Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.06.1903, Blaðsíða 2

Reykjavík - 25.06.1903, Blaðsíða 2
2 Hvað næst ligfgur. ii. Til ástæðu gegn óþarílega háum launum og eftirlaunum færðum vór síðast ina óhæfilegu útgjalda-hyxði íyrir vora fátæku þjóð. — En önnur ástæða er til fyrir þessu enn sterk- ari, og hún er þær óbeinu afleiðing- ar, sem há laun um þörf fram hafa í för með sér. Yið það að fáeinir menn eru svo ihátt launaðir, að þeir lifa miklu iostnaðarsamara lífi, en þörf er á, «g eyða fé til glæsilegs munaðar og óþarfa — við það vaknar tiihneiging ihjá þeim, er lægri hafa tekjur, til að láta ekki sitt minna og iifa jafn- glæsilega, jafn-dýrt. Við þetta auk- -ast kröfurnar til lífsins um skör iram. En skilyrðið fyrir efnalegri velmeg- ■un manns er ekki það, að harrn hafi Jiáar tekjur (ef hann annars hefir nægt til að geta lifað af vansalaust), lieldur hitt, að hann í eyðslu sinni sníði sér stakk eftir vexti, kosti ekki meiru til en efni hans leyfa. Ef oss minnir rétt, munu það vera eitthvað €—9 sýslumenn, sem dáið hafa í emhætti síðan 1875, og hver einn «g einasti þeirra hefir dáið meira en öreigi, dáið gjaldþrota (að einumund- anteknum, er dó á 1. embættisári sínu), og sá hæst launaði (með 6000 ikr. laun) dó með stærst gjaldþrot <80,000 kr.) Meðal læknanna, sem ■eru lægra launaðir, hafa gjaldþrot 'verið fátíðari; og meðal prestanna, æem hafa lægst laun emhættismanna ~vorra, hafa gjaldþrot verið lang-fátíð- 'ust, þótt margir þeirra séu vitanlega. látækir. Þetta sýnir það, að eyðslan vex með launahæðinni, og vexlangtfram iyfir hana að hlutfalli réttu. Og það er rétt að segja það hér, þótt það vafalaust hneyksli suma, sem ekki hafa hugsað það mál, að það er ein „þjóðdygð“ vor íslend- inga svo kölluð, forn „þjóðdygð", sem oss hefir einatt verið hrósað Jyrir og vér stærum oss af sjálfir, sem á mikinn þátt í efna-þroti margra emhættismanna vorra til sveita og í kauptúnunum inum smærri. Þessi „þjóðdygð“ er gestrisnin, og höfum 'vér hana sameiginlega með flestum ■villiþjóðum. Því gestrisnin er eigin- lega villiþjóða eða villimanna dygð. Yér eigum ekki við það, þótt maður lagni vel vini eða ættingja, og jafn- vel þótt nokkur tilhreytni sé við liöfð, ef hann ber sjaldan að garði. En menn eiga ekki að gleyma því, að það má gera gesti viðkomu hans eða dvöl Ijúfa og skemtilega með lleiru en krásum og vínum. En að gera sér fremd í stórum tilkostnaði ókeypis fyrir hvem sem að garði Þer, hvort sem hann er þektur eða óþektur, það er blátt á fram elchert tit. En embættismenn vorir til sveita hafa sumir komið þeim landssið á, að til þeirra eru gerðar þær gest- risniskröfur, sem engri átt ná og enginn fær undir risið að fullnægja. En ekki eru það venjulega bók- mentirnar, sem valda óhófseyðslu ' embættismanna vorra, því að yfir- leitt munu þeir (ef til vill helzt að nokkrum prestum undan teknum)1 kaupa minna af bókum, en alþýðu- menn, tiltölulega. Sumir þeirra, eink- um í höfuðstaðnum, mega heita í algerðu bókakaupa-bindindi. Nei, Það er munnur, magi og prjál, sem magnar óhófs-greiðslu, svo háar verða tekjur tál, sem teygja menn til eyðslu. Það er eitt af því, sem þjóð vorri þarf að lærast, að umskapa gestrisni sína og takmarka hana, og yfir höfuð að sníða sér stalclc eftir vexti — gæta þess, að oft má lítið laglega fara, en oft minna varið í stóran tilkostnað, sem einatt verður jafnvel ógeðslegur við það, að menn vita, að hann er gerður um efni fram. III. Þá er eitt, sem varhuga verður við að gjalda í sumar. Vér höfum heyrt, að sumir (stjórnin? eða ráð- gjafa-efnin ?) hugsi sér að fá alþingi til að veita 150,000 kr. til að reisa höll hér handa ráðgjafanum og breyta landshöfðingjahúsinu, sem nú er, í stj órnarskrifstofur. Hér verður þingið alvarlega að taka í taumana. Yér íslendingar höfum ekki ráð á að reisa 150,000 kr. höll til bústaðar ráðgjafa; og þó að vér hefðum ráð á því, svo gerðum vér það, vonandi, ekki samt. Þó ekki væri nema fyrir afleiðinganna sakir Nei, það látum við vera. Ráðgjafi vor er fullsæmdur af að búa í landshöfðingja-húsinu, því frem- ur sem þar rýmkar um, er skrif- stofa og skjalasafn verður flutt burtu úr húsinu. Þá má auka húsrýmið að mun með herbergjum uppi á kvistinum og loftinu. En fyrir skrifstofur þarf nýtt og vænt húsrúm. En þetta húsrúm má fá fyrir ekk- ert. Alt neðsta gólfrými þinghúss- ins, þar sem landsbókasafnið er nú, er yfrið stórt og ákjósanlegasta hús- næði fyrir æðstu embættisskrifstofur landsins. Og þetta húsnœði er nú orðið al- veg ónotandi handa bólcasafninu fyrir þrengsla salcir. Safnið með sínum 64 til 65 þús. bindum, auk 6000 handrita (sem sum eru í mörg- um bindum), er alveg vaxið upp úr húsnæðinu. Þar verður að tvísetja í hillur og hrúga bókum á gólfin, svo að eigi verður að þeim komist. Og safnið vex nú um 2—3000 bindi á ári. Það getur því eigi dregist úr þessu að reisa bókasafns-hús, ef eigi á að loka safninu og hætta tilveru þess. Það rúmar ekki frí-.eintökin og gjaf- irnar, sem því berast árlega, hvað þá meira. Það rúmar eJcJci einu sinni það, sem nú er dyngt ujpp í því. Úr því þannig óumflýjanlega ligg- ur fyrir að reisa bókhlöðu næstu ár- .in, þá er hyggilegast að gera það nú undir eins og hagnýta svo húsrúmið, sem safnið hefir nú. Það er lands- ins eign, eldfast hús, hentugt í alla staði fyrir skrifstofur og liggur svo vel sem ákosið verður. Sé bþkhlaða reist þar sem nóg er lóð til viðauka síðar, þá má reisa gott bókhlöðuhús og haganlegt, sem duga megi einn eða tvo mannsaldra án viðbótar, fyrir 70—80 þús. krón- ur. Það er verk, sem ekki verður hjá komist lengur, hvort sem er. Og sé það unnið nú, þá sparar það alveg allan húsa-kostnað við stjórnar- breytinguna, nema til dálítillar við- gerðar landshöfðingjahúsinu og her- bergjafyrirkomulags handa skrifstof- unum. Þetta ætti menn að athuga. Það tjáir ekki að kasta tugum eða hundr- uðum þúsunda út að óþörfu. Vér höfum nóg annað þarfara við féð að gera. Heimsendanna milli. Xonungs-morð og stjórnbylting i Serbiu. Xonungur, ðrottning, systkin hennar og ráð- gjafar konungs o. jl. alt myrt á einni nóttu. Hryðjuverk, sem ekki eru dæmi til í kristnu landi síðan á miðöldum. Heimurinn vaknaði upp við hrylli- legan draum að morgni 11. þ. rn.> er auka-útgáfur allra morgunblaða fluttu þá fregn, að nokkrir herfor- ingjar með tilstyrk tveggja herdeilda hefðu um kvöldið og nóttina fyrir myrt Jconunginn í Serbíu, drottningu hans og brœður hennar tvo, forsœt- isráðJierrann, hermálaráðherrann og ýmsa fleiri Jwfðingja, scert innan- ríJcisráðJierrann, ef til vill tcl ólifls, sett nýja stjórn á laggir og nefnt Péhir Karageorgevitsj til Jconungs. Vér höfum að eins í höndum „Dannebrog“ frá 12. þ. m., semj flytur yfir 5 dálka af símskeytum frá Serbíu, Þýzkalandi og Austurríki, öll dagsett 11. þ. m. (Blaðið kem- ur út snemma á morgnana og var því út komið þann 11. áður enfregnin barst til Danmerkur.) — Auðvitað ber ekki fregnskeytunum öllum saman um smærri atriði: in fyrstu þeirra eru send frá Belgrad (höfuðborg Ser- bíu) kl. 7.20 um morguninn, in síð- ustu siðdegis sama dag (11. þ. m.), og má ætla að það sé réttast, sem . in yngri segja. Nokkra daga eða nær viku undan- farið hafði Alexander konungur orð- ið var við, að eitthvað óvanalegtvar - á seiði, og var mjög var um sig; hætti sér ekki út úr höll sinni og hafði allsterkan vörð um sig í höll- inni. Klukkan hálf-ellefu um kvöld- ið (aðrir segja kl. 1 lx/a» enn aðrir kl. 12 eða kl. 1) var gefið merki af samsærismönnum með einu fallbyssu- skoti. Herlið dreifði sér um öll stræti borgarinnar og hefti alla umfei’ð manna. Her manns umkringdi kon- ungshöllina í einni svipan og fall- byssum var ekið að henni. í höllinni var lífvörður konungs, um 100 manns, og var yfirforingi þeirra Naumovitsj ofursti. Hannvar- á bandi samsærismanna og lauk ujip fyrir þeim; en þá ruddust samsæris- menn inn, og vóru fyrir þeim Lju- bomir Sjívkovitsj og Vojislav Yeljko- vitsj. Sá fyr nefndi af þessum tveinx var einn aðalforsprakki rótnema- flokksins eða frekustu frelsismanna.. („radicals"). Yfir höfuð vóra það foringjar úr hernum, er fyrir sam- særinu stóðu. Lífvarðarmenn kon- ungs vildu þó hefta för hermann- anna, er inn ruddust, og veittu við- nám eftir megni. Segja sumar fréttir, að um 100 manns félli þar af kon- ungsliði, þ. e. nær allur lífvörðurinru Hitt er þó sennilegra, sem stendur í skýrslu nýju stjórnarinnar (morð- ingjanna sjálfra), að þar hafi fallið um eða yfir 20 af konungs liði. — Konungur hafði læst sig inni í svefn- herbergi sínu, er hann varð ófriðar var, en Naumovitsj ofursti kastaði sprengikúlu á hurðina og sprengdi hana upp. Óð síðan inn til konungs. og lagði fram fyrir hann skjal, er hann heimtaði að konungur skrifaði nafn sitt undir; en skjalið var þess. efnis, að konungur játaði að haun hefði svívirt þjóðina með því að kvongast alræmdri vændiskonu, og afsalaði sér því konungdómi í hend- ur Pétri Karageorgevitsj prinzi. Kon- ungur las skjalið og þreif því næst skammbyssu sína og skaut Naumo- vitsj, er féll þegar dauður niður. Þá tók Mitsjtitsj ofursti skjalið upp og lagði fyrir konung á ný. og- kvað honum þann vænstan, að skrifa þegar nafn sitt undir það. Þá sá konungur, að hér var meiri hætta á ferðum, en hann hafði hugsað, og lagði á flótta með drottningu sinni,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.