Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.07.1903, Blaðsíða 2

Reykjavík - 16.07.1903, Blaðsíða 2
2 tteimsendanna miUi. Páfinn hefir verið veikur um hríð; iiefir mjög dregið af honum upp á síðkastið, og 8. þ. m. er hann talinn dauðvona. Læknar hafa litla von ’ um líf hans nema fáa daga, eða í , mesta lagi viku, en við búið að hann slokkni útaf þá og þegar. Er þegar fjöldi kardínála saman kominn í Rómaborg og allur viðbúnaður hafð- ur við andláti páfans á hverri stundu. —Mælt er, að páfi hafi látið í Ijósi, að kærast væri sér að Gottí kardí- náli yrði eftirmaður sinn. Loubet, forseti Frakklands, var í Lundúnum 8. þ. m. og hafði þá verið þar eina 2 daga eða 3; var þar mikið um fagnaðar dýrðir; einn daginn ■var hann í boði konungs, annan dag- inn allan var hann úti um borgina að skoða hana; siðdegis var hann í boði hjá borgarastjóra og bæjarstjórn Lund- úna, síðan hafði hann konung og ríkiserfingja til kvöldverðar með sór í höll frakkneska sendiherrans, og óku síðan allir til leikhúss um kvöldið, 1 frakkneskum blöðum er mikilli ánægju lýst yfir þeim forkunnar fagn- aði og virkta viðtökum sem Bretar sýna forsetanum. — Parísar-blaðið „Temps“ segir, að sá vinarhugur, sem vaxið hafi með þjóðunum við heim- sóknir þjóðhöfðingjanna hvors til ann- ars, hljóti að bera þá ávexti, að þærmuni jafna með sér í bróðerni og ró ýmsan ágreining sem þeirra hafi í milli verið. Öfriftarliorfur. Lengi hefir ófrið- arbiiku verið að draga upp yfir Mand- sjúríi. Ég hefi áður skýrt frá, hversu Rúsar færi að því að flytja herlið sitt burt úr Mandsjúríi. Óánægja annara þjóða með atferli þeirra þar fer sí- vaxandi, einkum Japana, Breta og Bandaríkjamanna. Rúsar sendu ný- lega sérstakan sendiherra til Japans, og átti hann að reyna að' bjóða Jap- önum ýmis kostaboð, ef þeir vildu rjúfá bandalag sitt við Breta og una því að Rúsar tækju á vald sitt Mand- sjúrí og eitthvað af Kóreu. Japanar virðast hafa tekið því máli illa, og nú er fullyrt að Japanar sóu af öll- um mætti að búast til ófriðar, og muni það mest vera fyrir þaö, hvað Bretar hafa haldið aftur af þeim, að ófriður er ekki þegar byrjaður milli Japana og Rúsa. 7. þ. m. veik þingmaður einn í enska parlímentinu þeirri fyrirspurn til stjómarinnar, hvort henni væri ekki kunnugt um að Japan væri að búast til ófriðar við Rúsa, og hvort Bretastjórn hefði í huga að bjóða þessum þjóðum miðlun sína eða reyna að fá þær til að leggja á- greining sinn undir gerðardóminn í Haag. Stjórnin hliðraði sér þó hjá að svara þessu og þykir það meðal annars bera þess vott, að Bretar standi á bak við Japansmenn eða séu ef til vill í sambandi við þá. — Það þykir «g benda í sömu átt, að 6. þ. m. kom sú fregn frá Simla á Indlandi að næsta dag væri þangað von á Sir E. Satow, sendiherra Breta í Japan, og átti hann að bera sig saman við Curzon lávarð, varakonung Breta á Indlandi. Auðvitað er ekkert upp- skátt látið um hans erindi, en hitt er auðvitað, að eigi mundi hann á sig taka þau óþægindi, og jafnvel hættu- för, að ferðast um þvert Indland í verstu sumarhitunum, ef ekki þætti mikið við liggja, Ófriður milli Jap, ana og Rúsa hlyti að hafa mikil á- hrif á Indland, og mundu þau áhrif koma beinast yfir um Afghanistan. Jafnframt þessu má þess geta, að verði af ófrið í Mandsjúríí og Kóreu, þa þykir býsna hætt við, að ófriðast kunni í Sínlandi, og víst er um það, að „Times“ hefir það eftir fregnum frá Pétursborg, að talsverður uggur sé meðal allra sendiherra Norðurálfu- ríkja í Peking. Sendiherrarnir þar flytja nú að sér vistabirgðir til langra tíma og búa svo ramlega um hús sín að þau líta nálega út sem vel vígbúin virki. Rússar virðast einnig hafa viðbúnað frá sinni hlið, og kvarta Sínverjar mjög yfir því, að Rússar heimti harðri hendi gripafóður, múla og vagna af Sínverjum, sem búa fyrir norðau múrinn mikla. Eúsland. Þótt Rúsastjórn ræki fregnrita „Times“ úr landi, þá fær blaðið eftir sem áður daglegar fregn- ir frá Rúslandi frá leynilegum fregn- ritum. Einn þeirra skýrir frá því 7. þ. m., að allar þær „endurbætur", sem keisarinn boðaði í vetur í aug- lýsingu, séu ekkert annað en tál eða „skoðunarbrauð“, ryk til að kasta í augu annara landa. Þær einu breyt- ingar í sveitamálum, sem enn sé hreyft, miði öllu heldur í gagnstæða átt, til að auka enn meir vald em- bættismanna og styrkja skrifstofu- valdið. Tyrkja-soldán lítur nú út fyrir, að ætli að hefja ófrið við Bolgara; en tvísýnt, að honum lialdist það uppi, ef til alvöru kæmi. ChambeiTain hafði sjö um sex- tugt 8. þ. m. Búar. „Glasgow Herald“ var eitt af þeim blöðum, er mezt hvatti til ófriðarins við Búa og talaði verst um þá og stjórn Páls Kriigers. Snemma í þ. m. stóð þetta meðal annars í ritstjórnardálkum blaðsins um ástandið nú þar syðra: „Þeir sem kunnugastir eru og bezt trú- andi til satt að segja, fullyrða, að fáir muni nú vera þeir menn í Transvaal, er ekki mundu miklu heldur vilja búa undir stjórn gamla Páls Krúgers, heldur en undir stjórn þeirri, sem vér Bretar höfum stofn- að þar. Stæði nú til á ný ófriður við Búa, má telja víst, að varla 5 af hunraði þeirra manna í Afríku, er með oss börðust síðast, mundu sjálfkrafa veita oss lið á ný. Óá- nægja logar í allra brjóstum nú í Suður-Afríku, og ef ekki verður því bráðari breyting til batnaðar, þá rætist að líkindum það sem Búavinir spáðu oss lengi, að þann einn árang- ur mundum vér af stríðinu vísan eiga, að skapa þar syðra nýtt írland". Þótta eru eftirtektaverð orð af blaði, sem studdi Chamberlains-póli- tíkina af alefli og enn er undir sömu ritstjórn. Milner lávarði hefir tekist að styggja Búa og særa á alla lund, misbjóða rétti tungu þeirra og sýna þeim alls konar tortrygni og óorð- heldni, svo að höfðingjar þeirra, sem boðið hefir verið að taka ráðgefandi þátt í stjórninni, hafa afþakkað það með öllu; segja það sé bezt, að lofa Milner að vera einum um hituna, og vita hvort honum takist ekki að gera landa sína og aðra útlendinga þar syðra jafn óánægða og sig (Búa). “Fyrir 4—5 árum túkst að fá 20,000 útlendinga í Transvaal til að ríta undir bréf til Yictoríu drottning- ar með mótmælum gegn harðræði Krúgers. Vér höfum engan efa á því, að væri það reynt, væri nú auð- gefið að fá 20,000 útlendinga (auk allra Búa) til að rita undir áskorun til Játvarðar konungs um, að sleppa stjórn landsins aftur af hendi við Búa og Krúger“, segir „Edinburgh Even. News“. Innflutiiingur fólks til Banda- ríkjanna frá 30. Júní 1902 til 30. Júní þ. á. nam 1,000,000 manna. Lairalaga-frumvarpið írska. 2. umræðu um það var enn eigi lokið 8. þ. m., og nokkur tvísýna á, að það nái fram að ganga í ár. Játvarður Bretakonungur ætlar nú í þ. m. að fara til írlands og ferðast þar um. Hann hefir áður haft ið sama í hug, en hætt við það, af því að mjög þótti tvísýnt um viðtökurnar þar. En nú á af ferðinni að verða. Vesuvius er að gjósa glóandi steinum. AlþingL Nefmlarálitið í stjórnarskrármál inu í n. d. segir svo: Það er samhuga skoðun nefndar- innar, að frumvarpið hafi stórmikla og nauðsynlega stjórnarbót að færa, og getur hún, að því er það atriði snertir, látið sér nægja að skírskota til nefndarálitanna um stjórnarskrár- málið í báðum deildum alþingis í fyrra. Nýafstaðnar kosningar hafa sýnt það ótvírætt, að þjóðin öll eða mjög yfirgnæfandi meiri hluti henn- ar aðhyllist frumvarpið, væntir sér góðs af því og óskar, að það sé sam- þykt óbreytt, og höfum vér ekki get- að fundið neinn þann agnhnúa á frum- varpinu, sem verið gæti því tilfyrir- stöðu. Til þess að koma í veg fyrir allan misskilning skulum vér taka fram, að vér teljum ekki að öllum inum gömlu stjórnarbótarkröfum íslands sé fullnægt með frumvarpi þessu; en hins vegar teljum vér stórmikið unn- ið af því, sem hefir verið aðalkjarn- inn í stjórnarbótarkröfunum, án þess að neinu sé slept af áður fengnum rétt- indum. Yér finnum ástæðu til að taka það fram sérstaklega, að ákvæði frumvarpsins um, að ráðherrann skuli bera lög og aðrar mikilvægar stjórnar- athafnir upp fyrir konungi í ríkis- ráðinu, er eZrÆ?' þess eðlis, að sam- þykt þess geti á nokkurn hátt valdið vafa um það, að vér eftir sem áður höldum óskertum sérréttindum þjóð- ar vorrar og landsréttindakröfum hennar. Ákvæðið verður bersýnilega að skiljast í samræmi við þá megin- setning, sem stendur í 1. grein stjórn- arskrárinnar, að ísland skuli hafa lög- gjöf sína og stjórn út af fyrir sig í öllum þeim málefnum, sem varða það sérstaklega, þannig, að löggjafar- valdið sé hjá konungi og alþingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá konungi, og dómsvaldið hjá dómend- um. Konungur getur eftir beinum ákvæðum frumvarpsins ekki falið neinum öðrum en ráðherra íslands einum að framkvæma neitt af því æðsta valdi, sem honum ber í lög- gjöf og landsstjórn íslands eftir stjómarskrá þess. Þegar af þessum ástæðum er óhugsandi, að í ákvæð- inu um flutning málanna fyrir kon- ungi í ríkisráðinu felist nokkuð það, sem veiti öðrum ráðgjöfum konungs nolckurt vald yfir sérmálum íslands, eða rétt til að láta þau til sín taka.. í ástæðum frumvarpsins er það og skýrt tekið fram, að það geti „auðvitað ekki komið til mála, að nokkur hinna ráðgjafanna fari að skifta sér af neinu því, sem er sérstaklegt mál lslands“. Þessi orð sýna, að núver- andi stjórn vor er á sama máli og vér um þetta atriði, og þykir mega telja víst, að yfirlýsing þessi sé sett í fmmvarpsástæðurnar með fullri vit- und hinna ráðherranna, og þannig- viðurkend af þeim. Á þessum skilningi var bygt, er frumvarpið var samþ. í fyrra, og á þeim skilningi byggir nefndin enn. Fyrirmæli stjómarskrárinnar um, að ísland skuli hafa stjórn sórmála sinna út af fyrir sig, kemst nú fyrst til fullra framkvæmda að því, er lög- gjöf og landsstjórn snertir, nú er stjórnarathöfnin er verklega aðgreind frá öllum öðrum stjórnarstörfum í rikinu, og ráðherrannásamt stjómar- ráði sínu verður í landinu sjálfu.. Hingað til hefir, eins og kunnugt er,. ráðherrastörfunum verið gegnt af mönnum, sem jafnframt hafa haft önnur (dönsk) ráðgjafaembætti áhendi„ og stöðugt verið við hlið konungs. Þegar nú ráðgjafinn flyzt langar leiðir burtu frá konungi, er hann þó verð- ur að bera undir helztu mál landsins.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.