Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.05.1903, Blaðsíða 1

Reykjavík - 07.05.1903, Blaðsíða 1
JOT SIGUBJ. ÓLAFSSON, AMTM.GÖTU 5, TEKUR AÐ SÉR HÚSABYGGINGAR AF ALLRI STÆRÐ. ~m TJtgefandi: HtuTAFf.LA.eie „Rkykjavík“ Ábyrgðarmaður; Jón Ólafsson, Gjaldkeri og afgreiðslumaður: Ben. S. Þórarinsson. IRevkíavík. Árg, (60 tbl, miust) kostar með burðar- eyri 1 kr. (erlendis 1 kr. 50 au. — 9 sh, — 50 cts). Afgreiðsla: Laugaybgi 7, FRÉTTABLAÐ — VERZLUNARBLAÐ — SKEMTIBLAÐ — AUGLÝSINGABLAÐ. IV. árgangur. Fimtudaginn 7. Maí 1903. 23. tölublað. ALT FÆST I THOMSENS MAGASlNI. 0/na og elðavélar selur KRISTJÁN FORGRÍMSS0N. Stúkan j$ifröst nr. 43 heldur fundi á hverjum Föstudegi, kl. 8 siðd. Munið að mseta. I prrctpiníir nfnar °íT ELDAVÉLAR frá Bornholm ávalt til sölu hjá Jul. l_cgolclMal Ulliai c|,a|I- Sömuleiðis eldfastur leir, og Cement f smásölu. Godthaab Y erzlunin a •3 CN Ls © > -Q cd có X x) o O verzlunin GODTHAAB er ávalt birg af flestum nauðsynjavörum, flest öllu til húsbygginga, báta- og þiiskipaút- gerðar, sem selst með venjulega lágu verði. Yandaðar vörur. Kág-t verð. íjvergi betra að verzla en i verzl. GODTHAAB Q o o- C-t- X po PD cr J C © N L UIUUJZJ8A quu^por) ♦o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o»o» HIN ÁGÆTA VIÐEYJAR-MJÓLK e r nú sett niður í 16 AURA í pottatölu, og er eins og áður seld allan daginn í bakaríi Jjörns Símonarsonar 4 VALLARSTÆTI 4. Gœtið þess, að sú mjólk er úr heilbrigðum kúm, sem hafa verið rannsakaðar af dýralaekni og ðll meðhöndlun hennar in hreinlegasta. Ekki er heldur hsett við að fólkið fái sullaveiki af Viðeyjar-mjólkinni, því þar eru ekki h u n d a r. ttsimsendanna milU. Sir líector Macdonaid. Af „Hamburger Nachrichten" má sjá, að það sem Sir H. M. var sakaður mn, var íð sama, sem hermt var upp á Krupp, saurliínaðar-ónáttúra (paideraati). Segir það blað, að er- índi hans til Englands hafi verið að leíta konungs náðar, en konungur hafi synjað honum viðtals og yfir- boðar hans skipað herrétt yfir hon- um, honum þvernauðugt. Frá eimsk. „Discovery“, sem er í suðarheimskauts ieit, hafa komið nýrri og gleggri fréttir, en áður hefir getið verið hér í bl., að því er séð verður á London „Mail“. Afþví sést, að skipshöfnina hefir þrotið ýmsar vistir, einkum nýmeti og jurtafæðu, og margir því orðnir sjúkir af skyr- bjúg. Þessa áttu menn sizt von, þar eð skipið hefir ekki nema ár að heiman verið, en hafði vistir til 3 ára, og kunnugir vildu enda ætla, að þær hefðu mátt endast 5 ár. En skipið varð lekt þegar á leiðinni milli Madeira og Cape Town (í Afríku), svo að vistir fyrir 4000 kr. skemd- ust svo, að kasta varð þeim fyrir borð. í Cape Town var gert við lekann, en hann tók sig þó upp aft- ur á leiðinni til New Zealand. Þar varð tvívegis að leggja skipið í þur- kví, og kom það síðar í ljós, að alt, sem af vatni gat skemst, skemdist; en niðursoðin matvæli í dósum skemdust líka, því að sjóvatnið olli því, að pjátrið riðgaði og riðið át svo sundur pjátrið. Marconi-loftritun til íslands. — 19. f. m. bírti „Politiken" sím- skeyti frá I.undúnum svo látandi: „ Milli Marconi-félagsins fyr- ir þráðlausa firðritun og fínanz- manna félags í Kaupmannahöfn er samningur gerður um að koma á þráðlausrí firðritun (loftritun) milli íslands og Shotlands. Samningur- inn ncer eirniig til firðritasambands milli Reykjavíkur og helztu staða á íslandi". 23. f. m. er aftur ítarleg grein um þetta mál. Þar er þess getið, að fyrir nokkru hafi nokkrir auðmenn í Kaupmannahöfn bundist samtökum til að koma bœði ís- landi og Færeyjum í nánara samband bæði við Danmörk og aðra heldri verzl- unarmarkaði. Einn af þeim félögum fór svo til Englands, til að undirbúa málið. Þar komust á bráðabirgða-samningar milli Marconi-félagsins í Lundúnum og þessa danska samlags. í því (danska samlaginu) eru aðallega sömu menn, sem standa fyrir stofnun íslands-bankans nýja (hæstarétt- ar-málflvtjandi Arkntxen, Alex. Warburg heildsali, konferenzráð Heide, forstjóri prívat-bankans í Khöfn, o. fl) Hve mikið fé muni til þessa ganga, verð- ur enn eigi sagt, því að það er að miklu leyti komið undir því, hve margar við- skiftastöðvar verða hafðar. „En auðvitað er hér um feikna-fé að tefla.“ Marconi var um þessar mundir i Eng- landi og tók hann áhugamikinn þátt í samningunuin; segir engin vandkvæði á framkvæmd þessari frá sinní hálfu. Það er nú tilgangur danska samlagsins, að fá starfs-heimild (Concession; stjórnar- innar fyrir loftrita-félag þetta. En áður en starfsheimildarinnar verður leitað, ætlar samlagið að leita fjárstyrks úr ríkissjóði til fyrirtækisins, og gera þeir sér góðar vonir um undirtektir þings og stjórnar. undir það mál. Ríkisþingið hefir áður veitt fé til símalagningar til íslands og Færeyja, en sú fjárveiting hefir aldrei verið notuð. Þráðlaus firðritun hefir ýmsa kosti fram yfir sæsíma. Kostnaðurinn í öndverðu við sæsíma er miklu meiri ; við- hald afar-dýrt, því að sæsimum er mjög hætt við skemdum, (bæði af hafís o. fi., en) ekki sízt af völdum botnvörpunga. Hugsað er til að leita styrks hjá öðrum þjóðum (t. d. Frökkum), er sumar reka fiskveiðar hér við land, en margar aðrar, sem þýðingarmikið er fyrir að fá daglegar veðurskýrslur héðan. Enn er óráðið, hvort að sinni verði sett að eins ein loftritastöð í Reykjavík, eða þegar verði settar stöðvar á fleiri stöðum á íslandi. Það verður nokkuð komið und- ELDSVOÐAÁBYRGÐARFÉLAGIÐ JEDERLANDENE", STOFNAÐ 1845, tekur að sér eldsvoðaúbyrgð á húsuin, beejum og alls konar innanstokksmunum fyrir sanngjarna borgun. Landsbankinn tekur félag þetta giit. POLICER ♦*♦ eru gefnar út af umboðsmanni félagsins ]es Zimsen^ HAFNARSTÆTI 23 REYKJAVIK. Hið noska ágæta Mustads Marg- arine glænýtt, er nýkomið með s/s „Laura“ í verzluú Ben. S. Þórarinssonar. JÓNAS JÓNSSON kaupir og selur: ir, hvern styrk af almannafé fyrirtækið fær, en víst talið, að alþingi styðji fyrir- I tækið eftir fremsta megni. Daginn eftir að „Ceres“ fór frá Höfn, (27. f. m.) stóð enn löng grein um málið í „Poletiken“. Segir þar, að svo líti út af ummælum ýmsra blaða sem „Stóra nor- ræna símafélagíð11 líti heldur óhýru auga til þessa nýja samlags. Erindreki blaðsins (,,Polit.“) átti tal um málið við hr. Alex. Warburg, aðal-umboðs- mann danska samlagsins. Hann sagði, að eigi efaði hann, að það væri rétt hermt hjá „Stðra norræna fél.“, að það hefði í „heilan mannsaldur verið að hugsa um símalagning til íslands og vinna að henni“; en þar sem árangurinn af öllu þess starfi í þessa átt væri sá einn, að ekkert hefði gert verið og engra framkvæmda enn von að sinni, þá virtist sér ekki það stóra og virðulega félag geta verið þekt að þvi, að fara að reyna að vekja mótspyrnu gegn fyrirætlun samlagsins. Þó að Stóra norr. fél. heíði auðvitað þótt mestur sómi að því að vinna þetta verk, þá væri þó aðal-at- riðið, að sambandið kæmist á; hitt stæði á minna, hverjir kæmu því á, þar sem það yrðu þó danskir þegnar. Þá var hr. Warburg spurður, hvort hann væri Jeigi hræddur við, að í fram- kvæmdinni yrðu þeir torveldleikar á loft- ritun um svona langan veg, að samband- ið yrði ekki örugt. — Hann kvað Marconi- félagið setja samlaginu fulla trygging í þvi efni. — „Annars lagði oghr. Warburg fram fyrir oss“, segir fregnritinn, „prent- aðar fundargerðir Marconi-félagsins á að- alfundi þess, þeim er haldinn var fyrir 3 vikum í Lundúnum, og ársskýrslu félags- stjórnarinnar. Þegar vér lúifðum kynt oss rækilega þessi skjöl, urðum vér sann- færðir um, að félagið hefir víðsvegar um lönd aflað sér trausts, sem lýsir sér í þeim miliöna-framlögum, sem gerð hafa verið til að hagnýta sór uppfundninguna. Milli 20 og 30 stöðvar eru nú reistar í ýmsum löndum ins gamla og nýja heims. Auk þess er Marconi-loftritnn inn leidd á flestum herskipum Breta og ítala; sömu- leiðis á inum stóru Atlantshafs-eimskipum þessaralína: Norddeutscher Lloyds, Allan Line, American Line, Belgian Mail Packet og ýmsra fleiri lína. í Rómaborg er nú verið að reisa Marconi-stöð til að koma á loltrita-sambandi við Suður-Ameríku og við stöðvarnar, sem þegar eru reistar á Bretlandi og í Norður-Ameríku.“ _ Hver framför er á félaginu, sést m. a. á þvi, að á aðalfundinum siðasta var stofnfé Mar- coní-félagsins í Lundúnum aukið um þrið- jung (úr 3,600,000 kr. upp í 5,400,000 kr.) 21. Des. í vetur flaug fyrsta fullkomna loftritaskeyti yfir Atlantshaf. Siðan hafa hundruð af þeim gengið sömu leið. Og nú l'ær heimsblaðið mikla, Lundúna-TiMES, dagleg fregnskeyti yfir Atlantshaf með loftrita. Auðvitað hafa fáein smá-óhöpp komið fyrir — alt þetta er svo nýtt enn þá —; en þessi óhöpp hafa verið þess eðlis, að or- sakirnar til þeirra hafa þegar fundist, og svo hefir þegar orðið við því gert, að þau kæmu fyrir aftur. „Og því verður ekki neitað, að uppfuudning Marzoni’s hefir þegar unnið sinn tekniska aðal-sigur i framkvæmdinni.“ En því meiri fullkomnun sem þráðlausa flrðritunin nær, því meiri geigur stendur öllum þeim af henni. sem eiga hagsmuni undir síma-firðritunum, einkum sæsímun- um. Og þvi meira andróðurs er að vænta úr þeirri átt. Þetta hefir berlega komið fram i Bretlandi. Siðan loftritunin varð rauuhæf í framkvæmd, hefir nokkur hluti ÚRSMÍÐA-VINNUSTOFA. Vönduð ÚR og KLUKKUR. Þinoholtsstræti 4. Heigi Hannesson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.