Reykjavík - 11.06.1903, Qupperneq 3
3
LINDARPENNAR: 5,00-7,50
— 10,50—12,50. Jón Ólafsson.
meguin vænta. — Þetta kort kostar
20 au. Það er, eins og ég sagði,
eftir mælistikunni 1 : 100 000; en
Bjarnar Gunnlaugssonar kortið var
eftir mælistikunni 1 : 400 000.
Alt er á íslenzku á kortum þessuni,
■þar á meðal útgefanda-nafnið: „land-
mælingadeild lierforingjaráðsins".
En útg. hafa haft lélegan íslending
einhvern til að líta eftir nöfnum á
kortinu ’yfir „Nágrenni Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar". Þar eru rangnefni
nokkur og afbakanir: „Nauthóla" fyr.
„Nauthóll"; „Yalhúsbakki" (hálfís-
lenzk og hálfdanskt) fyrir „Yalhús"
eða „Valhúshæð"; „Apothekernes“
(tekið upp úr dönskum sjókortum)
fyr. „Nes“ (svo heitir bærinn; en
var um eitt skeið kallaður „Lækn-
isnes"). — Þetta verða þeir að leið-
rétta og varast slíkt framvegis.
Á Reykjavíkur-kortinu höfum vér
ekki tekið eftir neinu slíku.
Væntanlega munu Reykvíkingar
kaupa þessi kort alment, einlcum
bæjar-kortið og nesjakortið; en Ilafn-
flrðingar Hafnarfjarðar og nesja kortin.
En auk þess rnunu margir út um
land vilja eignast þau. Og þá eklci
sízt allir Reykvíkingar í Ameríku.
Vér viijum benda á, hve heppileg
vinai'gjöf það er, að senda vinum
fyrir vestan hafið. Það er alhægt
að senda þau í pósti, vafin á kefli,
og ganga þá sem krossband.
Eins og auglýst er hér í blaðinu
fást kort þessi hjá cand. Morten
Hansen og í bókaverzlun Jóns Olafs-
sonar.
Landshornanua miUi.
Hlanpin eru stórvötnin á Skeiðar-
ársandi, Skeiðará og Núpsvötn. Er
það mikið hlaup; sandurinn ófær og
tvísynt, að póstur hafi komist yflr
jökla vestur um.
Eldur er uppi, að líkindum vest-
arl. í Vatnajökli. Heflr hann sést
viða úr Skaftafellssýslu vestari, og
eins af skipum utan af hafi, m. a.
af „Laura“.
Alþingis-kosningar. Borgarfj.-
sýsia: séra Þórhallur Bjarnarson
(99 atkv.); Björn í Gröf fékk fiO. —
Húnavatnssýsla: Iiermann Jónasson
(161 atkv.) og Jón JaJcobsson forn-
gripavörður (144 atkv.); Páll Briem
amtm. fékk 132, Björn Sigfússon 109,
Júlíus læknir 12. — Suður-Múlasýsla:
Ólafar Thorlacius læknir (128) og
Guttormur Yigfússon (120); Axel
Tulinius sýslum. fékk 119. Þar var
tvíkosið. Við 1. kosn. í kjöri að auk:
séra Magnús Bi. Jónsson, Vallanesi,
séra Jón Guðmundsson, Skorrastað,
séra Guðm. Ásbjainarson frík.prestur
og Ari á Heyklifl. — Barðastr.sýsla:
séra S'ig. Jensson. Aðrir ekki íkjöri.
— Norður-ísafj.sýsla: Slcúli Thorodd-
sen (184); Árni kaupm. Sveinsson
hlaut 42. — Dalasýsla: Björn Bjarn-
arson sýslum. (82); séra Jens Palsson
fékk 77 (báðir jafnt sem í fyrra). —
Kjósar- og Gullbr. sýsla: Björn Krist-
jánsson kaupm. (265) og Dr. Valtýr
Guðmundsson (229). Halldór Jónsson
fékk 89, Aug. Flygering 65.
Botnvörpunghandsamaði „Hekla“
8. þ. m. við Vestmanneyjar eftir
langan eltingaleik og skothríð — segir
ísaf. —; hafði 5 sólarhringa samfl.
verið í landhelgi. Fekk hæstu sekt,
sem enn heflr hér dæmd verið, 2700
kr. (£ 150) og upptæk ger veiðarfæri
og afli allur, geysimikill — „á við 3
hvalreka“.
HlaftafU af stærsta þorski a Seyð-
isfirði eystra er Hólar fóru þar hjá.
Einn dag kom eimsk. „Elín“ inn með
3000 af þorski og var nærri hlaðin
af; svo vænn var þorskurinn (,Austri‘).
Smjörsala. Hr. Garðar Gíslason
í Leith seldi í Apríl nokkur kvartél
af smjöri frá Páfastöðum í Skagaf.
Fengust 94 au. fyrir pundið (með
verðlaunum verður það 1 kr. 13 au.).
Jón Jónsson frá Sleðbrjót; fyrv.
alþm. N.-M.s., hefir orðið að framselja
bú sitt til gjaldþrotameðferðar. Hann
ætlaði sjálfur til Vesturheims með
„Vestu“ nú.
Hsimsendauna tnilli.
Mareoni-loftritun til íslamls.
Að ársfundi hluthafa í Stóra norræna
ritsímafélaginu lét Suenson kammer-
herra í Ijós, að eftir að félagið hefði
í heilan mannsaldur verið að hugieiða
simalagning til íslands, þá stæði næst
að það félag („stóra norræna") yrði
meðalgöngumaðurinn, ef loftritun ætti
að leggja milli íslands og útlanda,
og kvaðst hann vona að ríkisstjómin
yrði sér samdóma umþað og snéri sér
til „stóra norræna" í þessu efni, enda
hefði félagið verið ráðunautur hennar
til þess í máli þessu.
'Daginn eftir hitti ritstj. blaðsins
„Politiken" hr. Warburg að máli,
en hann er í stjórnarnefnd samlags-
ins til loftritunarlagningar til Íslands,
og spurði ritstj. hann, hvað hann
segði um þessi ummæii Suensons.
Hr. Warburg sagði, að „Stóra Nor-
ræna“ gæti ekki komist að neinni
meðalgöngu í þessu máli af þeirri
einföldu ástæðu, að samlagið, sem
hann (Warburgj væri fyrir, hefði svo
lagaða trygga samninga við Marconí-
félagið, að það (Marconí-fél.) gæti ekki
gert samninga um þetta við nokkurn,
annan en sitt félag.
Suiuhirþykkja í brezka ráða
licytiim. Þeir Balfour stjórnarforseti
og Chamberlain lýðlenduráðherra eru
ósammála mjög í korntollsmálinu.
Til að standast kostnaðinn af Búa-ó-
friðnumlagðibrezka stjórnin ákorntoll,
eigi háan að vísu, en nógan til þess, að
vekja megna óánægju alls almennings
í Bretlandi, enda hét stjórnin því þeg-
ar, er hún var að fá samþykki þings-
ins til’tollsins, að honum skyldi af létt
aftur ið allra bráðasta að ástæður
leyfðu. Nú hefir Balfour lagt fyrir
þingið frumvarp um afnám korntolls-
ins og heflr því byrjað vel við 1. og
2. umræðu í neðri deild. En lýðlend-
ur Breta urðu þessu mjög gramar,
einkum, Canada. Lýðlendurnar fylgja
allar hátolla eða verndunartolla stefnu,
og hafa gert ýmsar ívilnanir enskurn
varningi gegn því, að afraksturs-varn-
ingi lýðlendanna sé ívilnað á móti í
Bretlandi. Canada er komútflutnings-
land mikið, og var Canadaþví míkil
þága í, að lægri væri tollur á Canada-
korni, heldur en annara þjóða korni.
En verði korntollurinn af numinn,
verður eigi auðið að ívilna Canada,
sem þá verður að keppa jöfnum hönd-
um við Bandaríkin, Argentinu o. fl.
ríki önnur um kornsöluna til Eng-
lands. Chamberlain, sem er lýðlendu-
ráðgjafl Breta, lætur sér mjög ant
um alt, er saman getur dregið ríkis-
hlutana a-lla eða tengt lýðlendurnar
fastari hagsmuna-böndum við alríkið,
og spyrnir hann því fast gegn afnámi
korntollsins. Verður enn eigi séð, til
hvers dregur um þetta mál.
Prófcssor Nicls Finscn, vor
nafnfrægi landi, hefir nýlega fengið
ina brezku „Játvarðar VII. og Alex-
andra medalíu" úr gulli fyrir vísinda-
mensku.
Á ameimssyningunni miklu í St.
Louis (Mo., Bandar.) 'næsta sumar á
að halda alheims-læknafund til að
ræða um tæringu. Hefir ákveðið verið,
að bjóða próf. N. Finsen í heiðurs
skyni að vora forseti fundarins.
Mandsjúríiö. Því hétu Rúsar
Sínverjum, og eins Norðurálfu-stór-
veldunum og Bandaríkjunum ogJap-
an, þá er þeir tóku Mandsjúrí á vald
sitt í sínverska ófriðnum, að þeir
skyldu skila Sínverjum aftur í hend-
ur yfirráðum landsins, er það væri
friðað og ófriðnum í Sínaveldi lokið.
En Rúsar höfðu áður fengið leyfl til
að leggja járnbraut um landið (til
Port Arthur) og fengið leyfi til að
hafa yfirráð yfir landræmu beggja
vegna við brautina og leyfi til að
hafa þar hermenn „til að vernda
brautina. “ — Nú var sá tími kom-
inn, að Rúsar áttu að fara að skila
Sínverjum landinu og flytja her sinn
burtu úr Mandsjúrí, nema varðliðið
fram með járnbrautinni. Þeir hafa
og kunngert Sínverjum og öðrum
þjóðum, að nú sé þeir fluttir burt.
En sá burtílutningur er með nokkuð
einkennilegu móti. Þeir hafa farið
með setuliðsher sinn úr úr sínversku
borgunum eða þorpunum, sem þeir
höfðu á valdi sínu, og farið með her-
inn út í herbúðir skarnt fyrir utan
bergina eða þorpið. Þar hafa þeir
svo liðið „til að vernda jámbrautina.“
Með öðrum orðurn: liðið er alt kyrt
í landinu eftir sem áður. Alls hafa
þeir nú um 30,000 hermanna þar,.
og hafa því í raun réttri alt landið
á valdi sínu jafnt eftir sem áður..
Afleiðingin er meðal annars sú, að-
bœirnir í Mandsjúrí flytja sig. Sín-
verjar hafa reynt, að síðan Rúsar
gerðu blóðbaðið mikla á þeim, þá
hafa þeir (Rúsar) verndað Sínverja og
haldið uppi skipulegri stjórn og lög-
um. Sínverjar yflrgefa því þorp sín
og bæi og flytja sig inn á landræm-
una fram með járnbraut Rúsa. Þar
vita þeir, að þeir geta lifað í ró
ðruggir. Svo að t. d. þar sem fyrir
5 árurn var engin bygð, nema fáir
einir sínverskir kofar, þar er nú bær
með 9 þús. íbúum, grísk-kaþólskri
kyrkju, ritsíma, talsíma, rafmagns-
lýsing og múrhúsum, en eimskip á
fljótum og eimlestir á járnbraut.
En svo vilja Rúsar eigi leyfa öðr-
um þjóðum frjáls viðskifti í landinu,
heldur loka þær úti með rúsneskum
tollgarði. Þetta er þvert ofan í alla
samninga, og una Bandaríkjamenn
og Bretar því illa, en Japansmenn
þó verst. Má vera, að þetta leiði til
þeirrar íhlutunar af þessara þjóða
hálfu, að vandséð verði, að friður
haldist við Rúsa.
Brezkt lineyksli. Taugaveiki,
sem upp kom rneðal unglinga á skóla-
herskipi brezku, Cornwáll, hefir leitt
til þess, að það komst upp, að í stað
þess að herstjórninbrezkahafðistrengi-
lega fyrir lagt að brenna öll brekán,
sem hermenn höfðu haft að sér í
Afríkn, þá hafa þau verið seJd, og
það alveg ósótthreinsuð og óþvegin,
heim til Bretlands. Hefir víðar ból-
að á taugaveiki þar sem þau hafa
keypt verið. Stjórnin er nú að reyna
að rekja, hvert þau hafi seld verið;
og eru rannsóknir gerðar í 150 hafnar-
borgum.
Ilumbert-hiálin. Frumprófum er
nú lokið í þeim málum. Samkvæmt
þeim verður nú höfðað mál gegn
hjónunum og tveim bræðrum frúar-
innar; þriðji bróðirinn, systir frúar-
innar og dóttir hjónanna sleppa öll;
talin saklaus.
Kvöldmáltíðin og sóttnæmi.
Lengi hafa menn veitt því eftirtekt,
hve óþriflegt það er, að altarisgestir
drekki allir af sama kaleiknum, og
hve hætt er við að sóttir breiðist
þannig út, einkum tæringarveiki. Nú
hefir kyrkjumálastjómin danska ritað
byskupum öllum í Danmörku og boðið
þeim að leggja stranglega fyrir presta,
að snúa kaleiknum, þá er hver héflr
af drukkið. og þá erþrír(?)hafadmkkið,
að þerra þá vandlega barminn með
hreinu líni.
Þetta er þó engan vegin full trygg-