgjaf-
arnir hans sænsku það, að hann var
kvefaður dálítið, og fengu talið hann
á að láta af stjórn um tíraa og skipa
krónprinsinn fyrir stjórn á meðan.
Það mun ekki standa nema 4 mán-
uði, segir fregnrítinn. Krónprinsinn
(Gústaf) er að því gagnólíkur jföður
sínum, að harm er bæði fámáll, þur
á manninn og dauflyndur.
Rejkjavik, 14. Apríl.
Ny blöð vor ná nú til 3. þ. m.
Landkaupa-frumvarpið írska segja
sumir nú að sé eiginlega sama irv., sem
Gladstone bar upp 1886 jafnframt heima-
stiórnarfrumvarpinu fyrir Irland, en féll
þá ásamt heimastj.frv. — Aðale'fni þessa
langa, flókna frv. er það, að þá erjarðeig-
anda og leiguliða semur um verð og leigu-
liði vill kaupa ábýli, þá iánar nkissjóður
honum kaupverðið, svo að seljandi, fær
andvirðið að fullu greitt i peningum. Til
þessara jarðakaupalána skai verja £ 100
miiíónum (18.10 milíónum króna). Semji
kaupanda og seljanda ekki um verðið, má
stjómin borga það sem á milii ber (ínnan
tiltekinna takmarka — sbr. síðasta bl.), og
má til þess verja £ 12,000,000.
LOFTRITSKEYTIN. — Rerlín, 30
Marz: Fremst meðal útlendra
fregna í dag flytur Times (Lund-
úna-blaðið mikla) tvö fregnskeyti,
hvort um sig um 200 orð á lengd,
aeudir fyrirsögninni: „Meðtekið
með Marconirita."
Times skýrir frá, að þetta sé
in fyrstu regiulegu fregnskeyti,
sem send sé fyrir borgun af
Marconi-félaginu, og sé þessi dag-
ur því afmælisdagur reglulegrar
starfsemi loffritans. Blaðið bætir
því við, að upp frá þessu sé borg-
unin fyrir loftritskeyti milli Ame-
riku og Englands lægri, heldur en
fyrir símskeyti milli Englands og
Frakklands.
í Kaupmannahöfn fór frarn seint í
f. m. kosning á 7 bæjarfulltrúum. Vinstri
menn og sósíalistar bjuggust við sigri
fyrir sína meifn (5 v.-m., 2 sós.), eins og
að undanförnu, en þar fór á annan veg :
hægri menn og miðflokksmenn sigruðu með
miklum atkvæðamun, og fengu þó viustri
manna og sósiaiista fulltrúa efuin 1500
fleiri atkv., en nokkrti sinni áður. En
hinir fjölmentu svo, að ekkert reisti rönd
við. Er um kent heimskulegum ótta við
sósíalista, út af því að þeir gátu kosið
borgmeistara um daginn. Þeir höfðu ein-
ir áður 21 atkv. í bæjarstjórn (1 yfir
helming), en nú 19 atkv. Auðvitað hafa
vinstri menn osr sósíalistar til samans enn
meiri hlut atkvæða.
Noregur. Nefndin, er skipuð var Norð-
mönnum og Sviurn, til að -hugleiða að-
skilnað á utanríkismálum ríkjanna, hefir
orðið ásátt um, að hvort rikið skuli hafa
sína konsúla fyrir sig. Það er Dr. Sigurd
Ibsen ráðherra (sonur Henrik Ibsens, en
tengdasonur Bjórnsons), sem hefir átt
beztan þátt í þvi. Tíllögur þessar eru nú
lagðar fyrir þing beggja ríkjanna. Talið
víst, að þær verði samþyktar, en ekki er
það enn orðið, eins og „lsaf.“ segir síðast.
Vitleysa er það og í því bh, að Bandar,-
menn sé byrjaðir á verki við Panama-
skurðinn. Samningurinn, sem heimilar
þeím að Ijúka við skurðinn, er ekki stað-
festur enn af Columbía-rikisþinginu.
Landshomanna mUli.
Slys. Laugardaginn fyrir Páska fórst
f lendingu skip af Miðnesi. Pormaður
(Einar ?), sonur Einars í Sandgerði, drúkk-
naði þar og 10 menn með honum.
Séra Friðrik Hallgrímsson á Út-
skálum fer alfarinn til Ameríku í sumar
(seint í Júlí) til að verða þar prestur ís-
lendinga í Argyle-bygð (þeim sóknum, er
séra Hafst. Pétursson þjónaði fyrst).
Gestur Jónsson á Brunnastöðum
hengdi sig 27. f. m., kvæntur maður.
Orðnir úti. 8. f. m. Sig. Kristjánsson,
bd. á Seljaiandi í Gufudalssveit, Kollafirði.
— 26. s. m. Olafur Bjarnason vm. í
Hvammi i Dýrafirði, taisvert ölvaður að
sögn. [„Vestri“].
Rausnargjöf. Eilefsen hvalveiðamaður
á Önundarf. hefir gefið sveitarsjóði Mos-
vallahrepps 10,000 kr., en söngfélagi á
Flateyri 800 kr. Hann hefir einatt áður
gefið örlátlega til ýmsra nytsemda.
[„Vestri“].
1Rei?íijav)ík OQ orenð.
Skipaferðir. „Vesta“ kom hingað á
undan áætlun norðan um iand; brá sér
aftur til Stykkishólms, því að þar hafði
hún farið fram hjá. Með henni komu
þeir L. Bjarnason sýslum. og prófastarnir
Sig. Gunnarsson og Sig. Jensson.
Hún fór aftur á Föstud.kvöld héðan.
„Hekia", herskipið danska. kom hing-
að 29 f. m.
„Skald“, eimsk. (1750 tons) með timb-
ur og kol til Bj. Guðmundssonar kaupm.,
kom hingað 2. þ. m.
Sönn saga. Fyrir skömmu vóru hér
tffeir utanbæjarmenn, báðir nokkuð slomp-
aðir kl. 12 um nóttina; höfðn fulla brenni-
vínsflösku og fóru með suður í kyrkju-
garð, til að drekka þar. Úrkoma var og
jörð blaut. Þeir sáu þá segldúk breiddan
þar á jörð og settust á hann, til að fora
sig ekki; en hann lét undan og þeir duttu
niður i opna gröf, er segldúkurinn hafði
verið breiddur yfir, því að næsta dag átti
að jarða. Þeir settust að á segldúknum í
gröfinni, kistuendi gamall stóð út í annan
endann, og höfðu þeir hann að borði fyrir
fiöskuna. Þegar regnið ágerðist, kusu þeir
heldur að hafa segldúkinn yfir sér, en und-
ir, og fóru undir hann. Þar hlýnaði þeim
svo þeir sofnuðu, og vóru enn í gröfinni
með flöskuna, er komið var að snemma
morguninn eftir, til að vita, hvort ekki
hefði hlaupið vatn í gröfina.
Dáinn aðfaranótt 11. þ. tn. hér í bænum
Jóhannes Ól.SF.N útgerðarbóndi; yfir áttrætt.
..Hóíar komu 6. þ. m. hingað, fóru
vestur á ísafjörð 8, og komu aftur að vest-
an 13. þ. m.
„Skálholt“ kom frá útl. hingað 13 þ.
m. — -- Bæði skipin komu beint frá Höfn,
hvorúgt við í Skotl. Með Skálh. komu:
Kaupmennirnir A. Riis, E. Markússon og
stud. Jón Proppe.
Skúli Thoroddsen kaupm. fer vest-
ur með Skálholti nú.
Skípa-von. „Pervie“ var komin út, er
Skálholt fór frá Höfn; er hennar voil hing-
að á Föstudaginij 17. þ. m. — „Modesta,"
eimsk., er strandaði hér í fyrra, átti að
fara frá llöfn 5. þ. m. sem aukaskip frá
Thore-félaginu, koma við i Noregi og fara
svo hingað og til vesturlands. Væntanlcg
hingað daglega — Ásgeir Sigurðsson á
von á eimskipi bráðlega. — Thomsens
magasin á von á stóru seglskipi (250 tons)
daglega; það lagði frá Höfn 28. f. m.
Dáin aðfaranótt 2. Páskadags, Gcbrún
húsfreyja Tómasdóttir, ekkja Þorkels snikk-
ara, er andaðist á 2. Páskad. f fyrra.
Nýgefin i hjónaband : Kaupm. Jes
Zimsen og Ragnheiður Björnsdóttir (Guð-
mundssonar kaupmanns).
Trúlofanír nýbirtar: Halldór Sigurðs-
son úrsmiður og ungfr. Guðrún Eymunds-
dóttir. — Gísli Guðmundsson bókb. og ungfr.
Gróa Sigurðardóttir (á Seli). — Steinn
Sigurðsson skraddari og ungfr Kristin
Friðriksdóttir (systir séra Fr. Fr.). — Þór-
arinn Þorláksson málari og ungfr. Sigríður
Snæbjarnardóttir (Þorvaldssonar).— Sveinn
Gíslason trésmiður og ungfr. Guðrún Eiriks-
dóttir.
Á borgaraf undinum 1. Apr., sem
minst var á í síðasta bl., talaði fyrst Hannes
ritstj. þorsteinsson, og rakti sögu ríkisráðs-
ákvæðisins í stj.frv. frá sínu sjónarmiði,
og talaði um afstöðu gömlu flokkanna
tveggja tíl málsíns, mintist loks „Landvarn-
ar“-hreyfingarinnar.
Þá talaði Jón ritstjóri Ölafsson all-langt
mál; snéri sér aðallega að þvi að hrekja
kenningu Jóns Jenssonar í „Uppgjafar“-
pésa hans. „Landvarnar“liðið hitt, að Jóni
Jenssyni frá skildum, þótti honum ekki
alvarlegra svara vert, þar sem það sýndi
af sér svo frámunalega vanþekkingu á al-
gengasta stafrófi pólitískra hugmynda, að
athlægis eins væn vert. Annars var ræða
hans útdráttur einn (að mestu orðréttur)
úr ritlingi eftir hann. er var þegar prent-
aður, en sendur út um land með „Vestu“
daginn eftir, og heitir: „Meinvæitir Ís-
lands : Lögstirfingarnir og flónin.“ Og
þar sem hann er breiddur út um alt land
í þúsundum eintaka, þykir óþarft að herma
meira af ræðu þessari hér. Þess eins
skal getið, að þetta var aðal-ræða Jóns
01. á fundinum, og geta allir, sem lesa
téð rit hans, séð, hve sannorð „ísafold“ er
þar sem hún segir (4. þ. m.), að Jón hafi
lagt sig mest fram um að „hauga brigzlum
og getsökum yfir framsóknarfiokkinn.“
Hann talaði nefnil. i þeirri ræðu ekki orð
í þá átt, enda nefndi aldrei „framsóknar-
flokkinn“ á nafn á öllum fundinum, jafn-
vel ekki i niðurlagsorðum sínum síðast á
fundinum (er siðar skulu hermd hér rétt).
Jón yfird. Jensson talaði næst; kvartaði
um, að hann hefði ekki prentað fyrir sér
það sem J. Ó. hefði talað gegn inum prent-
aða ritling sínum „svo að eigi væri hægt
að ganga frá þvi.“ J. Ó. stóð þá upp og
rétti honum prófórk af öllum sínum rit-
ling, en J. J. vildi þá ekki þiggja að fá
málið prentað. Hann kvaðst annars eng-
in ný rök hafa fram að færa; þau væru
öll áður tekin fram í „Uppgjafar“-ritling-
num.
Þar næst talaði Lárus Bjarnason sýslu-
maðar, og er ræða hans nú prentuð í
viðaukabl. við „Þjóðólf-1 11. þ m
Sem dæmi upp á þekking og stjórnvizku
landvarnar-fíflaskáparins má geta þess,
að Bjarni kennari Jónsson gerði í ræðu
sinni ráð fyrir, að konungur kynni á
ófriðartímum að flýja út til íslands
[á náðir landvaruar-manna ?] ásamt ráð-
gjöfum sínum, og þá munddu sendiherrar
útl. þjóða til hans flýja hingað líka. Lands-
höfð. M St. skaut þar orði inn í hjá hon-
um, og sagði sendiherrarnir þyrftu ekki
að flýja, þvi að þeir hefðu „exterritorial-
rétt “* „Hefðu hvað ?“ hváði Bjarni. —
„Exterritoríal-rétt!“ — Bjarni (hvumsa fyrst;
eftir dálitla þögn): „Það heimtum við fyrir
ráðgjafan okkar líka!“ — Rödd frá áheyr-
endum: „Exterritoríal-rétt fyrir ráðgjaf-
ann?!!“ — Bjarni: „Já, við heimtum öll
landsréttindi!“ — „Nei, hættið þér nú,
Bjarni, og stigið þér nú úr stólnum!“ var
það hollráð, sem hann fékk þá. En hann
hélt á fram að bulla i mesta sakleysi og
skynleysi og robnabi ekki einu sinni —
til þess var hann of grænn
Benidikt Sveinsson heimspekingur og
stjórnvitringur vildi auðvitað fella úr frv.
því, sem samþ. vár í fyrra, orðin „í rikis-
ráði“, og sagði meðal annars: „Ég skal
ekki trúa því á konginn, að hann staðfesti
ekki frumvarpið samt, hvað sem ráðgjaf-
inn segir!“ — Rödd : „Á hann að skrifa
undir einn ráðgjafalaust ?“ — „Já, okkur
varðar ekkert um ráðgjafann ; við eigum
bara við kónginn!“ Hann hafði ekkert
hugboð um það, að undirskrift konungs
eins er alveg marklaus og þýðingarlaus,
ef ráðgjafi skrifar ekki undir með honum.
— Herra Jón Jensson fór svo að reyna
að bjarga honum úr ógöngunum með því
að segja, að konungur gwti ikift um ráð-
gjafa!! (Niðurl. næst).
* Exterritorial-réttur er sá réttur sendi-
herra útl. þjóðhöfðingja, að þeir eru ekki
háðir yfirvaldi þess þjóðhöfðingja, sem þeir
dvelja hjá, né dómstólum þess lands; svo
eru þeir og friðhelgir í ófriði, o. s. fr.
Korsermargarine
er með róttu viðurkent að vera
lang-bezta smjörlíkíð, sem til lands-
ins flyzt, það segja allir inir mörgu
sem reynt hafa.
Sökum innar miklu útbreiðslu,
þá er Korsermargarine þess utan
eitthvert ódýrasta smjörlíkið.
Með því að verðið á margarine er
órðið dálítið lægra en verið hefir, þá
hefir verðið á Korsorinargarine
einnig lækkað hjá undirrituðum, þann-
ig, að nú kösta allar 3 teg. 2 aur.
minna hvert pd., en verið hefir að
undanförnu. í dunkum enn þá
ódýrara. í stórkaupum gegn fyrir-
fram pöntun er verðið svo afar-ódýrt,
að öll samkeppni er gersamlega úti-
lokuð. Hvert mannsbarn, sem legg-
ur dálitla áherzlu á, að fá góða vöru,
hlýtur því héðan af eingöngu að
kaupa Korsormargarine og ekkert
annað.
. Rvík, 16/4 —’ 03.
B. H. Bjarnason.
Hús til leigu
við fjölförnustu götu bæjarins. Upp-
lýsingar gefur Sigurj. öiafsson,
Amtmannstíg 5. eða Kr. Kristjáns-
son, Smiðjustíg 6.
Nr. 26 í Hveriisgötu
er til sölu. Borgunarskilmalar mjög
góðir. Semjið við
6rím pórðarson,
Hverfisgötu 15.
PÚKKGRJÓT og SAND kaupir með
hæsta verði
Árni Nikulásson
Uermingar, fæðinardags, giftingar og
A alis konar heilla-óska kort selur
Kristín Benediktsdóttir,
Laufásv. 17.
Bezta sjúkólaftift
er frá verksraiðjunni ’SIRIUS' í Fríhöfn-
inni í Khöfn. Það er drýgst og næring-
armest og inmheldur meira af kakaó en
nokkur önnur sjókólaðitegund [3 s
Kemur bráðum!
65 krónur fyrir 15 aura.
H il leigu nokkur góð herbergi fyrir ein-
hleypa frá 14. Maí Aðalstræti 18. [tf
Á LAUFÁSVEGI 4
fást eingöngu danskir rammalistar af beztu
sort, Spegilgler. Rúðugler, Veggjamyndir,
Likkistumyndir.
Enn fremur smíðaðar Möbler. Speglar
og Líkkistur úr vönduðu efni. o. fl., o. fl.
€yv. /rnason
t) itm
Aug’lýsing’.
Á fundi Múr og Steinsmifta-
félagsins 5. þ. m. var samþykt
að verðskrá félagsins skyldi öðlast
gildi 1. Maí, og er þetta því hér með
tilkynt öllum félagsmönnum til eftir-
breytni.
SÍlflirhplti ^efir ^nst * götumbæ-
•FIIJHI Vwlll jaríns eJa ; Landakots-
kyrkjunni á Föstudagsmorguninn langa, og
er finnandi beðinn að skila þvi á afgreiðslu-
stofu „Rvíkur.“
S t j ó r n i n,
ðOftllKftHI stúlka getur fengið vist
HtyiUaVIII fra 14, Maí á htlu heimili.
Hátt kaup. Afgreiðslan vísar á.
Rammalistar
danskir af ótal gerðum komu með
„Hólum“ í verzlun undirritaðs.
Yerðið er svo lágt, að aldrei hefir
slíkt verð heyrst fyr, t. d.
Fallegir hnottréslistar með gylt-
um kanti, bæði utan um myndir og
í gluggatjaldastangir, ca. 11/2 tom.
á breidd, kosta að eins 20 aur. pr.
alin.
Allar aðrar stærðir og gerðir eru
tiltölulega ódýi-ar. Afsláttur er þess
utan gefinn þegar mikið er keypt.
3- Ujarnason.
r
Askorun.
Þeir sem enn ekki hafa greitt bruna-
bótagjald af húsum sínum það er
borgast átti 1. A príl.þ. á., greiði
þau nu tafarlaust, ella eiga þeir á
hættu að fá engar skaðabætur, þótt
hús þeirra brenni, þar þau eru óvá-
trigð frá þeim tíma.
(P. (Pétursson.
Fyrst um sinn verður bruna-
bótagjöldum veitt móttaka í Suður-
götu 10, kl. 7 — 8 síðd.
Tíl efíln er nýr vandaður fataskáp-
#ll SOsll ur j Grjótagötu m. 12.
(xuftiii Þorláksson, trésmiður.
Fii leigu: Heilar íbúðir og einstök
herbergi (frá 14. Maí) á Laugavegi og í
Lindargötu. — Steiiiunii Stefáns-
dóttir,
Lindargötu 1.
Til leigu
2 herbergi á Skólavörðu-
stíg 4 (steinhÚHinu).
UNDAN JÖKLl!
Sendið mér kr. 14,50 í poningum og ég
sendi yður á hverja liöfn, sem strandbát-
arnir koma á, eina vætt af góðum harð-
fiski yður að kostnaðarlausu. Enginpöntun
afgreidd nema borgun fylgi jafnl'ramt
Ólafsvik 1. Jan. 1903.
C. f. Proppé
Til neytenda hins ekta
Kína-lífs-elixirs,
Með því að ég hefi komist að
raun um, að margir efast um, að
Kína-lífs-elixirinn sé eins góður og
áður, skal hér með ieitt athygli að
því. að elixirinn er algjörlega eins og
hann hefir verið, og selst sama verði
og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver
flaska, og fæst hjá kaupmönnum al-
staðar á íslandi. Ástæðan til þess,
að hægt er að selja hann svona ódýrt
er sú, að allmiklar birgðir voru flutt-
ar af honum til íslands, áður en
tollurinn var lögtekinn.
Neytendurnir áminnast rækilega
um, að gefa þvi gætur sjáifra síns
vegna, að þeir fái hinn ekta Kína
lífs-elixír með merkjunum á miðanum,
Kínverja með gias í hendi og flrma-
nafninu Waldemar Petersen, Frederiks
V P
havn- og -jr i grænu lakki ofan á
stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá
þeim kaupmanni, sem þér verzlið við,
eða verði krafist hærra verðs fyrir
hann en 1 krónu 50 aura, eruð þér
beðnir að skrifa mér um það á skrif-
stofu mína á Nyvei 16, Köbenhavn.
Waldemar Petersen,
Frederikshavn.
Prentsmiðja Reykja.víkur.
Pappirinn fr& Jóni Ólafssyni.
SIGURJÓN ÓLAFSSON, AMTM.GÖTU 5, TEKUR AÐ SÉR HÚSABYGGINGAR AF ALLRI STÆRÐ.